„Á ekki bara að setja þetta í beina kosningu?“ Alexandra Briem skrifar 25. október 2018 16:36 Þetta er algeng spurning, en ef ekkert skýrt ferli er til staðar fyrir íbúa til að afla upplýsinga um verkefni sem í gangi eru eða knýja fram kosningar með lýðræðislegum aðferðum áður en verkefni hafa náð vissum punkti, þá þjóna beinar kosningar þeim eina tilgangi að vera popúlískt verkfæri í kistu þeirra sem vilja ekki sætta sig við niðurstöður fyrri lýðræðislegri ferla. Þess heldur, ef ekki er til staðar tiltekinn rammi utan um það hvenær verk megi stöðva með kosningu og hvenær það sé orðið of seint, býr það til mjög mikla áhættu og óvissu í allri áætlanagerð og getur ekki talist til góðrar stjórnsýslu. Beint lýðræði og íbúalýðræði snúast einmitt ekki bara um að setja hluti í beina kosningu. Þvert á móti getur það verið beinlínis skaðlegt lýðræði og góðum stjórnarháttum að setja mál í beina kosningu í hvert skipti sem einhverjum dettur í hug að kalla eftir því. Sérstaklega ef það er eftir hentisemi kjörinn fulltrúa í þau skipti sem þeir telja það góða leið til að afla stuðnings við verkefni sem þeim sjálfum hugnast, eða tækifærissinnuð leið til að stöðva áætlanir sem þeir eru á móti. Sú aðferð býður heim mikilli hættu á að pólitískar upphrópanir og gögn valin af hentisemi komi í stað upplýstrar umræðu í aðdraganda slíkrar kosningar. Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að setja Borgarlínu í beina kosningu undir yfirskyni aukins íbúalýðræðis, sem er til afgreiðslu á fundi Borgarráðs þessa vikuna, er dæmi um þetta. Óhætt er að segja að borgarstjórnarflokkur Pírata, og raunar allur núverandi meirihluti í borgarstjórn, leggi mikla áherslu á bæði íbúalýðræði og ábyrga stjórnsýslu. Raunverulegt beint íbúalýðræði er stærra verkefni en tilviljanakenndar beinar kosningar um einstaka mál. Það þarf að vera ofið inn í öll stig undirbúnings og ákvarðanatöku. Það fæst með reglulegri góðri og upplýsingagjöf, virkri þátttöku íbúa á öllum stigum og möguleikum á inngripum og kröfu um íbúakosningu eftir skýrum lýðræðislega skilgreindum leiðum, á ákveðnum tímum ferlisins, í kjölfar upplýstrar umræðu um málefnið. Borgarlínuáætlunin er yfirgripsmikil stefna um framtíðarskipulag borgarinnar. Hún er afrakstur margra ára vinnu sérfræðinga, með aðkomu íbúafunda og kjörinna fulltrúa í mörgum sveitarfélögum. Hún er afleiðing samtals við íbúa um hugmyndir þeirra um þéttingu byggðar, ferðamáta framtíðarinnar, borgarumhverfið og loftslagsmál. Þær áherslur voru lagðar til grundvallar að sviðsmyndagerð þar sem næst tók við mikil greiningarvinna á umferðarmynstri og væntri fólksfjölgun á svæðinu til næstu áratuga. Sú niðurstaða var skýr. Þess utan hefur síðan verið unnin mikil skipulagsvinna og aðrar áætlanir á tengdum sviðum sem gera ráð fyrir Borgarlínu í einhverri mynd og myndi sú vinna glatast ef hætt væri við á þessum tímapunkti, ásamt þeirri samstöðu sem náðst hefur milli sveitarfélaga og ríkisins um þessa leið sem myndi þurfa að ná að nýju um aðra aðferð. Byrja þyrfti frá grunni að skipuleggja samgöngur á svæðinu og þá þyrfti meðvitað að sleppa þeirri leið sem er metin best af öllum sem að ferlinu komu. Að lokum má svo vel benda á að Borgarlínan nýtur mikils stuðnings borgarbúa í skoðanakönnunum og var þar að auki mikið í umræðunni fyrir kosningar og þeir flokkar sem mynda núverandi meirihluta gáfu allir skýr loforð um að úr henni myndi verða. Að mörgu leyti má lesa niðurstöðu síðustu borgarstjórnarkosninga á þann hátt að Borgarlínan hafi unnið. Ef einhvern tíma væri rétt að kalla eftir beinni kosningu um málefni, utan við skýrt lýðræðislegt ferli, væri það þegar um væri að ræða einstakt mál þar sem sterk rök lægju því til grundvallar að áætlun borgarstjórnar væri í mikilli andstöðu við vilja íbúa. Borgarlína er ekki slíkt mál. Hún var lýðræðislega unnin áætlun sem nýtur víðtæks almenns stuðnings og flokkarnir sem mynda meirihlutann hafa skýrt lýðræðislegt umboð, raunar lýðræðislega skyldu, til að fylgja því eftir.Höfundur er varaborgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þetta er algeng spurning, en ef ekkert skýrt ferli er til staðar fyrir íbúa til að afla upplýsinga um verkefni sem í gangi eru eða knýja fram kosningar með lýðræðislegum aðferðum áður en verkefni hafa náð vissum punkti, þá þjóna beinar kosningar þeim eina tilgangi að vera popúlískt verkfæri í kistu þeirra sem vilja ekki sætta sig við niðurstöður fyrri lýðræðislegri ferla. Þess heldur, ef ekki er til staðar tiltekinn rammi utan um það hvenær verk megi stöðva með kosningu og hvenær það sé orðið of seint, býr það til mjög mikla áhættu og óvissu í allri áætlanagerð og getur ekki talist til góðrar stjórnsýslu. Beint lýðræði og íbúalýðræði snúast einmitt ekki bara um að setja hluti í beina kosningu. Þvert á móti getur það verið beinlínis skaðlegt lýðræði og góðum stjórnarháttum að setja mál í beina kosningu í hvert skipti sem einhverjum dettur í hug að kalla eftir því. Sérstaklega ef það er eftir hentisemi kjörinn fulltrúa í þau skipti sem þeir telja það góða leið til að afla stuðnings við verkefni sem þeim sjálfum hugnast, eða tækifærissinnuð leið til að stöðva áætlanir sem þeir eru á móti. Sú aðferð býður heim mikilli hættu á að pólitískar upphrópanir og gögn valin af hentisemi komi í stað upplýstrar umræðu í aðdraganda slíkrar kosningar. Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að setja Borgarlínu í beina kosningu undir yfirskyni aukins íbúalýðræðis, sem er til afgreiðslu á fundi Borgarráðs þessa vikuna, er dæmi um þetta. Óhætt er að segja að borgarstjórnarflokkur Pírata, og raunar allur núverandi meirihluti í borgarstjórn, leggi mikla áherslu á bæði íbúalýðræði og ábyrga stjórnsýslu. Raunverulegt beint íbúalýðræði er stærra verkefni en tilviljanakenndar beinar kosningar um einstaka mál. Það þarf að vera ofið inn í öll stig undirbúnings og ákvarðanatöku. Það fæst með reglulegri góðri og upplýsingagjöf, virkri þátttöku íbúa á öllum stigum og möguleikum á inngripum og kröfu um íbúakosningu eftir skýrum lýðræðislega skilgreindum leiðum, á ákveðnum tímum ferlisins, í kjölfar upplýstrar umræðu um málefnið. Borgarlínuáætlunin er yfirgripsmikil stefna um framtíðarskipulag borgarinnar. Hún er afrakstur margra ára vinnu sérfræðinga, með aðkomu íbúafunda og kjörinna fulltrúa í mörgum sveitarfélögum. Hún er afleiðing samtals við íbúa um hugmyndir þeirra um þéttingu byggðar, ferðamáta framtíðarinnar, borgarumhverfið og loftslagsmál. Þær áherslur voru lagðar til grundvallar að sviðsmyndagerð þar sem næst tók við mikil greiningarvinna á umferðarmynstri og væntri fólksfjölgun á svæðinu til næstu áratuga. Sú niðurstaða var skýr. Þess utan hefur síðan verið unnin mikil skipulagsvinna og aðrar áætlanir á tengdum sviðum sem gera ráð fyrir Borgarlínu í einhverri mynd og myndi sú vinna glatast ef hætt væri við á þessum tímapunkti, ásamt þeirri samstöðu sem náðst hefur milli sveitarfélaga og ríkisins um þessa leið sem myndi þurfa að ná að nýju um aðra aðferð. Byrja þyrfti frá grunni að skipuleggja samgöngur á svæðinu og þá þyrfti meðvitað að sleppa þeirri leið sem er metin best af öllum sem að ferlinu komu. Að lokum má svo vel benda á að Borgarlínan nýtur mikils stuðnings borgarbúa í skoðanakönnunum og var þar að auki mikið í umræðunni fyrir kosningar og þeir flokkar sem mynda núverandi meirihluta gáfu allir skýr loforð um að úr henni myndi verða. Að mörgu leyti má lesa niðurstöðu síðustu borgarstjórnarkosninga á þann hátt að Borgarlínan hafi unnið. Ef einhvern tíma væri rétt að kalla eftir beinni kosningu um málefni, utan við skýrt lýðræðislegt ferli, væri það þegar um væri að ræða einstakt mál þar sem sterk rök lægju því til grundvallar að áætlun borgarstjórnar væri í mikilli andstöðu við vilja íbúa. Borgarlína er ekki slíkt mál. Hún var lýðræðislega unnin áætlun sem nýtur víðtæks almenns stuðnings og flokkarnir sem mynda meirihlutann hafa skýrt lýðræðislegt umboð, raunar lýðræðislega skyldu, til að fylgja því eftir.Höfundur er varaborgarfulltrúi Pírata.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun