Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Framlög til vegamála verða aukin um hundruð milljóna á næstu dögum en ríkisstjórnin fól fjármálaráðherra og samgönguráðherra að koma með tillögur þar að lútandi á fundi sínum í dag. Rætt verður við samgönguráðherra í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, en hann segir vegabætur við Berufjörð og Dettifoss vera á forgangslistanum.

Þá verður rætt við Annþór Karlsson sem sýknaður var af morðákæru í Hæstarétti í gær. Hann segir lögreglu aðeins hafa rannsakað málið til sektar og að fordómar hafi ráðið för.

Reykjavíkurborg mun bregðast við aukinni eftirspurn eftir litlum og meðalstórum íbúðum með því að hraða skipulagi nýrra hverfa. Bæjarstjóri í Kópavogi segir sveitarfélögin verða að banna AirBnB til að tryggja eðlilegt framboð.

Í fréttunum verður einnig fjallað höfundarréttargreiðslur til STEF en aðeins níu prósent þeirra renna til kvenna, við fylgjumst með forseta Íslands slá á létta strengi í hátíðarfyrirlestri sínum á Hugvísindaþingi og kynnum okkur að endingu hjólaskautaat.

Fréttir Stöðvar 2 eru í beinni útsendingu á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×