Eyþór sagði fylgislækkun eina af ástæðum þess að Áslaug og Kjartan eru ekki á listanum Birgir Olgeirsson skrifar 24. febrúar 2018 14:14 Eyþór Arnalds í Víglínunni í dag. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sagði tvær ástæður fyrir því hvers vegna flokkurinn ákvað að fara þá leið að stilla upp á lista fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Eyþór var gestur í Víglínunni þar sem hann var spurður hvers vegna Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, hefðu ekki notið trausts flokksins til að taka sæti á listanum. Eyþór var á því því að bæði njóti þau trausts. Hann sagði að farið hefði verið í leiðtogaprófkjör þar sem hann fékk rúm 60 prósent atkvæða og Áslaug og Kjartan sitt fylgi. Ákveðið hefði verið fyrir nokkru síðan að stilla upp frambjóðendum. Hann sagðist ekki hafa komið ákvörðun um að stilla upp á lista en það hafi verið gert vegna þess að óánægja hafi verið innan flokksins með fylgislækkun Sjálfstæðisflokksins í borginni á síðustu 25 árum. Þá hafi verið mikil óánægja með síðasta prófkjör þar sem þrír karlar voru í efstu sætunum. Vildu menn tryggja jafnvægi á listanum þegar kemur að kyni, búsetu, aldri og öðru sem Eyþór telur að hafi tekist mjög vel. Áslaug Friðriksdóttir hafnaði í öðru sæti í leiðtogaprófkjörinu og hafði lýst yfir vilja til að taka það sæti á listanum. Hún sagði Eyþór hins vegar ekki hafa viljað það. Eyþór var spurður út í þessi orð Áslaugar og sagði hann að um svolitla rangtúlkun væri að ræða. Fimmtán manna kjörnefnd hefði komið að valinu og lagði hann að eigin sögn ekki upp eitt nafn þar inni. Hann hitti hins vegar kjörnefnd tvisvar þar sem hann lagði upp ákveðna sýn. Vildi Eyþór hafa breidd á listanum þar sem konur yrðu sterkar og hann yrði fjölbreyttur þegar kemur að búsetu og bakgrunni þannig að ekki yrði um einsleitan hóp að ræða. Eyþór sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa áður fyrr verið mjög breiðan flokk sem náði til allra stétta og hverfa í Reykjavík og vildi hann meina að það hafi tekist vel með þessum lista. Sagði hann kjörnefnd hafa haft um 150 nöfn til að velja úr þar sem fólk gat sent inn bréf og gefið þannig kost á sér. Sagði hann Valgerði Sigurðardóttur, sem skipar þriðja sæti á listanum, til að mynda hafa gert það. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Áslaug segir að leikreglunum hafi verið breytt Áslaug Friðriksdóttir segir vonbrigði að eiga ekki sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. 23. febrúar 2018 14:38 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Áslaug og Kjartan úti Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna samþykkti í gær drög að tillögu um lista fyrir kosningarnar. 20. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sagði tvær ástæður fyrir því hvers vegna flokkurinn ákvað að fara þá leið að stilla upp á lista fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Eyþór var gestur í Víglínunni þar sem hann var spurður hvers vegna Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, hefðu ekki notið trausts flokksins til að taka sæti á listanum. Eyþór var á því því að bæði njóti þau trausts. Hann sagði að farið hefði verið í leiðtogaprófkjör þar sem hann fékk rúm 60 prósent atkvæða og Áslaug og Kjartan sitt fylgi. Ákveðið hefði verið fyrir nokkru síðan að stilla upp frambjóðendum. Hann sagðist ekki hafa komið ákvörðun um að stilla upp á lista en það hafi verið gert vegna þess að óánægja hafi verið innan flokksins með fylgislækkun Sjálfstæðisflokksins í borginni á síðustu 25 árum. Þá hafi verið mikil óánægja með síðasta prófkjör þar sem þrír karlar voru í efstu sætunum. Vildu menn tryggja jafnvægi á listanum þegar kemur að kyni, búsetu, aldri og öðru sem Eyþór telur að hafi tekist mjög vel. Áslaug Friðriksdóttir hafnaði í öðru sæti í leiðtogaprófkjörinu og hafði lýst yfir vilja til að taka það sæti á listanum. Hún sagði Eyþór hins vegar ekki hafa viljað það. Eyþór var spurður út í þessi orð Áslaugar og sagði hann að um svolitla rangtúlkun væri að ræða. Fimmtán manna kjörnefnd hefði komið að valinu og lagði hann að eigin sögn ekki upp eitt nafn þar inni. Hann hitti hins vegar kjörnefnd tvisvar þar sem hann lagði upp ákveðna sýn. Vildi Eyþór hafa breidd á listanum þar sem konur yrðu sterkar og hann yrði fjölbreyttur þegar kemur að búsetu og bakgrunni þannig að ekki yrði um einsleitan hóp að ræða. Eyþór sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa áður fyrr verið mjög breiðan flokk sem náði til allra stétta og hverfa í Reykjavík og vildi hann meina að það hafi tekist vel með þessum lista. Sagði hann kjörnefnd hafa haft um 150 nöfn til að velja úr þar sem fólk gat sent inn bréf og gefið þannig kost á sér. Sagði hann Valgerði Sigurðardóttur, sem skipar þriðja sæti á listanum, til að mynda hafa gert það.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Áslaug segir að leikreglunum hafi verið breytt Áslaug Friðriksdóttir segir vonbrigði að eiga ekki sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. 23. febrúar 2018 14:38 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Áslaug og Kjartan úti Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna samþykkti í gær drög að tillögu um lista fyrir kosningarnar. 20. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Áslaug segir að leikreglunum hafi verið breytt Áslaug Friðriksdóttir segir vonbrigði að eiga ekki sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. 23. febrúar 2018 14:38
Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17
Áslaug og Kjartan úti Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna samþykkti í gær drög að tillögu um lista fyrir kosningarnar. 20. febrúar 2018 06:00