Smíða pall við skipið til að koma sérfræðingum um borð Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2018 23:45 Skipið Fjordvik við hafnargarðinn í Helguvík. Vísir/Jóhann K. Starfsmenn Köfunarþjónustunnar munu hafa unnið að því í kvöld að byggja pall við sementsflutningaskipið Fjordvik sem rak upp í utanverðan hafnargarð Helguvíkurhafnar í nótt. Munu starfsmennirnir verða að störfum í alla nótt og er vonast til að með því móti verði hægt að koma hollenskum sérfræðingum um borð í skipið á morgun sem munu meta umfang skaðans og segja til um hvað þurfi að gerast til að bjarga skipinu. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, átti fund með fulltrúum Umhverfisstofnunar, hafnaryfirvalda Helguvíkurhafnar og fulltrúum Landhelgisgæslunnar um stöðu mála. Þar var aðgerðaáætlun rædd en Kjartan segir í samtali við Vísi að hún sé ekki fullkomin heldur til bráðabirgða fyrir næstu skref, sem miðar einmitt að því að koma umræddum palli upp við skipið. Hollenskir sérfræðingar, sem starfa fyrir alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í björgun skipa, munu svo fara um borð í skipið til að meta skemmdir og koma með tillögur um mögulegar leiðir til að bjarga skipinu. Kjartan segir ljóst að olíu lekur frá skipinu, það finnist á lyktinni, en óvíst er hvort sement hafi lekið. Það komi væntanlega í ljós á morgun þegar sérfræðingarnir fara um borð í skipið. Krefjandi aðstæður er á vettvangi enda hefur verið mikið hvassviðri í kvöld og því spáð áfram fram undir morgun. Skipið er þó ekki á mikilli hreyfingu við hafnargarðinn, að sögn Kjartans. Strand í Helguvík Tengdar fréttir Mannbjörg í Helguvík þar sem skip strandaði Eriðar aðstæður eru á vettvangi. 3. nóvember 2018 02:06 Sjórinn lemur harkalega á skipsskrokknum - Mikill leki kominn að skipinu Töluverður leki er kominn að birgðaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. 3. nóvember 2018 05:15 15 manns bjargað þegar Fjordvik strandaði Fjórtán manna áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik og hafnsögumanni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í nótt eftir að skipið rak upp í utanverðan hafnargarð Helguvíkurhafnar. 3. nóvember 2018 21:00 Líklega sjór í vélarúminu "Því miður hefur veður farið versnandi og þá er erfiðara að vinna í framhaldinu. Eftir því sem lengri tími líður eru meiri líkur á að farmur eða eldsneyti fari að leka úr því," segir Otti Rafn Sigmarsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og björgunarstjóri í aðgerðunum í Helguvík. 3. nóvember 2018 09:10 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Starfsmenn Köfunarþjónustunnar munu hafa unnið að því í kvöld að byggja pall við sementsflutningaskipið Fjordvik sem rak upp í utanverðan hafnargarð Helguvíkurhafnar í nótt. Munu starfsmennirnir verða að störfum í alla nótt og er vonast til að með því móti verði hægt að koma hollenskum sérfræðingum um borð í skipið á morgun sem munu meta umfang skaðans og segja til um hvað þurfi að gerast til að bjarga skipinu. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, átti fund með fulltrúum Umhverfisstofnunar, hafnaryfirvalda Helguvíkurhafnar og fulltrúum Landhelgisgæslunnar um stöðu mála. Þar var aðgerðaáætlun rædd en Kjartan segir í samtali við Vísi að hún sé ekki fullkomin heldur til bráðabirgða fyrir næstu skref, sem miðar einmitt að því að koma umræddum palli upp við skipið. Hollenskir sérfræðingar, sem starfa fyrir alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í björgun skipa, munu svo fara um borð í skipið til að meta skemmdir og koma með tillögur um mögulegar leiðir til að bjarga skipinu. Kjartan segir ljóst að olíu lekur frá skipinu, það finnist á lyktinni, en óvíst er hvort sement hafi lekið. Það komi væntanlega í ljós á morgun þegar sérfræðingarnir fara um borð í skipið. Krefjandi aðstæður er á vettvangi enda hefur verið mikið hvassviðri í kvöld og því spáð áfram fram undir morgun. Skipið er þó ekki á mikilli hreyfingu við hafnargarðinn, að sögn Kjartans.
Strand í Helguvík Tengdar fréttir Mannbjörg í Helguvík þar sem skip strandaði Eriðar aðstæður eru á vettvangi. 3. nóvember 2018 02:06 Sjórinn lemur harkalega á skipsskrokknum - Mikill leki kominn að skipinu Töluverður leki er kominn að birgðaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. 3. nóvember 2018 05:15 15 manns bjargað þegar Fjordvik strandaði Fjórtán manna áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik og hafnsögumanni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í nótt eftir að skipið rak upp í utanverðan hafnargarð Helguvíkurhafnar. 3. nóvember 2018 21:00 Líklega sjór í vélarúminu "Því miður hefur veður farið versnandi og þá er erfiðara að vinna í framhaldinu. Eftir því sem lengri tími líður eru meiri líkur á að farmur eða eldsneyti fari að leka úr því," segir Otti Rafn Sigmarsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og björgunarstjóri í aðgerðunum í Helguvík. 3. nóvember 2018 09:10 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Sjórinn lemur harkalega á skipsskrokknum - Mikill leki kominn að skipinu Töluverður leki er kominn að birgðaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. 3. nóvember 2018 05:15
15 manns bjargað þegar Fjordvik strandaði Fjórtán manna áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik og hafnsögumanni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í nótt eftir að skipið rak upp í utanverðan hafnargarð Helguvíkurhafnar. 3. nóvember 2018 21:00
Líklega sjór í vélarúminu "Því miður hefur veður farið versnandi og þá er erfiðara að vinna í framhaldinu. Eftir því sem lengri tími líður eru meiri líkur á að farmur eða eldsneyti fari að leka úr því," segir Otti Rafn Sigmarsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og björgunarstjóri í aðgerðunum í Helguvík. 3. nóvember 2018 09:10