Fótbolti

Mörkin sem hentu Barcelona úr Meistaradeildinni og allur hasarinn á Etihad

Anton Ingi Leifsson skrifar
Roma gerði sér lítið fyrir og sló Barcelona úr keppni í Meistaradeild Evrópu með að snúa við 4-1 tapi á útivelli í síðustu viku í 3-0 sigur á heimavelli í kvöld. Roma fer því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Edin Dzeko kom Roma á bragðið í fyrri hálfleik og þeir fylgdu því eftir með tveimur mörkum í síðari hálfleik. Markið sem skaut Roma áfram kom átta mínútum fyrir leikslok en stemningin var rosaleg á Ólympíuleikvanginum í kvöld.

Á Etihad vann Liverpool 2-1 sigur á Man. City og samanlagt 5-1 en Liverpool lagði grunninn að því með 3-0 sigri í fyrri leiknum. City komst þó yfir snemma leiks og skoraði löglegt mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiks sem var dæmt af.

Við það sköpuðust mikil læti en Pep Guardiola var meðal annars sendur upp í stúku. Hann horfði á síðari hálfleikinn úr stúkunni en Liverpool skoraði tvö mörk í síðari hálfleik. Liverpool í undanúrslitin.

Mörkin úr leik Roma og Barcelona má sjá í sjónvarpsglugganum efst í fréttinni en mörkin úr leik Liverpool og City má sjá hér neðar.


Tengdar fréttir

Roma sló út Barcelona með lygilegri endurkomu

Ein af lygilegri úrslitum síðari ára litu dagsins ljós á Ítalíu í kvöld er Roma vann upp þriggja marka forskot gegn Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×