Ekki var krafist upptöku fjár því skattalagabrot Júlíusar Vífils var fyrnt Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. desember 2018 18:30 Júlús Vífill Ingvarsson í var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir peningaþvætti. Vísir/Vilhelm Af þeim tíu dómum sem kveðnir hafa verið upp vegna peningaþvættis undanfarinn áratug og eru aðgengilegir á vef héraðsdómstólanna var krafist upptöku fjár í sjö málum. Ekki var krafist upptöku fjár í máli Júlíusar Vífils Ingvarssonar því frumbrot hans sem var skattalagabrot var löngu fyrnt og vildi saksóknari gæta meðalhófs en málið á sér engin fordæmi hér á landi. Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. Júlíus Vífill geymdi jafnvirði 131 til 146 milljóna króna í dollurum, evrum og pundum hjá svissneska bankanum UBS á Ermarsundseyjunni Jersey á árunum 2010-2014. Þetta fé var að hluta ávinningur refsiverðra brota samkvæmt dómi héraðdóms þar sem um var að ræða tekjur sem Júlíus Vífill greiddi aldrei skatta og útsvar af lögum samkvæmt. Á árinu 2014 ráðstafaði hann fénu inn á bankareikning hjá Julius Bär í Sviss, sem tilheyrði vörslusjóðnum Silwood Foundation en rétthafar vörslusjóðsins voru Júlíus Vífill sjálfur, eiginkona hans og börn. Ólögmætur ávinningur Júlíusar Vífils, skattar sem hann kom sér undan að greiða og þar með það fé sem hann þvætti, var á bilinu 49-57 milljónir króna. Héraðssaksóknari krafðist ekki upptöku hins ólögmæta fjárvinnings í málinu eins og heimild er til í lögum um meðferð sakamála. Ástæðan er sú að ekki var krafist kyrrsetningar á þessu fé þegar málið var rannsóknarstigi. Þegar dómar vegna peningaþvættis samkvæmt 264. gr. almennra hegningarlaga eru skoðaðir kemur í ljós að ákæruvaldið krefst yfirleitt upptöku fjár í slíkum málum. Inni á vef héraðdómstólanna, domstolar.is, eru aðgengilegir tíu dómar þar sem ákært var fyrir peningaþvætti auk dóms í máli Júlíusar Vífils. Í sjö þessara tíu mála krafðist ákæruvaldið upptöku á fjármunum vegna peningaþvættis. Í einu máli var krafist upptöku á miklu magni lausafjár eins og myndavéla, minniskubba, leikjatölva og fleira sem talið var sannað að hafði verið keypt fyrir ólögmætan fjárvinning. Hæstiréttur Íslands hefur kveðið upp átta dóma vegna peningaþvættis frá aldamótum. Í fjórum þessara mála krafðist ákæruvaldið upptöku fjármuna. Ákæruvaldið virðist því oftar krefjast upptöku fjár en að láta það ógert en erfitt er að glöggva sig á hvort saksóknarar fylgi einhverjum viðmiðum í þeim efnum. Þá er spurningin, hvers vegna var ekki krafist kyrrsetningar og upptöku fjár í máli Júlíusar Vífils? Björn Þorvaldsson saksóknari.Vísir/Anton Brink Mál Júlíusar Vífils „gríðarlega mikilvægt fordæmi“ að mati saksóknara „Mál Júlíusar Vífils um margt sérstakt og afar ólíkt öðrum peningaþvættismálum sem ákært hefur verið í undanfarið. Fyrir lá að skattalagabrotið, frumbrotið, var fyrnt þegar rannsókn hófst og að Júlíusi yrði því ekki gerð refsing vegna þess eða upptaka eigna byggð á því. Hins vegar virtist ljóst að ekki hefðu verið greiddir skattar af umræddu fé þegar þess var aflað, sem var að líkindum á níunda og eða á tíunda áratug síðustu aldar. Var því gengið út frá því við rannsókn málsins að hluti af þessu fé væri ávinningur refsiverðs brots, þ.e. skattalagabrots,“ segir Björn Þorvaldsson, saksóknari í málinu, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofunnar. Meðhöndlun á ávinningi á eigin afbroti var ekki refsiverð á þeim tíma sem talið er að Júlíus Vífill hafi aflað fjárins og varð það ekki refsivert fyrr en í lok árs 2009. Þá varð svokallað „sjálfþvætti“ gert refsivert, sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga. Frá þeim tíma varð því refsivert að meðal annars geyma eða flytja ávinning af eigin afbrotum. Björn Þorvaldsson segir að ákveðið hafi verið að láta reyna á umrætt ákvæði í þessu máli þrátt fyrir að frumbrotið væri löngu fyrnt. „Ákveðið var að láta reyna á umrætt ákvæði í þessu máli þrátt fyrir að frumbrotið væri löngu fyrnt og hefði verið fyrnt þegar sjálfþvætti varð refsivert. Það hefur ekki verið gert fyrr hér á landi og því um að ræða prófmál hvað þetta varðar. Vegna þessa þótti ekki rétt að grípa til frekari aðgerða við rannsóknina, svo sem haldlagningar eða kyrrsetningar eigna. Var með því ákveðins meðalhófs gætt við meðferð þessa máls sem, eins og áður sagði, átti sér engin fordæmi. Dómurinn í málinu er gríðarlega mikilvægt fordæmi sem mun verða litið til við meðferð mála af þessu tagi í framtíðinni. Peningaþvættismál eru í örri þróun og afar líklegt að ákærumálum af þessu tagi muni fjölga mikið á næstunni,“ segir Björn. Hörður Felix Harðarson, verjandi Júlíusar Vífils, sagði í gær að þegar hefði verið tekin ákvörðun um um áfrýjun dómsins til Landsréttar. Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Dómsmál Tengdar fréttir Júlíus Vífill í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. 18. desember 2018 11:42 Júlíus Vífill áfrýjar til Landsréttar Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem í morgun var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti hefur ákveðið að áfrýja dómnum til Landsréttar. 18. desember 2018 14:30 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Af þeim tíu dómum sem kveðnir hafa verið upp vegna peningaþvættis undanfarinn áratug og eru aðgengilegir á vef héraðsdómstólanna var krafist upptöku fjár í sjö málum. Ekki var krafist upptöku fjár í máli Júlíusar Vífils Ingvarssonar því frumbrot hans sem var skattalagabrot var löngu fyrnt og vildi saksóknari gæta meðalhófs en málið á sér engin fordæmi hér á landi. Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. Júlíus Vífill geymdi jafnvirði 131 til 146 milljóna króna í dollurum, evrum og pundum hjá svissneska bankanum UBS á Ermarsundseyjunni Jersey á árunum 2010-2014. Þetta fé var að hluta ávinningur refsiverðra brota samkvæmt dómi héraðdóms þar sem um var að ræða tekjur sem Júlíus Vífill greiddi aldrei skatta og útsvar af lögum samkvæmt. Á árinu 2014 ráðstafaði hann fénu inn á bankareikning hjá Julius Bär í Sviss, sem tilheyrði vörslusjóðnum Silwood Foundation en rétthafar vörslusjóðsins voru Júlíus Vífill sjálfur, eiginkona hans og börn. Ólögmætur ávinningur Júlíusar Vífils, skattar sem hann kom sér undan að greiða og þar með það fé sem hann þvætti, var á bilinu 49-57 milljónir króna. Héraðssaksóknari krafðist ekki upptöku hins ólögmæta fjárvinnings í málinu eins og heimild er til í lögum um meðferð sakamála. Ástæðan er sú að ekki var krafist kyrrsetningar á þessu fé þegar málið var rannsóknarstigi. Þegar dómar vegna peningaþvættis samkvæmt 264. gr. almennra hegningarlaga eru skoðaðir kemur í ljós að ákæruvaldið krefst yfirleitt upptöku fjár í slíkum málum. Inni á vef héraðdómstólanna, domstolar.is, eru aðgengilegir tíu dómar þar sem ákært var fyrir peningaþvætti auk dóms í máli Júlíusar Vífils. Í sjö þessara tíu mála krafðist ákæruvaldið upptöku á fjármunum vegna peningaþvættis. Í einu máli var krafist upptöku á miklu magni lausafjár eins og myndavéla, minniskubba, leikjatölva og fleira sem talið var sannað að hafði verið keypt fyrir ólögmætan fjárvinning. Hæstiréttur Íslands hefur kveðið upp átta dóma vegna peningaþvættis frá aldamótum. Í fjórum þessara mála krafðist ákæruvaldið upptöku fjármuna. Ákæruvaldið virðist því oftar krefjast upptöku fjár en að láta það ógert en erfitt er að glöggva sig á hvort saksóknarar fylgi einhverjum viðmiðum í þeim efnum. Þá er spurningin, hvers vegna var ekki krafist kyrrsetningar og upptöku fjár í máli Júlíusar Vífils? Björn Þorvaldsson saksóknari.Vísir/Anton Brink Mál Júlíusar Vífils „gríðarlega mikilvægt fordæmi“ að mati saksóknara „Mál Júlíusar Vífils um margt sérstakt og afar ólíkt öðrum peningaþvættismálum sem ákært hefur verið í undanfarið. Fyrir lá að skattalagabrotið, frumbrotið, var fyrnt þegar rannsókn hófst og að Júlíusi yrði því ekki gerð refsing vegna þess eða upptaka eigna byggð á því. Hins vegar virtist ljóst að ekki hefðu verið greiddir skattar af umræddu fé þegar þess var aflað, sem var að líkindum á níunda og eða á tíunda áratug síðustu aldar. Var því gengið út frá því við rannsókn málsins að hluti af þessu fé væri ávinningur refsiverðs brots, þ.e. skattalagabrots,“ segir Björn Þorvaldsson, saksóknari í málinu, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofunnar. Meðhöndlun á ávinningi á eigin afbroti var ekki refsiverð á þeim tíma sem talið er að Júlíus Vífill hafi aflað fjárins og varð það ekki refsivert fyrr en í lok árs 2009. Þá varð svokallað „sjálfþvætti“ gert refsivert, sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga. Frá þeim tíma varð því refsivert að meðal annars geyma eða flytja ávinning af eigin afbrotum. Björn Þorvaldsson segir að ákveðið hafi verið að láta reyna á umrætt ákvæði í þessu máli þrátt fyrir að frumbrotið væri löngu fyrnt. „Ákveðið var að láta reyna á umrætt ákvæði í þessu máli þrátt fyrir að frumbrotið væri löngu fyrnt og hefði verið fyrnt þegar sjálfþvætti varð refsivert. Það hefur ekki verið gert fyrr hér á landi og því um að ræða prófmál hvað þetta varðar. Vegna þessa þótti ekki rétt að grípa til frekari aðgerða við rannsóknina, svo sem haldlagningar eða kyrrsetningar eigna. Var með því ákveðins meðalhófs gætt við meðferð þessa máls sem, eins og áður sagði, átti sér engin fordæmi. Dómurinn í málinu er gríðarlega mikilvægt fordæmi sem mun verða litið til við meðferð mála af þessu tagi í framtíðinni. Peningaþvættismál eru í örri þróun og afar líklegt að ákærumálum af þessu tagi muni fjölga mikið á næstunni,“ segir Björn. Hörður Felix Harðarson, verjandi Júlíusar Vífils, sagði í gær að þegar hefði verið tekin ákvörðun um um áfrýjun dómsins til Landsréttar.
Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Dómsmál Tengdar fréttir Júlíus Vífill í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. 18. desember 2018 11:42 Júlíus Vífill áfrýjar til Landsréttar Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem í morgun var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti hefur ákveðið að áfrýja dómnum til Landsréttar. 18. desember 2018 14:30 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Júlíus Vífill í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. 18. desember 2018 11:42
Júlíus Vífill áfrýjar til Landsréttar Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem í morgun var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti hefur ákveðið að áfrýja dómnum til Landsréttar. 18. desember 2018 14:30