Gert við Fjordvik í Keflavík Sighvatur Jónsson skrifar 10. nóvember 2018 12:20 Fjordvik komið að bryggju í Keflavíkurhöfn í gærkvöldi. Vísir/Víkurfréttir Gert verður við sementsflutningaskipið Fjordvik í Keflavíkurhöfn, þangað sem skipið var dregið í gær, áður en það verður dregið til frekari viðgerða i þurrkví í Hafnarfirði. Vika er liðin frá því að Fjordvik strandaði við utanverðan hafnargarðinn í Helguvík. Eftir fund sem starfsmenn Reykjaneshafnar áttu í gær með erlenda björgunarteyminu sem unnið hefur að björgun skipsins var hafist handa við að losa það af strandstað síðdegis í gær. Háflóð var um klukkan hálfátta en aðgerðir hófust rúmum tveimur tímum fyrr.Við upphaf aðgerða í gær hallaði Fjordvik bakborðsmegin.Vísir/VíkurfréttirSjó dælt úr skipinu Byrjað var á því að dæla lofti í lestar skipsins til að losa sjó þaðan. Tryggja þurfti stöðugleika skipsins þar sem taka þurfti tillit til skemmda þess og farms en komið hefur fram að 1600 tonn af sementi eru um borð. Sjór hefur komist í lestar skipsins og myndað harða skel í efsta lagi farmsins. Þegar menn brutu sig í gegnum þá skel í gær kom í ljós að undir henni er þurrt sement.Fjordvik losað af strandstað við Helguvík í gær.Vísir/VíkurfréttirAðgerðir gengu vel Fljótlega báru aðgerðirnar árangur og skipið reis rólega en það hafði hallað áberandi mikið á bakborða eftir nokkurra daga legu í utanverðum grjótgarði hafnarinnar. Þegar jafnvægi var náð var Fjordvik losað af strandstað rétt eftir klukkan sjö í gærkvöldi. Tveir dráttarbátar Faxaflóahafna, Jötunn og Magni, voru notaðir til að draga Fjordvik inn í Keflavíkurhöfn á hægum hraða en skipið kom þangað um klukkan níu.Þrír hafnsögubátar voru notaðir við björgunaraðgerðir í gær.Vísir/VíkurfréttirDregið til Hafnarfjarðar Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, segir að mikið kapp hafi verið lagt á að losa Fjordvik af strandstað í gær þar sem spáð er versnandi veðri. „Og það er bara ekki gott ef skipið berst svona utan í grjótgarðinn eins og það gerði þarna. Þannig ef við hefðum ekki náð því núna hefði það verið verra farið á sunnudaginn.“ Fjordvik er skemmt aftarlega á bakborða skipsins. Haft er eftir köfurum sem skoðuðu skipið að bæði skrúfu og stýri þess vanti. „Næsta skref er að reyna að þétta skipið hérna við kantinn til þess að geta dregið það lengra. Hugmyndirnar sem uppi eru er að fara með það inní Hafnarfjarðarhöfn. Þar er þurrkví sem hægt er að setja skipið í og vinna þá betur að því og loka öllum opum þannig að hægt sé að fara með það yfir hafið. Hvar það endar veit ég ekki en það er annarra að ákveða það,“ sagði Halldór Karl Hermannsson. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Sjá meira
Gert verður við sementsflutningaskipið Fjordvik í Keflavíkurhöfn, þangað sem skipið var dregið í gær, áður en það verður dregið til frekari viðgerða i þurrkví í Hafnarfirði. Vika er liðin frá því að Fjordvik strandaði við utanverðan hafnargarðinn í Helguvík. Eftir fund sem starfsmenn Reykjaneshafnar áttu í gær með erlenda björgunarteyminu sem unnið hefur að björgun skipsins var hafist handa við að losa það af strandstað síðdegis í gær. Háflóð var um klukkan hálfátta en aðgerðir hófust rúmum tveimur tímum fyrr.Við upphaf aðgerða í gær hallaði Fjordvik bakborðsmegin.Vísir/VíkurfréttirSjó dælt úr skipinu Byrjað var á því að dæla lofti í lestar skipsins til að losa sjó þaðan. Tryggja þurfti stöðugleika skipsins þar sem taka þurfti tillit til skemmda þess og farms en komið hefur fram að 1600 tonn af sementi eru um borð. Sjór hefur komist í lestar skipsins og myndað harða skel í efsta lagi farmsins. Þegar menn brutu sig í gegnum þá skel í gær kom í ljós að undir henni er þurrt sement.Fjordvik losað af strandstað við Helguvík í gær.Vísir/VíkurfréttirAðgerðir gengu vel Fljótlega báru aðgerðirnar árangur og skipið reis rólega en það hafði hallað áberandi mikið á bakborða eftir nokkurra daga legu í utanverðum grjótgarði hafnarinnar. Þegar jafnvægi var náð var Fjordvik losað af strandstað rétt eftir klukkan sjö í gærkvöldi. Tveir dráttarbátar Faxaflóahafna, Jötunn og Magni, voru notaðir til að draga Fjordvik inn í Keflavíkurhöfn á hægum hraða en skipið kom þangað um klukkan níu.Þrír hafnsögubátar voru notaðir við björgunaraðgerðir í gær.Vísir/VíkurfréttirDregið til Hafnarfjarðar Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, segir að mikið kapp hafi verið lagt á að losa Fjordvik af strandstað í gær þar sem spáð er versnandi veðri. „Og það er bara ekki gott ef skipið berst svona utan í grjótgarðinn eins og það gerði þarna. Þannig ef við hefðum ekki náð því núna hefði það verið verra farið á sunnudaginn.“ Fjordvik er skemmt aftarlega á bakborða skipsins. Haft er eftir köfurum sem skoðuðu skipið að bæði skrúfu og stýri þess vanti. „Næsta skref er að reyna að þétta skipið hérna við kantinn til þess að geta dregið það lengra. Hugmyndirnar sem uppi eru er að fara með það inní Hafnarfjarðarhöfn. Þar er þurrkví sem hægt er að setja skipið í og vinna þá betur að því og loka öllum opum þannig að hægt sé að fara með það yfir hafið. Hvar það endar veit ég ekki en það er annarra að ákveða það,“ sagði Halldór Karl Hermannsson.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Sjá meira