Heimir valdi Suárez og Klopp sem leikmann og þjálfara ársins 2016 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. janúar 2017 22:30 Heimir á landsliðsæfingu í Kína í dag. vísir/getty Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, valdi Luis Suárez og Jürgen Klopp sem leikmann og þjálfara ársins 2016.Í dag var greint frá því hverjir væru leikmenn og þjálfarar ársins 2016 í karla- og kvennaflokki við hátíðlega athöfn í Zürich. Heimir Hallgrímsson, landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og Víðir Sigurðsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, voru með atkvæðisrétt í karlaflokki. Heimir valdi sem áður Suárez sem leikmann ársins. Cristiano Ronaldo, sem var valinn leikmaður ársins 2016, var í 2. sæti á lista Heimis og Antonie Griezmann í því þriðja. Að mati Heimis var Jürgen Klopp þjálfari ársins, Fernando Santos, þjálfari Evrópumeistara Portúgals, var í 2. sæti hjá Eyjamanninum og Chris Coleman, þjálfari velska landsliðsins, í því þriðja. Claudio Ranieri, sem var valinn þjálfari ársins, var ekki á lista Heimis. Aron Einar valdi Ronaldo sem leikmann ársins og Ranieri sem þjálfara ársins. Víðir var einnig með Ranieri efstan á blaði en hann valdi Lionel Messi sem leikmann ársins.Leikmenn og þjálfarar ársins 2016 með verðlaun sín.vísir/gettyVíðir var einnig með atkvæðisrétt í valinu á leikmanni og þjálfara ársins í kvennaflokki, ásamt landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni og landsliðsfyrirliðanum Margréti Láru Viðarsdóttur. Carli Lloyd var valin leikmaður ársins og hún var efst á blaði hjá Frey. Víðir var með Lloyd í 3. sæti en hún komst ekki á lista Margrétar Láru sem valdi hina þýsku Dzsenifer Marozsán sem leikmann ársins. Margrét Lára valdi hins vegar Silviu Neid sem þjálfara ársins en hún fékk flest atkvæði í kjörinu. Freyr valdi Jill Ellis, þjálfara bandaríska landsliðsins, sem þjálfara ársins og Gérard Precheur, þjálfari Evrópumeistara Lyon, var efstur á blaði hjá Víði.Karlaflokkur:Heimir Hallgrímsson Leikmaður: 1. Luis Suárez, 2. Cristiano Ronaldo, 3. Antoine Griezmann Þjálfari: 1. Jürgen Klopp, 2. Fernando Santos, 3. Diego SimeoneAron Einar Gunnarsson Leikmaður: 1. Cristiano Ronaldo, 2. Luis Suárez, 3. Antoine Griezmann Þjálfari: 1. Claudio Ranieri, 2. Fernando Santos, 3. Diego SimeoneVíðir Sigurðsson Leikmaður: 1. Lionel Messi, 2. Cristiano Ronaldo, 3. Luis Suárez Þjálfari: 1. Claudio Ranieri, 2. Fernando Santos, 3. Chris ColemanKvennaflokkur:Freyr Alexandersson Leikmaður: 1. Carli Lloyd, 2. Camille Abily, 3. Melanie Behringer Þjálfari: 1. Jill Ellis, 2. Martina Voss-Tecklenburg, 3. Pia SundhageMargrét Lára Viðarsdóttir Leikmaður: 1. Dzsenifer Marozsán, 2. Camille Abily, 3. Lotta Schelin Þjálfari: 1. Silvia Neid, 2. Gérard Precheur, 3. Pia Sundhage Víðir Sigurðsson Leikmaður: 1. Amandine Henry, 2. Dzsenifer Marozsán, 3. Carli Lloyd Þjálfari: 1. Gérard Precheur, 2. Philippe Bergeroo, 3. Silvia Neid Fótbolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, valdi Luis Suárez og Jürgen Klopp sem leikmann og þjálfara ársins 2016.Í dag var greint frá því hverjir væru leikmenn og þjálfarar ársins 2016 í karla- og kvennaflokki við hátíðlega athöfn í Zürich. Heimir Hallgrímsson, landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og Víðir Sigurðsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, voru með atkvæðisrétt í karlaflokki. Heimir valdi sem áður Suárez sem leikmann ársins. Cristiano Ronaldo, sem var valinn leikmaður ársins 2016, var í 2. sæti á lista Heimis og Antonie Griezmann í því þriðja. Að mati Heimis var Jürgen Klopp þjálfari ársins, Fernando Santos, þjálfari Evrópumeistara Portúgals, var í 2. sæti hjá Eyjamanninum og Chris Coleman, þjálfari velska landsliðsins, í því þriðja. Claudio Ranieri, sem var valinn þjálfari ársins, var ekki á lista Heimis. Aron Einar valdi Ronaldo sem leikmann ársins og Ranieri sem þjálfara ársins. Víðir var einnig með Ranieri efstan á blaði en hann valdi Lionel Messi sem leikmann ársins.Leikmenn og þjálfarar ársins 2016 með verðlaun sín.vísir/gettyVíðir var einnig með atkvæðisrétt í valinu á leikmanni og þjálfara ársins í kvennaflokki, ásamt landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni og landsliðsfyrirliðanum Margréti Láru Viðarsdóttur. Carli Lloyd var valin leikmaður ársins og hún var efst á blaði hjá Frey. Víðir var með Lloyd í 3. sæti en hún komst ekki á lista Margrétar Láru sem valdi hina þýsku Dzsenifer Marozsán sem leikmann ársins. Margrét Lára valdi hins vegar Silviu Neid sem þjálfara ársins en hún fékk flest atkvæði í kjörinu. Freyr valdi Jill Ellis, þjálfara bandaríska landsliðsins, sem þjálfara ársins og Gérard Precheur, þjálfari Evrópumeistara Lyon, var efstur á blaði hjá Víði.Karlaflokkur:Heimir Hallgrímsson Leikmaður: 1. Luis Suárez, 2. Cristiano Ronaldo, 3. Antoine Griezmann Þjálfari: 1. Jürgen Klopp, 2. Fernando Santos, 3. Diego SimeoneAron Einar Gunnarsson Leikmaður: 1. Cristiano Ronaldo, 2. Luis Suárez, 3. Antoine Griezmann Þjálfari: 1. Claudio Ranieri, 2. Fernando Santos, 3. Diego SimeoneVíðir Sigurðsson Leikmaður: 1. Lionel Messi, 2. Cristiano Ronaldo, 3. Luis Suárez Þjálfari: 1. Claudio Ranieri, 2. Fernando Santos, 3. Chris ColemanKvennaflokkur:Freyr Alexandersson Leikmaður: 1. Carli Lloyd, 2. Camille Abily, 3. Melanie Behringer Þjálfari: 1. Jill Ellis, 2. Martina Voss-Tecklenburg, 3. Pia SundhageMargrét Lára Viðarsdóttir Leikmaður: 1. Dzsenifer Marozsán, 2. Camille Abily, 3. Lotta Schelin Þjálfari: 1. Silvia Neid, 2. Gérard Precheur, 3. Pia Sundhage Víðir Sigurðsson Leikmaður: 1. Amandine Henry, 2. Dzsenifer Marozsán, 3. Carli Lloyd Þjálfari: 1. Gérard Precheur, 2. Philippe Bergeroo, 3. Silvia Neid
Fótbolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira