Salah með sigurmark Liverpool gegn Brighton Dagur Lárusson skrifar 25. ágúst 2018 18:15 Salah fagnar. Vísir/Getty Mohamed Salah skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Liverpool á Brighton á Anfield í kvöld. Liverpool var ekki búið að fá á sig mark fyrir leikinn og unnu Crystal Palace 2-0 í síðasta leik sínum á meðan Brighton vann frækinn sigur á Man Utd 3-2. Liðsmenn Brighton mættu ákveðnir til leiks á Anfield og gáfu ekki mikið af færum á sér í fyrri hálfleiknum. Það var þó á 23. mínútu þar sem James Milner vann boltann ofarlega á vallarhelming Brighton og sendi boltann inn fyrir á Mohamed Salah sem afgreiddi boltann glæsilega í netið. Í seinni hálfleiknum færðu liðsmenn Brighton sig aðeins framar á völlinn og tóku fleiri áhættur í leik sínum. Þetta gerði það að verkum að liðið byrjaði að spila betri sóknarleik á meðan það dróg heldur af sóknarleik Liverpool. Liverpool náði hinsegar að halda út og er þess vegna með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í ensku úrvalsdeildinni og á ennþá eftir að fá á sig mark. Enski boltinn
Mohamed Salah skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Liverpool á Brighton á Anfield í kvöld. Liverpool var ekki búið að fá á sig mark fyrir leikinn og unnu Crystal Palace 2-0 í síðasta leik sínum á meðan Brighton vann frækinn sigur á Man Utd 3-2. Liðsmenn Brighton mættu ákveðnir til leiks á Anfield og gáfu ekki mikið af færum á sér í fyrri hálfleiknum. Það var þó á 23. mínútu þar sem James Milner vann boltann ofarlega á vallarhelming Brighton og sendi boltann inn fyrir á Mohamed Salah sem afgreiddi boltann glæsilega í netið. Í seinni hálfleiknum færðu liðsmenn Brighton sig aðeins framar á völlinn og tóku fleiri áhættur í leik sínum. Þetta gerði það að verkum að liðið byrjaði að spila betri sóknarleik á meðan það dróg heldur af sóknarleik Liverpool. Liverpool náði hinsegar að halda út og er þess vegna með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í ensku úrvalsdeildinni og á ennþá eftir að fá á sig mark.