Stefna í ranga átt Líney Lilja Þrastardóttir skrifar 29. mars 2017 15:00 Stjórnmál eru mikilvægur hluti af öllum samfélögum og hafa víðtæk áhrif hvert sem litið er. Þau koma okkur öllum við og stjórnmálalegar ákvarðanir sem teknar eru hafa alltaf áhrif á einhvern hluta af samfélaginu. Þrátt fyrir það er ekki mikið um almenna fræðslu um stjórnmál í grunnskólum. Umræður nemenda og kennara geta þó leitt til pólitískrar umræðu út frá öðru námsefni og svo má nefna að utanaðkomandi vitneskja, t.d. af netmiðlum, úr sjónvarpi og frá öðru fullorðnu fólki hefur sitt að segja. Áhugaleysi ungmenna á stjórnmálum hefur færst í aukanna á síðastliðnum árum og er það áhyggjuefni hjá eldra fólkinu. Þetta áhugaleysi er algjörlega stefna í ranga átt og á eflaust rætur sínar að rekja til þess hversu torskilin stjórnmálin eru þegar engin almennileg fræðsla hefur verið veitt.Stjórnmál fyrir allaNú á dögunum var lögð fram tillaga á þingi um að lækka kosningaaldur úr 18 ára aldri niður í 16 ára aldur. Ásamt tillögunni kom einnig fram greinargerð sem segir að hugmyndin með þessari tillögu sé að auka þátttöku ungs fólks í stjórnmálum, því að það er mikilvægt að fólk mæti á kjörstað og kjósi sinn stjórnmálaflokk, jafnt ungir sem aldnir. Í kjölfar seinustu kosninga þar sem kjörsókn var frekar dræm, einkum í aldursflokknum 18-24 ára, hafa þessar vangaveltur farið af stað. Þessi tillaga er bæði frábær og sniðug að öllu leyti og mun án efa auka áhugann og þátttöku ungs fólks í stjórnmálum að einhverju leyti. En er nægilegur skilningur hjá 16 ára unglingum á stjórnmálum til staðar til þess að þeir geti kosið?Hvað er til ráða?Mikilvægt er að fræða unga fólkið sem seinna meir mun stjórna landinu okkar betur um stjórnmál og reyna á einhvern hátt að gera stjórnmálin að áhugaverðum og spennandi hlut sem öllum finnst vert að fræðast um. Það er einnig mikilvægt að draga það jákvæða í stjórnmálunum fram og með því gera efnið áhugaverðara því einhvers staðar verður að byrja. Fræðslan gæti farið fram strax í grunnskólum þar sem kennarar fræða nemendur sína á uppbyggilegan hátt og beiti mismunandi og skemmtilegum kennsluaðferðum til að vekja áhuga hjá einhverjum. Það er auðvitað aldrei hægt að gera öllum nemendum í einu til geðs. Ýmsum öðrum aðferðum hefur verið beitt til að auka þennan áhuga og er það mjög jákvætt. Þar má einna helst nefna skuggakosningar framhaldsskólanema haustið 2016 og aðdraganda þeirra. Einnig er samfélagið meðvitað um þessi málefni og í sameiningu er hægt að breyta þessu til hins betra. Þó verður unga fólkið að vera bæði viljugt og meðvitað um það að láta stjórnmál landsins sig varða.Aukin fræðsla til góðs Ljóst er að fræðsla fyrir ungt fólk á íslenskum stjórnmálum verður að aukast og byrja þarf fyrr verði kosningaaldurinn lækkaður niður í 16 ára aldur. Skilningurinn verður að vera til staðar ef niðurstöður úr kosningum eiga að vera raunverulegar. Aukin fræðsla getur einnig leitt af sér aukinn áhuga og betri þátttöku hjá unga fólkinu í stjórnmálum. Þannig má snúa stefnunni og þróuninni inn á rétta braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Stjórnmál eru mikilvægur hluti af öllum samfélögum og hafa víðtæk áhrif hvert sem litið er. Þau koma okkur öllum við og stjórnmálalegar ákvarðanir sem teknar eru hafa alltaf áhrif á einhvern hluta af samfélaginu. Þrátt fyrir það er ekki mikið um almenna fræðslu um stjórnmál í grunnskólum. Umræður nemenda og kennara geta þó leitt til pólitískrar umræðu út frá öðru námsefni og svo má nefna að utanaðkomandi vitneskja, t.d. af netmiðlum, úr sjónvarpi og frá öðru fullorðnu fólki hefur sitt að segja. Áhugaleysi ungmenna á stjórnmálum hefur færst í aukanna á síðastliðnum árum og er það áhyggjuefni hjá eldra fólkinu. Þetta áhugaleysi er algjörlega stefna í ranga átt og á eflaust rætur sínar að rekja til þess hversu torskilin stjórnmálin eru þegar engin almennileg fræðsla hefur verið veitt.Stjórnmál fyrir allaNú á dögunum var lögð fram tillaga á þingi um að lækka kosningaaldur úr 18 ára aldri niður í 16 ára aldur. Ásamt tillögunni kom einnig fram greinargerð sem segir að hugmyndin með þessari tillögu sé að auka þátttöku ungs fólks í stjórnmálum, því að það er mikilvægt að fólk mæti á kjörstað og kjósi sinn stjórnmálaflokk, jafnt ungir sem aldnir. Í kjölfar seinustu kosninga þar sem kjörsókn var frekar dræm, einkum í aldursflokknum 18-24 ára, hafa þessar vangaveltur farið af stað. Þessi tillaga er bæði frábær og sniðug að öllu leyti og mun án efa auka áhugann og þátttöku ungs fólks í stjórnmálum að einhverju leyti. En er nægilegur skilningur hjá 16 ára unglingum á stjórnmálum til staðar til þess að þeir geti kosið?Hvað er til ráða?Mikilvægt er að fræða unga fólkið sem seinna meir mun stjórna landinu okkar betur um stjórnmál og reyna á einhvern hátt að gera stjórnmálin að áhugaverðum og spennandi hlut sem öllum finnst vert að fræðast um. Það er einnig mikilvægt að draga það jákvæða í stjórnmálunum fram og með því gera efnið áhugaverðara því einhvers staðar verður að byrja. Fræðslan gæti farið fram strax í grunnskólum þar sem kennarar fræða nemendur sína á uppbyggilegan hátt og beiti mismunandi og skemmtilegum kennsluaðferðum til að vekja áhuga hjá einhverjum. Það er auðvitað aldrei hægt að gera öllum nemendum í einu til geðs. Ýmsum öðrum aðferðum hefur verið beitt til að auka þennan áhuga og er það mjög jákvætt. Þar má einna helst nefna skuggakosningar framhaldsskólanema haustið 2016 og aðdraganda þeirra. Einnig er samfélagið meðvitað um þessi málefni og í sameiningu er hægt að breyta þessu til hins betra. Þó verður unga fólkið að vera bæði viljugt og meðvitað um það að láta stjórnmál landsins sig varða.Aukin fræðsla til góðs Ljóst er að fræðsla fyrir ungt fólk á íslenskum stjórnmálum verður að aukast og byrja þarf fyrr verði kosningaaldurinn lækkaður niður í 16 ára aldur. Skilningurinn verður að vera til staðar ef niðurstöður úr kosningum eiga að vera raunverulegar. Aukin fræðsla getur einnig leitt af sér aukinn áhuga og betri þátttöku hjá unga fólkinu í stjórnmálum. Þannig má snúa stefnunni og þróuninni inn á rétta braut.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar