Birkir í baráttunni við Steven N'Zonzi í kvöld.Getty
Ísland komst yfir gegn heimsmeisturum Frakka í vináttulandsleik þjóðanna í Guingamp í kvöld. Markið skoraði Birkir Bjarnason á 30. mínútu leiksins og var það glæsilegt.
Alfreð Finnbogason fór illa með Presnel Kimpembe upp við hornfána, sendi boltann í átt að d-boganum þar sem Birkir mætti á hlaupinu og þrumaði boltanum niðri með jörðu á markið. Boltinn fór undir Hugo Lloris og í netið, Ísland komið yfir gegn heimsmeisturunum.
Markið má sjá hér að neðan, það var eina mark fyrri hálfleiksins, Ísland 0-1 yfir í leikhléi. Beina textalýsingu má finna í fréttinni hér fyrir neðan.
Staðan í hálfleik var 1-0, Íslandi í vil, að loknum fyrri hálfleik. Strákarnir okkar spiluðu frábærlega og gáfu svo ekkert eftir í upphafi þess síðari. Ísland uppskar svo mark á 58. mínútu er Kári Árnason skoraði með föstum skalla eftir hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar.
Markið hans Kára má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Frakkar náðu svo að jafna metin með tveimur mörkin í lokin. Fyrra markið var sjálfsmark Hólmars Arnar Eyjólfssonar eftir góðan undirbúning Kylian Mbappe, sem skoraði svo sjálfur síðara mark Frakklands eftir að vítaspyrna var dæmt á Kolbein Sigþórsson.