Ritstjórinn og skáldið slást um tímann Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. desember 2018 08:45 "Verkefnið skiptist í tvo efnisþætti, heim ritstjórans og heim skáldsins,“ segir Erlendur. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Það á að frumsýna hina dularfullu mynd Þvert á tímann sem enginn hefur heyrt talað um en tökur hófust á fyrir átján árum,“ segir Erlendur Sveinsson kvikmyndagerðarmaður þegar hann er inntur eftir sögu myndar um Matthías Johannessen, sem frumsýnd verður í Háskólabíói á sunnudaginn klukkan 13.15. Hann segir um bræðralagsmynd þeirra Sigurðar Sverris að ræða og aðeins þessa einu sýningu. „Vinnslan hefur dregist á langinn. Hún hefur átt sína spretti en liðið fyrir vanfjármögnun. Við gerðum mynd um Thor Vilhjálmsson í millitíðinni,“ segir hann og heldur áfram: „Þvert á tímann er heimildarmynd en tekin eftir handriti og Matthías leikur sjálfan sig. Ég vona að hún sé óvenjuleg. Hún er um dag í lífi þessa manns, byrjar bara í draumi næturinnar, eldsnemma morguns og endar nánast undir miðnætti. Ritstjórinn og skáldið slást um tímann. Hugmyndin var að draga upp eins skörp skil og hægt væri milli þeirra tveggja þó svo heimar þeirra tvinnist saman. Myndin gengur samt nærri Matthíasi því við tökum inn hluti í lífi hans í lokin, þegar við brjótumst út úr þessum degi um aldamótin 2000 og skjótumst fram í tímann til 2012.“Hvernig er svo að mynda mann sem er alltaf að skrifa, ýmist Moggann eða ljóð? „Matthías er auðvitað ótrúlegur í andanum. Hann gaf út ljóðabók á árinu og það er ekkert venjulegt fyrir 88 ára gamlan mann. Ég skal segja þér að í þessari mynd er ekki eitt viðtal um Matthías. Mér finnst það vera áskorun okkar kvikmyndagerðarmanna að finna myndrænar leiðir og ekki boðlegt að vera með eintóm viðtöl og álitsgjafa. Það er bara fyrir útvarp.“ Erlendur kveðst þó eiga maraþonviðtal við Matthías á bandi en aðeins lítið brot af því sé notað. Það sé þó mikilvægt brot og notað í lokaatriði myndarinnar. Þar sem tökur hófust árið 2000 speglar myndin aldamótaárið, að sögn Erlendar. „Það er margt að gerast í þjóðfélaginu sem við heyrum um, einkavæðingin, Kaupþing að kaupa í sjálfu sér og alls konar hlutir sem koma við sögu,“ lýsir Erlendur. „Blaðamennirnir sem sjást eru flestir hættir og húsakynni Moggans allt önnur en nú. Þetta er mikið veröld sem var, en skáldið lifir áfram. Það er niðurstaða myndarinnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Það á að frumsýna hina dularfullu mynd Þvert á tímann sem enginn hefur heyrt talað um en tökur hófust á fyrir átján árum,“ segir Erlendur Sveinsson kvikmyndagerðarmaður þegar hann er inntur eftir sögu myndar um Matthías Johannessen, sem frumsýnd verður í Háskólabíói á sunnudaginn klukkan 13.15. Hann segir um bræðralagsmynd þeirra Sigurðar Sverris að ræða og aðeins þessa einu sýningu. „Vinnslan hefur dregist á langinn. Hún hefur átt sína spretti en liðið fyrir vanfjármögnun. Við gerðum mynd um Thor Vilhjálmsson í millitíðinni,“ segir hann og heldur áfram: „Þvert á tímann er heimildarmynd en tekin eftir handriti og Matthías leikur sjálfan sig. Ég vona að hún sé óvenjuleg. Hún er um dag í lífi þessa manns, byrjar bara í draumi næturinnar, eldsnemma morguns og endar nánast undir miðnætti. Ritstjórinn og skáldið slást um tímann. Hugmyndin var að draga upp eins skörp skil og hægt væri milli þeirra tveggja þó svo heimar þeirra tvinnist saman. Myndin gengur samt nærri Matthíasi því við tökum inn hluti í lífi hans í lokin, þegar við brjótumst út úr þessum degi um aldamótin 2000 og skjótumst fram í tímann til 2012.“Hvernig er svo að mynda mann sem er alltaf að skrifa, ýmist Moggann eða ljóð? „Matthías er auðvitað ótrúlegur í andanum. Hann gaf út ljóðabók á árinu og það er ekkert venjulegt fyrir 88 ára gamlan mann. Ég skal segja þér að í þessari mynd er ekki eitt viðtal um Matthías. Mér finnst það vera áskorun okkar kvikmyndagerðarmanna að finna myndrænar leiðir og ekki boðlegt að vera með eintóm viðtöl og álitsgjafa. Það er bara fyrir útvarp.“ Erlendur kveðst þó eiga maraþonviðtal við Matthías á bandi en aðeins lítið brot af því sé notað. Það sé þó mikilvægt brot og notað í lokaatriði myndarinnar. Þar sem tökur hófust árið 2000 speglar myndin aldamótaárið, að sögn Erlendar. „Það er margt að gerast í þjóðfélaginu sem við heyrum um, einkavæðingin, Kaupþing að kaupa í sjálfu sér og alls konar hlutir sem koma við sögu,“ lýsir Erlendur. „Blaðamennirnir sem sjást eru flestir hættir og húsakynni Moggans allt önnur en nú. Þetta er mikið veröld sem var, en skáldið lifir áfram. Það er niðurstaða myndarinnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira