Á áttunda tímanum í morgun barst lögreglu tilkynning um karlmann í hverfi 105 þar sem hann reyndi að stela reiðhjólum. Maðurinn lét sig hverfa af vettvangi og fannst ekki þrátt fyrir leit, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Önnur verkefni lögreglu í morgun sneru annars vegar að innbroti og þjófnað úr bifreið í miðborginni, sem ekki fengust frekari upplýsingar um, og hins vegar að fólki í annarlegu ástandi fyrir utan fjölbýlishús í Breiðholti.
Í síðarnefnda málinu fór lögregla á vettvang og ræddi við parið, sem sagðist vera á heimleið. Fólkið hélt sína leið enda ekki ástæða til frekari aðgerða af hálfu lögreglu, að því er segir í tilkynningu. Bæði málin voru tilkynnt til lögreglu á áttunda tímanum í morgun.
Reiðhjólaþjófur fannst ekki þrátt fyrir leit
Kristín Ólafsdóttir skrifar
