Láglaunakonur búi við óviðunandi kjör Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. nóvember 2018 20:30 Harpa Njáls, félagsfræðingur, er þekkt fyrir rannsóknir sínar á fátækt og aðstæðum launafólks á Íslandi en hún hélt erindi á fundi á vegum Eflingar í dag. vísir/vilhelm Láglaunakonur búa við óviðunandi kjör samkvæmt félagsfræðingi sem rannsakað hefur aðstæður launafólks á Íslandi síðustu ár. Ríki og sveitarfélög greiði þeim ekki mannsæmandi laun. Harpa Njáls, félagsfræðingur, er þekkt fyrir rannsóknir sínar á fátækt og aðstæðum launafólks á Íslandi en hún hélt erindi á fundi á vegum Eflingar í dag. Dæmi um konur í láglaunastörfum eru ófaglærðar konur sem starfa við uppeldi og menntun barna, til að mynda á leikskólum eða umönnunarstörf, til að mynda á hjúkrunarheimilum. Hún segir þessar konur vinna vanmetnustu störf samfélagsins.Harpa Njáls, félagsfræðingurvisir/baldurHarpa segir að vandamálið megi rekja aftur til ársins 1971. „Þá er það sett í lög að lífeyrir tryggingastofnunar ríkissins fylgi lágmarkslaunum. Það liggur alveg ljóst fyrir að þeir sem hafa setið við samningaborðið að þegar er komið að því að hækka lægstu launin þá segi þeir nei það er ekki hægt að gera það því þá fylgi allir lífeyrisþegarnir á eftir,“ segir Harpa og bætir við að þetta hafið verið í lögum til 1995 eða í 24 ár. Laun hafi svo ekki hækkað nægilega á eftir þann tíma. „Við erum ekki að tala um að þetta séu hópar fólks sem eru að vinna hjá litlum fyrirtækjum sem berjast í bökkum til að reka sig. Við erum að tala um, þetta er fólk sem vinnur hjá ríki og sveitarfélögum. Þannig að þeim er í lofa lagið að semja um og greiða mannsæmandi kjör.“ Þá segir Harpa að konur af erlendum uppruna standi mjög illa. Þær leggi mikið til samfélagsins með vinnu sinni en þeim sé mismunað í velferðarkerfinu. Ástandið í dag sé mjög slæmt. „Það er staðreynd að konur ná ekki endum saman. Þær lifa ekki mannsæmandi lífi. Þær byrja á því að greiða húsaleiguna, rafmagn og hita til að hafa það á hreinu þar sem þær búa. Síðan borðar fólk fyrir restina,“ segir Harpa og bætir við að þær geti ekki leyft sér neitt annað. Innflytjendamál Kjaramál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Láglaunakonur búa við óviðunandi kjör samkvæmt félagsfræðingi sem rannsakað hefur aðstæður launafólks á Íslandi síðustu ár. Ríki og sveitarfélög greiði þeim ekki mannsæmandi laun. Harpa Njáls, félagsfræðingur, er þekkt fyrir rannsóknir sínar á fátækt og aðstæðum launafólks á Íslandi en hún hélt erindi á fundi á vegum Eflingar í dag. Dæmi um konur í láglaunastörfum eru ófaglærðar konur sem starfa við uppeldi og menntun barna, til að mynda á leikskólum eða umönnunarstörf, til að mynda á hjúkrunarheimilum. Hún segir þessar konur vinna vanmetnustu störf samfélagsins.Harpa Njáls, félagsfræðingurvisir/baldurHarpa segir að vandamálið megi rekja aftur til ársins 1971. „Þá er það sett í lög að lífeyrir tryggingastofnunar ríkissins fylgi lágmarkslaunum. Það liggur alveg ljóst fyrir að þeir sem hafa setið við samningaborðið að þegar er komið að því að hækka lægstu launin þá segi þeir nei það er ekki hægt að gera það því þá fylgi allir lífeyrisþegarnir á eftir,“ segir Harpa og bætir við að þetta hafið verið í lögum til 1995 eða í 24 ár. Laun hafi svo ekki hækkað nægilega á eftir þann tíma. „Við erum ekki að tala um að þetta séu hópar fólks sem eru að vinna hjá litlum fyrirtækjum sem berjast í bökkum til að reka sig. Við erum að tala um, þetta er fólk sem vinnur hjá ríki og sveitarfélögum. Þannig að þeim er í lofa lagið að semja um og greiða mannsæmandi kjör.“ Þá segir Harpa að konur af erlendum uppruna standi mjög illa. Þær leggi mikið til samfélagsins með vinnu sinni en þeim sé mismunað í velferðarkerfinu. Ástandið í dag sé mjög slæmt. „Það er staðreynd að konur ná ekki endum saman. Þær lifa ekki mannsæmandi lífi. Þær byrja á því að greiða húsaleiguna, rafmagn og hita til að hafa það á hreinu þar sem þær búa. Síðan borðar fólk fyrir restina,“ segir Harpa og bætir við að þær geti ekki leyft sér neitt annað.
Innflytjendamál Kjaramál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira