Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. júlí 2018 20:30 Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. Að sögn Lindu Kristmundsdóttur, framkvæmdastjóra kvenna- og barnasviðs Landspítala, hafa yfir 30 ljósmæður hafa sagt upp störfum á Landspítananum. Tólf þeirra tóku gildi um mánaðamótin og að óbreyttu hefst yfirvinnubann á miðnætti á miðvikudaginn. Neyðaráætlun hefur verið í gangi frá mánaðamótum en á mánudaginn munu stjórnendur spítalans funda um það hvernig bregðast skuli við og útfæra neyðaráætlun þegar yfirvinnubannið skellur á. Það er víðar en á Landspítalanum sem ljósmæður hafa sagt upp. Á Selfossi hefur ein af átta starfandi ljósmæðrum sagt starfi sínu lausu. Þá hafa fjórar af átta skilað uppsagnarbréfi á Suðurnesjum en þar er þjónusta skert í júlí vegna undirmönnunar. Á Akranesi hafa tvær ljósmæður af fjórtán sagt upp en þangað hefur þurft að senda konur frá höfuðborgarsvæðinu vegna álags á Landspítalanum. „Þetta eru konur sem þurfa að fara í fyrirfram ákveðinn keisara útaf einhverju,“ segir Hrafnhildur Ólafsdóttir, ljósmóðir á Akranesi. „Ég veit ekki hvað eru komnir margir keisarar síðan 1. júlí en þetta eru nokkrir sem við höfum verið að taka. Þess utan hafi orðið vart við aukinn áhuga á deildinni á Akranesi. „Það er mikið hringt og spurt og fá upplýsingar og hvort það megi koma og megi koma og skoða,“ segir Hrafnhildur. Þá hafa ljósmæður boðað félagsfund á mánudagskvöldið þar sem farið verður yfir hvað má og hvað ekki þegar yfirvinnubannið tekur gildi. „Rauninni bara að taka stöðuna og undirbúa í rauninni konur fyrir yfirvinnuverkfallið sem hefst á miðvikudaginn og svona fara yfir hvað má og hvað ekki og svona,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra. Óheimilt verður að fara framhjá yfirvinnubanninu, án sérstakrar undanþágu. „Það þarf að sækja um undanþágu fyrir hvert tilvik fyrir sig, til sérstakrar undanþágunefndar,“ segir Katrín. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Tekist að manna helgina en óvissa komi til yfirvinnubanns „Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Öryggi mæðra og barna er það sem mestu máli skiptir,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um stöðuna í ljósmæðradeilunni. 14. júlí 2018 07:30 „Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00 Vildu ekki beita þvingunum en verða að virkja 17. greinina til að tryggja lágmarksmönnun Linda Kristmundsdóttir er framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Hún segist ekki vilja beita þvingunum en spítalanum sé skylt að tryggja öryggi og lágmarksmönnun. 12. júlí 2018 20:37 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. Að sögn Lindu Kristmundsdóttur, framkvæmdastjóra kvenna- og barnasviðs Landspítala, hafa yfir 30 ljósmæður hafa sagt upp störfum á Landspítananum. Tólf þeirra tóku gildi um mánaðamótin og að óbreyttu hefst yfirvinnubann á miðnætti á miðvikudaginn. Neyðaráætlun hefur verið í gangi frá mánaðamótum en á mánudaginn munu stjórnendur spítalans funda um það hvernig bregðast skuli við og útfæra neyðaráætlun þegar yfirvinnubannið skellur á. Það er víðar en á Landspítalanum sem ljósmæður hafa sagt upp. Á Selfossi hefur ein af átta starfandi ljósmæðrum sagt starfi sínu lausu. Þá hafa fjórar af átta skilað uppsagnarbréfi á Suðurnesjum en þar er þjónusta skert í júlí vegna undirmönnunar. Á Akranesi hafa tvær ljósmæður af fjórtán sagt upp en þangað hefur þurft að senda konur frá höfuðborgarsvæðinu vegna álags á Landspítalanum. „Þetta eru konur sem þurfa að fara í fyrirfram ákveðinn keisara útaf einhverju,“ segir Hrafnhildur Ólafsdóttir, ljósmóðir á Akranesi. „Ég veit ekki hvað eru komnir margir keisarar síðan 1. júlí en þetta eru nokkrir sem við höfum verið að taka. Þess utan hafi orðið vart við aukinn áhuga á deildinni á Akranesi. „Það er mikið hringt og spurt og fá upplýsingar og hvort það megi koma og megi koma og skoða,“ segir Hrafnhildur. Þá hafa ljósmæður boðað félagsfund á mánudagskvöldið þar sem farið verður yfir hvað má og hvað ekki þegar yfirvinnubannið tekur gildi. „Rauninni bara að taka stöðuna og undirbúa í rauninni konur fyrir yfirvinnuverkfallið sem hefst á miðvikudaginn og svona fara yfir hvað má og hvað ekki og svona,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra. Óheimilt verður að fara framhjá yfirvinnubanninu, án sérstakrar undanþágu. „Það þarf að sækja um undanþágu fyrir hvert tilvik fyrir sig, til sérstakrar undanþágunefndar,“ segir Katrín.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Tekist að manna helgina en óvissa komi til yfirvinnubanns „Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Öryggi mæðra og barna er það sem mestu máli skiptir,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um stöðuna í ljósmæðradeilunni. 14. júlí 2018 07:30 „Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00 Vildu ekki beita þvingunum en verða að virkja 17. greinina til að tryggja lágmarksmönnun Linda Kristmundsdóttir er framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Hún segist ekki vilja beita þvingunum en spítalanum sé skylt að tryggja öryggi og lágmarksmönnun. 12. júlí 2018 20:37 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Tekist að manna helgina en óvissa komi til yfirvinnubanns „Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Öryggi mæðra og barna er það sem mestu máli skiptir,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um stöðuna í ljósmæðradeilunni. 14. júlí 2018 07:30
„Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00
Vildu ekki beita þvingunum en verða að virkja 17. greinina til að tryggja lágmarksmönnun Linda Kristmundsdóttir er framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Hún segist ekki vilja beita þvingunum en spítalanum sé skylt að tryggja öryggi og lágmarksmönnun. 12. júlí 2018 20:37