Fótbolti

Gerrard ráðinn stjóri Rangers | Sjáðu blaðamannafundinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Steven Gerrard byrjar stjóraferilinn hjá Rangers.
Steven Gerrard byrjar stjóraferilinn hjá Rangers.
Steven Gerrard, fyrrverandi fyrirliði Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, var í dag kynntur til leiks sem knattspyrnustjóri Rangers í skosku úrvalsdeildinni en hann gerir fjögurra ára samning við félagið.

Gerrard handsalaði samninginn í gær, samkvæmt Sky Sports, eftir að hann lenti í Lundúnum en hann var í Róm á miðvikudagskvöldið að fylgjast með Liverpool komast í úrslitaleik Meistaradeildina.

Hann hefur verið að þjálfa í akademíu Liverpool undanfarin misseri en tekur nú við skoska stórveldinu af Graeme Murty sem var rekinn fyrr í vikunni. Murty átt að stýra Rangers út tímabilið en var látinn fara eftir 5-0 tap á móti Celtic.

Rangers-liðið situr í þriðja sæti skosku úrvalsdeildinni, þrettán stigum á eftir meisturum Celtic sem unnu sjöunda Skotlandsmeistaratitilinn í röð með því að pakka Rangers saman um síðustu helgi.

„Það er eitthvað sérstakt við þetta félag. Það fylgir því pressa að stýra Rangers en pressa er ekkert ný fyrir mér. Ég segi bara tökumst á við þetta saman,“ sagði Gerrard á blaðamannafundinum í dag sem má sjá í heild sinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×