Tæp 73 prósent landsmanna vilja Sigríði Andersen frá Jakob Bjarnar skrifar 23. febrúar 2018 13:30 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra ræðir við fjölmiðla. visir/anton brink Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra eigi að segja af sér, alls 72,5 prósent aðspurðra.Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Maskína vann fyrir Stundina. Tilefnið er hörð gagnrýni sem Sigríður hefur mátt sæta vegna Landsréttarmálsins svokallaða; Sigríður skipaði dómara við réttinn í trássi við umsögn hæfisnefndar og þrátt fyrir ráðleggingar sérfræðinga ráðuneytisins. Ýmsir þingmenn hafa lagt það til við Sigríði að hún sjái sóma sinn í að segja af sér vegna málsins. Leikur vafi á um hvort réttaróvissa ríki í kjölfar þessa, að dómar Landsréttar geti ekki talist löglegir þegar Hæstiréttur hefur kveðið úr um að skipan dómara við réttinn er ekki lögmæt.Þversagnir hinna íslensku stjórnmála Stundin greinir niðurstöður skoðanakönnunarinnar að teknu tilliti til stuðnings við stjórnmálaflokka. Þannig kemur fram að 92,4 prósent kjósenda Vinstri grænna telja að Sigríði beri að víkja sem er athyglisvert meðal annars í ljósi þess að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur gefið það út að Landsréttarmálið sé ekki þess eðlis að Sigríði beri að víkja, ekki sé hefð fyrir því.Sem kunnugt er sáu langflestir kjósendur Vg í aðdraganda alþingiskosninga það sem lakastan kost að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Sú varð þó raunin og það er svo ein af þversögnum íslenskra stjórnmála að stuðningsmenn Vinstri grænna virðast afar sáttir við stjórnarsamstarfið, sé litið til þess að flokkurinn hefur aldrei verið stærri.Konur harðari á því að Sigríður fari en karlar Samkvæmt könnuninni eru konur líklegri en karlar til að vilja Sigríður burtu, alls 76,9 prósent kvenna á móti 68,3 prósentum karla. „Fólk á aldrinum 30 til 39 ára er líklegast til þess að vilja að hún segi af sér en 78,1 prósent fólk á því aldursbili segja að Sigríður eigi að segja af sér ráðherradómi. Þeir sem eru 60 ára og eldri eru hins vegar líklegastir til þess að vilja að hún sitji áfram sem dómsmálaráðherra en 34,1 prósent aðspurðra í þeim aldurshópi vilja að hún sitji áfram, en 65,9 prósent vilja að hún segi af sér,“ segir í Stundinni. Kjósendur allra flokka eru á því að Sigríði beri að víkja, fyrir utan Sjálfstæðisflokksfólk. 77 prósent þeirra vilja að Sigríður sitji og svo stuðningsmenn Miðflokksins; 56 prósent þeirra telja Sigríði sætt. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Telur einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram á dómsmálaráðherra Fundur í stjórnskipunar-ogeftirlitsnefnd verður í hádeginu og en næstu skref verða ákveðin í Landsréttarmálinu. 6. febrúar 2018 12:13 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra eigi að segja af sér, alls 72,5 prósent aðspurðra.Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Maskína vann fyrir Stundina. Tilefnið er hörð gagnrýni sem Sigríður hefur mátt sæta vegna Landsréttarmálsins svokallaða; Sigríður skipaði dómara við réttinn í trássi við umsögn hæfisnefndar og þrátt fyrir ráðleggingar sérfræðinga ráðuneytisins. Ýmsir þingmenn hafa lagt það til við Sigríði að hún sjái sóma sinn í að segja af sér vegna málsins. Leikur vafi á um hvort réttaróvissa ríki í kjölfar þessa, að dómar Landsréttar geti ekki talist löglegir þegar Hæstiréttur hefur kveðið úr um að skipan dómara við réttinn er ekki lögmæt.Þversagnir hinna íslensku stjórnmála Stundin greinir niðurstöður skoðanakönnunarinnar að teknu tilliti til stuðnings við stjórnmálaflokka. Þannig kemur fram að 92,4 prósent kjósenda Vinstri grænna telja að Sigríði beri að víkja sem er athyglisvert meðal annars í ljósi þess að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur gefið það út að Landsréttarmálið sé ekki þess eðlis að Sigríði beri að víkja, ekki sé hefð fyrir því.Sem kunnugt er sáu langflestir kjósendur Vg í aðdraganda alþingiskosninga það sem lakastan kost að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Sú varð þó raunin og það er svo ein af þversögnum íslenskra stjórnmála að stuðningsmenn Vinstri grænna virðast afar sáttir við stjórnarsamstarfið, sé litið til þess að flokkurinn hefur aldrei verið stærri.Konur harðari á því að Sigríður fari en karlar Samkvæmt könnuninni eru konur líklegri en karlar til að vilja Sigríður burtu, alls 76,9 prósent kvenna á móti 68,3 prósentum karla. „Fólk á aldrinum 30 til 39 ára er líklegast til þess að vilja að hún segi af sér en 78,1 prósent fólk á því aldursbili segja að Sigríður eigi að segja af sér ráðherradómi. Þeir sem eru 60 ára og eldri eru hins vegar líklegastir til þess að vilja að hún sitji áfram sem dómsmálaráðherra en 34,1 prósent aðspurðra í þeim aldurshópi vilja að hún sitji áfram, en 65,9 prósent vilja að hún segi af sér,“ segir í Stundinni. Kjósendur allra flokka eru á því að Sigríði beri að víkja, fyrir utan Sjálfstæðisflokksfólk. 77 prósent þeirra vilja að Sigríður sitji og svo stuðningsmenn Miðflokksins; 56 prósent þeirra telja Sigríði sætt.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Telur einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram á dómsmálaráðherra Fundur í stjórnskipunar-ogeftirlitsnefnd verður í hádeginu og en næstu skref verða ákveðin í Landsréttarmálinu. 6. febrúar 2018 12:13 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Telur einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram á dómsmálaráðherra Fundur í stjórnskipunar-ogeftirlitsnefnd verður í hádeginu og en næstu skref verða ákveðin í Landsréttarmálinu. 6. febrúar 2018 12:13