Innlent

Unnið að opnun neyslurýmis

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Það styttist í opnun neyslurýmisins.
Það styttist í opnun neyslurýmisins.
Velferðarráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa hafið vinnu við opnun neyslurýmis fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Með tilkomu neyslurýmisins verður einstaklingum sem sprauta sig í æð tryggður aðgangur að hreinum sprautum, nálaskiptum og gjaldfrjálsri grunnheilbrigðisþjónustu. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata.

„Ég hef rætt við borgarstjóra út af þessu máli og það eru í gangi samskipti milli ráðuneytisins og borgarinnar um þetta. Ég býst við því að þess sé ekki langt að bíða að þetta úrræði verði til,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

Í svarinu kemur einnig fram að ráðherrann telji það samræmast illa hugmyndum um skaðaminnkun að það varði fangelsisrefsingu að vera fíkniefnaneytandi. Ráðherra stefnir að því að unnið verði áhættumat um reynslu annarra þjóða af afnámi refsinga við vörslu á neysluskömmtum. Niðurstöður áhættumatsins munu hafa áhrif á hvaða breytingar á lögum verða að veruleika.




Tengdar fréttir

Vilja samstarf við heilbrigðisyfirvöld um opnun neyslurýma

Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin muni líklega fylgja öðrum borgum á Norðurlöndunum og styðja við opnun neyslurýma til að bæta þjónustu við þá jaðarsettu einstaklinga sem neyta vímuefna um æð. Borgin vilji skoða slíkt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld.

Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík

Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×