Vonar að mengandi stóriðja heyri brátt sögunni til Birgir Olgeirsson skrifar 4. maí 2018 10:53 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Vísir/Anton Brink Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra vonast til að tími mengandi stóriðju heyri brátt sagnfræði fortíðar. Þetta sagði Guðmundur í erindi sínu á ársfundi Umhverfisstofnunar þar sem hann sagði mikilvægt að læra af reynslu sem skapaðist af framkvæmd kísilversins United Silicon. Sagði hann almennt mikilvægt að stíga varlega til jarðar, vanda allar ákvarðanir, eftirlit og eftirfylgni. Hann sagði ríkisstjórnina horfa til langs tíma þegar kemur að loftslagsmálum í anda langtímastefnumótunar. Er vonast til að ná 40 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 í takt við Evrópusambandið og kolefnishlutleysi árið 2040. Guðmundur sagði ríkisstjórnina hafa samþykkt að leggja tólf milljónir króna til að vinna loftslagsstefnu og aðgerðaráætlun fyrir stjórnarráðið sjálft. Hluti fjármagnsins verður notaður í vinnu sérfræðings og hluti til beinan aðgerða til að draga úr og hefja kolefnisjöfnun á starfsemi stjórnarráðsins. Sagðist Guðmundur leggja þar áherslu vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur sem hefur beina tengingu við grænt hagkerfi og markmið í loftslagsmálum. Loftslagssjóður verður settur á laggirnar síðar á árinu í því skyni að styrkja nýsköpun og rannsóknir og er unnið að heildstæðri aðgerðaráætlun í loftslagsmálum í ráðuneytinu. Hann sagði að á næstu árum verði tæpum sjö milljörðum varið til loftslagsmála. Sagði Guðmundur úrgang vera fylgifisk neyslu þar sem skiptir máli að draga úr neyslu svo minnstur úrgangur falli til. Vill Guðmundur draga úr ofneyslu og sóun og nýta betur úrgang sem auðlind. Hann sagði mikilvægt að sporna gegn plastmengun og vonaðist til að óþarfa notkun plasts muni heyra brátt sögunni til. Náttúruvernd mun skipa stóran sess á þessu kjörtímabili að sögn Guðmundar en í stjórnarsáttmálanum er gert ráð fyrir að ráðist verð í átak í friðlýsingum og þjóðgarður stofnaður á miðhálendi Íslands. Hann sagði rannsóknir sýna að þjóðgarðar skili ekki bara miklum tekjum til þjóðarbúsins heldur einnig til hinna dreifðu byggða. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra vonast til að tími mengandi stóriðju heyri brátt sagnfræði fortíðar. Þetta sagði Guðmundur í erindi sínu á ársfundi Umhverfisstofnunar þar sem hann sagði mikilvægt að læra af reynslu sem skapaðist af framkvæmd kísilversins United Silicon. Sagði hann almennt mikilvægt að stíga varlega til jarðar, vanda allar ákvarðanir, eftirlit og eftirfylgni. Hann sagði ríkisstjórnina horfa til langs tíma þegar kemur að loftslagsmálum í anda langtímastefnumótunar. Er vonast til að ná 40 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 í takt við Evrópusambandið og kolefnishlutleysi árið 2040. Guðmundur sagði ríkisstjórnina hafa samþykkt að leggja tólf milljónir króna til að vinna loftslagsstefnu og aðgerðaráætlun fyrir stjórnarráðið sjálft. Hluti fjármagnsins verður notaður í vinnu sérfræðings og hluti til beinan aðgerða til að draga úr og hefja kolefnisjöfnun á starfsemi stjórnarráðsins. Sagðist Guðmundur leggja þar áherslu vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur sem hefur beina tengingu við grænt hagkerfi og markmið í loftslagsmálum. Loftslagssjóður verður settur á laggirnar síðar á árinu í því skyni að styrkja nýsköpun og rannsóknir og er unnið að heildstæðri aðgerðaráætlun í loftslagsmálum í ráðuneytinu. Hann sagði að á næstu árum verði tæpum sjö milljörðum varið til loftslagsmála. Sagði Guðmundur úrgang vera fylgifisk neyslu þar sem skiptir máli að draga úr neyslu svo minnstur úrgangur falli til. Vill Guðmundur draga úr ofneyslu og sóun og nýta betur úrgang sem auðlind. Hann sagði mikilvægt að sporna gegn plastmengun og vonaðist til að óþarfa notkun plasts muni heyra brátt sögunni til. Náttúruvernd mun skipa stóran sess á þessu kjörtímabili að sögn Guðmundar en í stjórnarsáttmálanum er gert ráð fyrir að ráðist verð í átak í friðlýsingum og þjóðgarður stofnaður á miðhálendi Íslands. Hann sagði rannsóknir sýna að þjóðgarðar skili ekki bara miklum tekjum til þjóðarbúsins heldur einnig til hinna dreifðu byggða.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira