Stuðningsmenn Íslands farnir að fá miðana sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2018 14:00 Það var gaman hjá Íslendingum á pöllunum á EM í Frakklandi. Vísir/Getty Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA vill ekki svara spurningum Vísis varðandi það hversu margar af 52.899 umsóknum frá stuðningsmönnum Íslands séu frá Íslendingum komnar. Þeir sem sóttu um miða í happdrætti um miða á leiki Íslands hafa ýmist fengið meldingu um að miðar séu komnir í hús eða að búið sé að strauja greiðslukort þeirra vegna miðakaupa. Stuðningsmennirnir gætu þurft að bíða allt fram í miðjan mars eftir staðfestingu hvort þeir hafi fengið miða eða ekki. Vissara er að stuðningsmenn gæti að því að heimild á greiðslukortum sé í lagi. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur engin frekari svör fengið frá FIFA vegna miðaumsókna stuðningsmanna Íslands.vísir/ernir 53 þúsund umsóknir íslenskra stuðningsmanna Frá því var greint í janúar að 53 þúsund Íslendingar hefðu sótt um miða á leiki á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Óhætt er að segja að um mikinn fjölda sé að ræða enda tæplega tvisvar sinnum fleiri umsóknir en bárust frá stuðningsmönnum Íslands á Evrópumótið í Frakklandi sumarið 2016. Þá sóttu 27 þúsund stuðningsmenn Íslands um miða á leiki Íslands samkvæmt því sem fram kom á vef UEFA. Vísir sendi FIFA fyrirspurn til að fá nánari útlistun á þessum tæplega 53 þúsund umsóknum um miða, þ.e. hvernig þær skiptust á leikina þrjá í riðlakeppninni og hversu margar þeirra væru frá Íslendingum. Vel má vera að hluti umsóknanna 53 þúsund frá stuðningsmönnum Íslands séu að einhverju leyti Argentínumenn sem skrá sig sem stuðningsmenn Íslands í von um að komast á leik Íslands og Argentínu í Moskvu, svo dæmi sé tekið. Vísir reyndi að fá nánari skýringar á þessu hjá FIFA. Skemmst er að segja frá því að FIFA sagðist ekki myndu afla frekari upplýsinga varðandi miðaumsóknirnar. Þá var ítrekað að umsækjendur myndu í síðasta lagi fá upplýsingar um miðjan mars hvort þeir komist fái miða á leiki Íslands eða ekki. Ýmislegt stendur Íslendingum til boða varðandi ferðalag til Rússlands, þar á meðal sigling milil borga. KSÍ fær engin svör Knattspyrnusamband Íslands hefur sömuleiðis spurst fyrir um málið hjá FIFA. Framkvæmdastjórinn Klara Bjartmarz sagðist í samtali við Vísi í gær ekki hafa fengið nánari skýringar á fjölda umsókna í nafni íslenskra stuðningsmanna. Ísland fær um átta prósent miða á alla leiki Íslands sem gerir um 3.200 miða á hvern leik. Einhver fjöldi Íslendinga var búinn að tryggja sér miða á leikina í fyrsta miðasöluferlinu. Ljóst er að margir stuðningsmenn Íslands bíða með hjartað í buxunum eftir staðfestingu á því hvort þeir fái miða á leikina í riðlakeppninni; einn, tvo eða alla þrjá. Stuðningsmaður Íslands sem Vísir ræddi við í morgun var í skýjunum þegar hann sá að „Request Status“ á miðaumsókn hans hafði breyst úr „Pending“ í „Succesful“. Hann hafði sótt um miða fyrir sig, konuna og börnin tvö. Nú getur hann farið að huga að flugi og gistingu. Ýmsir valmöguleikar eru í boði þegar kemur að því að ferðast til Rússlands. Gamanferðir, Vita Sport, Úrval Útsýn og Tripical bjóða allar upp á ferðalög til Íslands með fararstjórum til Rússlands. Þá býður ferðaskrifstofan Bjarmaland upp á siglingu á milli leikstaða í Rússlandi. Þá er vakin athygli á því að stuðningsmenn Íslands þurfa að passa að sækja um svo kallað Fan ID, gæta að því að vegabréfið sé í fullu gildi auk þess að skoða ferðatryggingamál sín vel og vandlega og í tæka tíð fyrir ferðalagið til Rússlands. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA vill ekki svara spurningum Vísis varðandi það hversu margar af 52.899 umsóknum frá stuðningsmönnum Íslands séu frá Íslendingum komnar. Þeir sem sóttu um miða í happdrætti um miða á leiki Íslands hafa ýmist fengið meldingu um að miðar séu komnir í hús eða að búið sé að strauja greiðslukort þeirra vegna miðakaupa. Stuðningsmennirnir gætu þurft að bíða allt fram í miðjan mars eftir staðfestingu hvort þeir hafi fengið miða eða ekki. Vissara er að stuðningsmenn gæti að því að heimild á greiðslukortum sé í lagi. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur engin frekari svör fengið frá FIFA vegna miðaumsókna stuðningsmanna Íslands.vísir/ernir 53 þúsund umsóknir íslenskra stuðningsmanna Frá því var greint í janúar að 53 þúsund Íslendingar hefðu sótt um miða á leiki á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Óhætt er að segja að um mikinn fjölda sé að ræða enda tæplega tvisvar sinnum fleiri umsóknir en bárust frá stuðningsmönnum Íslands á Evrópumótið í Frakklandi sumarið 2016. Þá sóttu 27 þúsund stuðningsmenn Íslands um miða á leiki Íslands samkvæmt því sem fram kom á vef UEFA. Vísir sendi FIFA fyrirspurn til að fá nánari útlistun á þessum tæplega 53 þúsund umsóknum um miða, þ.e. hvernig þær skiptust á leikina þrjá í riðlakeppninni og hversu margar þeirra væru frá Íslendingum. Vel má vera að hluti umsóknanna 53 þúsund frá stuðningsmönnum Íslands séu að einhverju leyti Argentínumenn sem skrá sig sem stuðningsmenn Íslands í von um að komast á leik Íslands og Argentínu í Moskvu, svo dæmi sé tekið. Vísir reyndi að fá nánari skýringar á þessu hjá FIFA. Skemmst er að segja frá því að FIFA sagðist ekki myndu afla frekari upplýsinga varðandi miðaumsóknirnar. Þá var ítrekað að umsækjendur myndu í síðasta lagi fá upplýsingar um miðjan mars hvort þeir komist fái miða á leiki Íslands eða ekki. Ýmislegt stendur Íslendingum til boða varðandi ferðalag til Rússlands, þar á meðal sigling milil borga. KSÍ fær engin svör Knattspyrnusamband Íslands hefur sömuleiðis spurst fyrir um málið hjá FIFA. Framkvæmdastjórinn Klara Bjartmarz sagðist í samtali við Vísi í gær ekki hafa fengið nánari skýringar á fjölda umsókna í nafni íslenskra stuðningsmanna. Ísland fær um átta prósent miða á alla leiki Íslands sem gerir um 3.200 miða á hvern leik. Einhver fjöldi Íslendinga var búinn að tryggja sér miða á leikina í fyrsta miðasöluferlinu. Ljóst er að margir stuðningsmenn Íslands bíða með hjartað í buxunum eftir staðfestingu á því hvort þeir fái miða á leikina í riðlakeppninni; einn, tvo eða alla þrjá. Stuðningsmaður Íslands sem Vísir ræddi við í morgun var í skýjunum þegar hann sá að „Request Status“ á miðaumsókn hans hafði breyst úr „Pending“ í „Succesful“. Hann hafði sótt um miða fyrir sig, konuna og börnin tvö. Nú getur hann farið að huga að flugi og gistingu. Ýmsir valmöguleikar eru í boði þegar kemur að því að ferðast til Rússlands. Gamanferðir, Vita Sport, Úrval Útsýn og Tripical bjóða allar upp á ferðalög til Íslands með fararstjórum til Rússlands. Þá býður ferðaskrifstofan Bjarmaland upp á siglingu á milli leikstaða í Rússlandi. Þá er vakin athygli á því að stuðningsmenn Íslands þurfa að passa að sækja um svo kallað Fan ID, gæta að því að vegabréfið sé í fullu gildi auk þess að skoða ferðatryggingamál sín vel og vandlega og í tæka tíð fyrir ferðalagið til Rússlands.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira