Frakkar senda herlið til að hefta sókn Tyrkja í Sýrlandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. mars 2018 21:15 Emmanuel Macron er forseti Frakklands. vísir/getty Frakkar hyggjast senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. Tyrkir hafa undanfarna mánuði sótt hart að Kúrdum við landamæri Sýrlands og Tyrklands. Greint er frá þessu í frönskum miðlum í kvöld og er haft eftir talsmönnum Kúrda sem funduðu með Emmanuel Macron í París í dag að hann hafi heitið því að styðja við bakið á herliði Kúrda. Aðgerðir Tyrklandshers í Norður-Sýrlandi hafa einkum beinst að YPG, her Kúrda, en Tyrkir vilja meina að um sé að ræða hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda. Hafa aðgerðir Tyrkja beinst að Afrin-héraði Sýrlands, þar sem talið er að Haukur Hilmarsson hafi látist, en hann barðist með hersveitum YPG gegn Tyrkjum.Tyrkir verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara í sókn sinni í norður-Sýrlandi. Alls hafa tugir þúsunda almennra borgara hafa flúið undan hernum.Hér má hersveitir Tyrkja fagna framgangi sínum í Afrin-héraði í Sýrlandi.Vísir/EPATrump segir að Bandaríkjaher fari frá Sýrlandi „innan tíðar“ Um tvær vikur eru síðan Tyrkir hertóku borgina Afrin og er herinn nú sagður ætla að snúa að sér að borginni Manbij. Þar eru hins vegar bandarískir hermenn og greinir franska dagblaðið Le Parisien frá því að Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafi ákveðið að senda franskar sérsveitir til Manbij, til þess að stöðva sókn Tyrkja.Í frétt Le Figaro segir að frönsku hermennirnir muni aðstoða herlið Bandaríkjanna í Manbij. Segir einnig að sendiherra Frakka í Tyrklandi hafi verið falið að greina Erdogan, forseta Tyrklands, frá ákvörðun Frakklandsforseta. Macron fundaði í dag með fulltrúum Kúrda en hann hefur verið harðlega gagnrýndur heima fyrir vegna skorts á viðbrögðum við sókn Tyrkja inn í norður-Sýrland, en Frakkar hafa stutt YPG í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS.Í frétt Reuters segir að Macron og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi ræðst við í síma í gær. Í yfirlýsingu frá Macron segir að forsetarnir tveir hafi sammælst um að baráttan gegn ISIS væri mikilvægasta verkefnið í Sýrlandi og ekki mætti gera neitt sem raskaði þeirri baráttu. Þetta virðist þó ekki ríma við orð Trump á fjöldafundi í Ohio í dag þar sem hann lýsti því yfir að Bandaríkinn myndu draga herlið sitt til baka frá Sýrlandi „innan tíðar“. Sýrland Tengdar fréttir Tyrkir hafa hertekið Afrin-borg Hersveitir Tyrkja hafa hertekið borgina Afrin í Sýrlandi, segir Erdogan Tyrkalandsforseti. 18. mars 2018 09:48 Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda í Norður-Sýrlandi Píratar hvetja ríkisstjórnina til að taka undir fordæminguna. 22. mars 2018 19:23 Grísk samtök birta myndband af Hauki Hilmarssyni Gríski anarkistahópurinn RUIS hefur birt myndband af Hauki Hilmarssyni, sem talinn er hafa fallið í átökum í Afrin-héraði í Sýrlandi í lok febrúar. 29. mars 2018 16:04 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Frakkar hyggjast senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. Tyrkir hafa undanfarna mánuði sótt hart að Kúrdum við landamæri Sýrlands og Tyrklands. Greint er frá þessu í frönskum miðlum í kvöld og er haft eftir talsmönnum Kúrda sem funduðu með Emmanuel Macron í París í dag að hann hafi heitið því að styðja við bakið á herliði Kúrda. Aðgerðir Tyrklandshers í Norður-Sýrlandi hafa einkum beinst að YPG, her Kúrda, en Tyrkir vilja meina að um sé að ræða hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda. Hafa aðgerðir Tyrkja beinst að Afrin-héraði Sýrlands, þar sem talið er að Haukur Hilmarsson hafi látist, en hann barðist með hersveitum YPG gegn Tyrkjum.Tyrkir verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara í sókn sinni í norður-Sýrlandi. Alls hafa tugir þúsunda almennra borgara hafa flúið undan hernum.Hér má hersveitir Tyrkja fagna framgangi sínum í Afrin-héraði í Sýrlandi.Vísir/EPATrump segir að Bandaríkjaher fari frá Sýrlandi „innan tíðar“ Um tvær vikur eru síðan Tyrkir hertóku borgina Afrin og er herinn nú sagður ætla að snúa að sér að borginni Manbij. Þar eru hins vegar bandarískir hermenn og greinir franska dagblaðið Le Parisien frá því að Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafi ákveðið að senda franskar sérsveitir til Manbij, til þess að stöðva sókn Tyrkja.Í frétt Le Figaro segir að frönsku hermennirnir muni aðstoða herlið Bandaríkjanna í Manbij. Segir einnig að sendiherra Frakka í Tyrklandi hafi verið falið að greina Erdogan, forseta Tyrklands, frá ákvörðun Frakklandsforseta. Macron fundaði í dag með fulltrúum Kúrda en hann hefur verið harðlega gagnrýndur heima fyrir vegna skorts á viðbrögðum við sókn Tyrkja inn í norður-Sýrland, en Frakkar hafa stutt YPG í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS.Í frétt Reuters segir að Macron og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi ræðst við í síma í gær. Í yfirlýsingu frá Macron segir að forsetarnir tveir hafi sammælst um að baráttan gegn ISIS væri mikilvægasta verkefnið í Sýrlandi og ekki mætti gera neitt sem raskaði þeirri baráttu. Þetta virðist þó ekki ríma við orð Trump á fjöldafundi í Ohio í dag þar sem hann lýsti því yfir að Bandaríkinn myndu draga herlið sitt til baka frá Sýrlandi „innan tíðar“.
Sýrland Tengdar fréttir Tyrkir hafa hertekið Afrin-borg Hersveitir Tyrkja hafa hertekið borgina Afrin í Sýrlandi, segir Erdogan Tyrkalandsforseti. 18. mars 2018 09:48 Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda í Norður-Sýrlandi Píratar hvetja ríkisstjórnina til að taka undir fordæminguna. 22. mars 2018 19:23 Grísk samtök birta myndband af Hauki Hilmarssyni Gríski anarkistahópurinn RUIS hefur birt myndband af Hauki Hilmarssyni, sem talinn er hafa fallið í átökum í Afrin-héraði í Sýrlandi í lok febrúar. 29. mars 2018 16:04 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Tyrkir hafa hertekið Afrin-borg Hersveitir Tyrkja hafa hertekið borgina Afrin í Sýrlandi, segir Erdogan Tyrkalandsforseti. 18. mars 2018 09:48
Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda í Norður-Sýrlandi Píratar hvetja ríkisstjórnina til að taka undir fordæminguna. 22. mars 2018 19:23
Grísk samtök birta myndband af Hauki Hilmarssyni Gríski anarkistahópurinn RUIS hefur birt myndband af Hauki Hilmarssyni, sem talinn er hafa fallið í átökum í Afrin-héraði í Sýrlandi í lok febrúar. 29. mars 2018 16:04