Könnun sýnir stuðning við aðra Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2018 10:52 Brexit-umræðunni er hvergi nærri lokið. Vísir/Getty Um helmingur svarenda í skoðanakönnun sem birt var á Bretlandi í dag segir að breskir kjósendur ættu að fá lokaorðið um hvort þeir vilja ganga úr Evrópusambandinu ef samningar nást ekki á samskiptin eftir Brexit. People's Vote, samtök sem krefjast annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit, létu gera könnunina. Samkvæmt henni vilja 45% Breta aðra þjóðaratkvæðagreiðslu óháð því hvernig viðræður bresku ríkisstjórnarinnar og Evrópusambandsins fara en 34% er því mótfallin. Þegar spurt var um hver ætti að taka ákvörðun um útgöngu úr sambandinu ef engir samningar nást sögðust 50% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu. Fjórðungur vildi að þingmenn tækju ákvörðunina, að því er segir í frétt Reuters af könnuninni. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum Breta og ESB um hvernig sambandi þeirra verður háttað eftir útgönguna sem á að taka gildi á næsta ári. Ástæðan er ekki síst sundrung innan Íhaldsflokks Theresu May forsætisráðherra. Sumir íhaldsmenn hafa talað fyrir því að yfirgefa ESB án þess að nokkuð samkomulag liggi fyrir. Svarendur í könnun People's Vote voru beðnir um að taka afstöðu til þriggja kosta: að vera áfram í ESB, ganga úr ESB án samnings eða ganga úr ESB á grundvelli tillögu May forsætisráðherra um takmarkaða aðild að innri markaði sambandsins. Af þeim kostum vildu flestir vera áfram i sambandinu, alls 40%. Rúmur fjórðungur vildi yfirgefa það án samnings og ellefu prósent vildu yfirgefa það á forsendum May. Brexit Tengdar fréttir Bretar andsnúnir áformum May Einungis sextán prósent Breta telja að Theresa May forsætisráðherra standi sig vel þegar kemur að komandi útgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu. 23. júlí 2018 06:00 Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06 Yfirvofandi mjólkurvöruskortur í Bretlandi vegna Brexit Mjólkurvörur gætu orðið munaðarvara í Bretlandi eftir útgönguna úr Evrópusambandinu samkvæmt nýrri skýrslu frá London School of Economics. 18. júlí 2018 11:40 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Um helmingur svarenda í skoðanakönnun sem birt var á Bretlandi í dag segir að breskir kjósendur ættu að fá lokaorðið um hvort þeir vilja ganga úr Evrópusambandinu ef samningar nást ekki á samskiptin eftir Brexit. People's Vote, samtök sem krefjast annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit, létu gera könnunina. Samkvæmt henni vilja 45% Breta aðra þjóðaratkvæðagreiðslu óháð því hvernig viðræður bresku ríkisstjórnarinnar og Evrópusambandsins fara en 34% er því mótfallin. Þegar spurt var um hver ætti að taka ákvörðun um útgöngu úr sambandinu ef engir samningar nást sögðust 50% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu. Fjórðungur vildi að þingmenn tækju ákvörðunina, að því er segir í frétt Reuters af könnuninni. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum Breta og ESB um hvernig sambandi þeirra verður háttað eftir útgönguna sem á að taka gildi á næsta ári. Ástæðan er ekki síst sundrung innan Íhaldsflokks Theresu May forsætisráðherra. Sumir íhaldsmenn hafa talað fyrir því að yfirgefa ESB án þess að nokkuð samkomulag liggi fyrir. Svarendur í könnun People's Vote voru beðnir um að taka afstöðu til þriggja kosta: að vera áfram í ESB, ganga úr ESB án samnings eða ganga úr ESB á grundvelli tillögu May forsætisráðherra um takmarkaða aðild að innri markaði sambandsins. Af þeim kostum vildu flestir vera áfram i sambandinu, alls 40%. Rúmur fjórðungur vildi yfirgefa það án samnings og ellefu prósent vildu yfirgefa það á forsendum May.
Brexit Tengdar fréttir Bretar andsnúnir áformum May Einungis sextán prósent Breta telja að Theresa May forsætisráðherra standi sig vel þegar kemur að komandi útgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu. 23. júlí 2018 06:00 Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06 Yfirvofandi mjólkurvöruskortur í Bretlandi vegna Brexit Mjólkurvörur gætu orðið munaðarvara í Bretlandi eftir útgönguna úr Evrópusambandinu samkvæmt nýrri skýrslu frá London School of Economics. 18. júlí 2018 11:40 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Bretar andsnúnir áformum May Einungis sextán prósent Breta telja að Theresa May forsætisráðherra standi sig vel þegar kemur að komandi útgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu. 23. júlí 2018 06:00
Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06
Yfirvofandi mjólkurvöruskortur í Bretlandi vegna Brexit Mjólkurvörur gætu orðið munaðarvara í Bretlandi eftir útgönguna úr Evrópusambandinu samkvæmt nýrri skýrslu frá London School of Economics. 18. júlí 2018 11:40