Enski boltinn

Hjartnæmt viðtal við Kasper Schmeichel

Anton Ingi Leifsson skrifar
Schmeichel í leiknum í dag.
Schmeichel í leiknum í dag. vísir/getty
Það voru miklar tilfinningar í kringum leik Leicester gegn Cardiff í dag en leikurinn var fyrsti leikur liðsins eftir fráfall eigandans Vichai Srivaddhanaprabha.

Leicester vann leikinn 1-0 með marki frá Demarai Gray en eðlilega voru miklar tilfinningar í spilunum. Það er ljóst að eigandinn var í miklum metum hjá leikmönnum liðsins.

Leikmenn Leicester hituðu upp í bolum tileinkuðum Vichai og stuðningsmenn liðsins sungu mikið um hann á meðan leik stóð. Einnig var mínútu þögn fyrir leikinn.

Eftir leikinn fór danski markvörðurinn, Kasper Schmeichel, í viðtal við BBC og það var afar hjartnæmt. Það má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×