Færri mál bíða hjá kynferðisbrotadeild þrátt fyrir fleiri kærur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. desember 2018 22:00 Eftir skipulagsbreytingar sem gerðar voru fyrr á þessu ári hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa afköst aukist gríðarlega. Færri mál bíði afgreiðslu þrátt fyrir að fleiri kærur. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var harðlega gagnrýnd í upphafi árs eftir að upp komst um mistök sem urðu við rannsókn máls starfsmanns barnarverndar Reykjavíkur, sem hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Á þeim tíma var búið að vera gríðarlegt álag á deildinni, meðal annars vegna málafjölda og lélegrar mönnunar sem leiddi til þess að rannsókn mála dróst á langinn. Í mars ákvað ríkisstjórnin að verja meiri peningum til að efla málsmeðferð kynferðisbrota og fékk deildin fjóra starfsmenn til viðbótar í apríl. Auk starfsmanns í þjónustudeild og á ákærusvið. Theódór Kristjánsson, tók við sem nýr yfirmaður í mars, og hefur markvisst verið unnið að skipulagsbreytingum síðan. Hann segir fjáraukninguna hafa skilað sér í mun öflugri deild. „Fram til fyrsta apríl þá náðum við að rannsaka sex af hverjum tíu málum sem komu til okkar en eftir 1. apríl og til dagsins í dag þá náum við að rannsaka tólf mál ef þau koma til okkar tíu eða tveimur fleiri málum,“ segir Theodór. Þannig sé deildin að ná að vinna á bunkanum og klára eldri mál. Theódór segir að kærum vegna kynferðisbrota hafi fjölgað mikið. Fyrstu ellefu mánuðina árið 2016 voru þær 240 og 285 í fyrra. „Og við erum með núna 35 prósent meira af kærum til okkar heldur en að meðaltali síðustu þriggja ára og komnar 354 í ár.“ Samkvæmt þessu kemur að meðaltali ein kæra á dag á borð deildarinnar. Eins og staðan er í dag eru 145 mál sem liggja á borði deildarinnar og er það talsvert betri staða en síðustu ár. „Auðvitað væri best ef það væru engin mál. En þau taka tíma. Við þurfum að fá gögn, við þurfum að taka við kæru við þurfum að yfirheyra sakborninga. Allt tekur þetta tíma.“ Nú klárar deildin að rannsaka um þrjátíu mál á mánuði og tekur að meðaltali fjóra mánuði í að klára mál. Ef engar breytingar hefðu orðið væri ástandið allt annað. „Ef við hefðum haldið áfram á sömu braut þá væru 303 mál í deildinni í staðinn fyrir 145 sem við erum býsna ánægð með.“ Þá er verið að skoða það að breyta verkferlum í kringum tilkynningar um kynferðisafbrot til almennings. Lögreglumál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Eftir skipulagsbreytingar sem gerðar voru fyrr á þessu ári hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa afköst aukist gríðarlega. Færri mál bíði afgreiðslu þrátt fyrir að fleiri kærur. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var harðlega gagnrýnd í upphafi árs eftir að upp komst um mistök sem urðu við rannsókn máls starfsmanns barnarverndar Reykjavíkur, sem hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Á þeim tíma var búið að vera gríðarlegt álag á deildinni, meðal annars vegna málafjölda og lélegrar mönnunar sem leiddi til þess að rannsókn mála dróst á langinn. Í mars ákvað ríkisstjórnin að verja meiri peningum til að efla málsmeðferð kynferðisbrota og fékk deildin fjóra starfsmenn til viðbótar í apríl. Auk starfsmanns í þjónustudeild og á ákærusvið. Theódór Kristjánsson, tók við sem nýr yfirmaður í mars, og hefur markvisst verið unnið að skipulagsbreytingum síðan. Hann segir fjáraukninguna hafa skilað sér í mun öflugri deild. „Fram til fyrsta apríl þá náðum við að rannsaka sex af hverjum tíu málum sem komu til okkar en eftir 1. apríl og til dagsins í dag þá náum við að rannsaka tólf mál ef þau koma til okkar tíu eða tveimur fleiri málum,“ segir Theodór. Þannig sé deildin að ná að vinna á bunkanum og klára eldri mál. Theódór segir að kærum vegna kynferðisbrota hafi fjölgað mikið. Fyrstu ellefu mánuðina árið 2016 voru þær 240 og 285 í fyrra. „Og við erum með núna 35 prósent meira af kærum til okkar heldur en að meðaltali síðustu þriggja ára og komnar 354 í ár.“ Samkvæmt þessu kemur að meðaltali ein kæra á dag á borð deildarinnar. Eins og staðan er í dag eru 145 mál sem liggja á borði deildarinnar og er það talsvert betri staða en síðustu ár. „Auðvitað væri best ef það væru engin mál. En þau taka tíma. Við þurfum að fá gögn, við þurfum að taka við kæru við þurfum að yfirheyra sakborninga. Allt tekur þetta tíma.“ Nú klárar deildin að rannsaka um þrjátíu mál á mánuði og tekur að meðaltali fjóra mánuði í að klára mál. Ef engar breytingar hefðu orðið væri ástandið allt annað. „Ef við hefðum haldið áfram á sömu braut þá væru 303 mál í deildinni í staðinn fyrir 145 sem við erum býsna ánægð með.“ Þá er verið að skoða það að breyta verkferlum í kringum tilkynningar um kynferðisafbrot til almennings.
Lögreglumál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira