Enski boltinn

Messan: „Tvö slökustu lið í sögu United“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir fara yfir málin í gær.
Strákarnir fara yfir málin í gær. vísir/skjáskot
Manchester United liðið hefur ekki riðið feitum hesti í ensku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili og Reynir Leóosson, sparkspekingur Messunnar, er ekki hrifinn.

Um helgina gerði liðið markalaust jafntefli við Crystal Palace og var Svínn Victor Lindelöf í miklum vandræðum undir lok leiksins vegna meiðsla.

„Það má færa rök fyrir því,“ sagði Reynir Leósson er Rikki G hafði sagt að þetta sýndi það að þýðir mikið fyrir Svíann að klæðast treyju Manchester United.

„Stjórinn kom inn á og tók utan um hann og hrósaði honum mikið fyrir þetta að hann hafi sýnt þetta. Þeir hafa ekki oft haldið hreinu á tímabilinu.“

United er í sjöunda sæti deildarinnar fjórtán stigum á eftir Manchester City sem er á toppnum í deildinni. Er þetta lið það versta sem United hefur stillt upp í sögunni?

„Það er þetta lið og liðið sem Moyes stýrði. Þessi tvö lið eru þau slökustu í sögu United. Maður hefur ekki verið spilltur af mikilli gleði undanfarin ár að horfa á þetta lið,“ sagði Reynir.

„Kannski er maður að borga til baka því maður naut þess í fjölda ára að horfa en þetta er eitt af tveimur slökustu liðunum.“



Klippa: Messan: Umræða um Manchester United



Fleiri fréttir

Sjá meira


×