Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo menn á hóteli í hverfi 105 skömmu eftir miðnætti í gær. Mennirnir tóku báðir upp hníf og áreittu starfsfólk en um var að ræða tvö mismunandi atvik. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Í dagbók lögreglu segir að tilkynnt hafi verið um annan manninn þar sem hann hafði ítrekað í hótunum við starfsfólk og var með hníf. Maðurinn var handtekinn og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Á sama tíma var starfsfólk hótelsins að vísa öðrum manni út af hótelinu. Sá var ölvaður og mun hafa verið að áreita starfsfólk. Þegar manninum hafði verið vísað út dró hann hníf úr vasa sínum. Maðurinn var handtekinn og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Tveir menn með hnífa áreittu hótelstarfsmenn
Kristín Ólafsdóttir skrifar

Mest lesið

Barn á öðru aldursári lést
Innlent





Bíll valt og endaði á hvolfi
Innlent




Þrjú banaslys á fjórum dögum
Innlent