Chelsea fer í gegnum L-riðill Evrópudeildarinnar án þess að tapa eftir að enska liðið gerði 2-2 jafnefli við Vidi á útivelli í kvöld.
Willian kom Chelsea yfir eftir hálftíma leik en tveimur mínútum síðar jafnaði Ethan Ampadu metin fyrir Vidi með sjálfsmarki. 1-1 í hálfleik.
Heimamenn komust yfir á 56. mínútu með marki Loic Nego en franski framherjinn Oliver Giroud tryggði Chelsea stig með marki stundarfjórðungi fyrir leikslok.
Chelsea endar riðilinn með fimm sigra og eitt jafntefli og endar því á toppi riðilsins með sextán stig. Bate fylgir þeim áfram eftir 3-1 sigur á PAOK í hinum leik riðilsins.
Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö eru komnir í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir frækinn 1-0 sigur á Besiktas í I-riðlinum.
Eina mark leiksins skoraði Svíinn Marcus Antonsson í upphafi síðari hálfleiks en Arnór Ingvi var tekinn af velli stundarfjórðungi fyrir leikslok.
Jón Guðni Fjóluson var í vörn Krasnodar sem tapaði 3-0 fyrir Sevilla á útivelli. Wissam Ben Yedder gerði tvö mörk og Ever Banega eitt. Krasnodar og Sevilla fara áfram eftir að Standard og Akhisarspor gerðu markalaust jafntefli í hinum leik riðilsins.
Lærisveinar Steven Gerrard eru úr leik eftir 1-0 tap gegn Rapid Wien á útivelli í úrslitaleik um sæti í 32-liða úrslitunum. Sigurmarkið kom sex mínútum fyrir leikslok og Rangers úr leik.
Öll úrslit kvöldsins:
G-riðill:
Rapid Vín - Rangers 1-0
Villareal - Spartak Moskva 2-0
H-riðill:
Lazio - Eintrach Frankfurt 1-2
Marseille - Apollon Limassol 1-3
I-riðill:
Besiktas - Malmö 0-1
Genk - Sarpsborg 4-0
J-riðill:
Akhisarspor - Standard Liege 0-0
Sevilla - Krasnodar 3-0
K-riðill:
Dynamo Kyiv - Jablonec 0-1
Rennes - Astana 2-0
L-riðill:
PAOK - Bate 1-3
Vidi - Chelsea 2-2
Chelsea endaði á jafntefli │Arnór Ingvi og félagar áfram eftir frækinn sigur í Tyrklandi
