Íbúð á 45 þúsund krónur fyrir háskólanema sem vilja vera vinir gamla fólksins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2018 15:30 Sambærileg íbúð á Stúdentagörðum er leigð út á 90 þúsund krónur. Vísir Ert þú háskólanemi sem vantar íbúð og vilt vinna við að auka vellíðan og lífsánægju aldraðra? Svona hljóðar auglýsing frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem leitar að tveimur háskólanemum í áhugavert verkefni sem óhætt er að segja að bjóði upp á ódýran húsnæðiskost í Reykjavík. Þórhildur Egilsdóttir hjá velferðarsviði segir að auglýsingin hafi fengið mikil viðbrögð en hún var birt í Fréttablaðinu um helgina. Þá hefur auglýsingu af Fésbókarsíðu velferðarsviðs verið deilt í rúmlega tvö hundruð skipti sem séu mun meiri viðbrögð en gengur og gerist með efni sviðsins á samfélagsmiðlum. Um tilraunaverkefni er að ræða að erlendri fyrirmynd og hefur reynst vel í Hollandi að sögn Þórhildar. Miðað er við að verkefnið hefjist um mánaðamótin og standi til 1. júlí 2019. „Það sýnir sig að félagsleg virkni er gríðarlega mikilvæg fyrir aldraða og gott fyrir þá að eiga samskipti við fólk í samfélaginu,“ segir Þórhildur. Háskólanemar, með færni í nýjungum og tækni, geta hjálpað þeim eldri sem á móti hafi tíma og búi yfir visku. Þjónustukjarninn við Norðurbrún 1.Vísir/Stefán Um tvær stöður er að ræða. Annars vegar í þjónustukjarna í Lönguhlíð og hins vegar í Norðurbrúninni. „Við erum að leita að líflegum, hressum einstaklingum sem finnst gaman að spjalla við gamla fólkið, er jákvætt og drífandi,“ segir Þórhildur. Ekki sé skilyrði að viðkomandi spili á gítar eða svoleiðis. Allir hafi eitthvað fram að færa og viðkomandi vinni með því starfsfólki sem fyrir sé í þjónustukjörnunum. „Viðkomandi þarf að aðstoða við daglegt líf, vera eins konar vítamínssprauta fyrir starfsemina.“ Leiguverð á 35 fermetra stúdíóíbúð, sem staðsett er í þjónustukjarnanum, er um 45 þúsund krónur að teknu tilliti til húsaleigubóta. Á móti sinnir viðkomandi 40 klst vinnu á mánuði. „Þetta er draumastaða, sérstaklega flott fyrir fólk sem er í námi sem tengist velferð,“ segir Þórhildur. Umsóknir séu byrjaðar að berast. Húsnæðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ert þú háskólanemi sem vantar íbúð og vilt vinna við að auka vellíðan og lífsánægju aldraðra? Svona hljóðar auglýsing frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem leitar að tveimur háskólanemum í áhugavert verkefni sem óhætt er að segja að bjóði upp á ódýran húsnæðiskost í Reykjavík. Þórhildur Egilsdóttir hjá velferðarsviði segir að auglýsingin hafi fengið mikil viðbrögð en hún var birt í Fréttablaðinu um helgina. Þá hefur auglýsingu af Fésbókarsíðu velferðarsviðs verið deilt í rúmlega tvö hundruð skipti sem séu mun meiri viðbrögð en gengur og gerist með efni sviðsins á samfélagsmiðlum. Um tilraunaverkefni er að ræða að erlendri fyrirmynd og hefur reynst vel í Hollandi að sögn Þórhildar. Miðað er við að verkefnið hefjist um mánaðamótin og standi til 1. júlí 2019. „Það sýnir sig að félagsleg virkni er gríðarlega mikilvæg fyrir aldraða og gott fyrir þá að eiga samskipti við fólk í samfélaginu,“ segir Þórhildur. Háskólanemar, með færni í nýjungum og tækni, geta hjálpað þeim eldri sem á móti hafi tíma og búi yfir visku. Þjónustukjarninn við Norðurbrún 1.Vísir/Stefán Um tvær stöður er að ræða. Annars vegar í þjónustukjarna í Lönguhlíð og hins vegar í Norðurbrúninni. „Við erum að leita að líflegum, hressum einstaklingum sem finnst gaman að spjalla við gamla fólkið, er jákvætt og drífandi,“ segir Þórhildur. Ekki sé skilyrði að viðkomandi spili á gítar eða svoleiðis. Allir hafi eitthvað fram að færa og viðkomandi vinni með því starfsfólki sem fyrir sé í þjónustukjörnunum. „Viðkomandi þarf að aðstoða við daglegt líf, vera eins konar vítamínssprauta fyrir starfsemina.“ Leiguverð á 35 fermetra stúdíóíbúð, sem staðsett er í þjónustukjarnanum, er um 45 þúsund krónur að teknu tilliti til húsaleigubóta. Á móti sinnir viðkomandi 40 klst vinnu á mánuði. „Þetta er draumastaða, sérstaklega flott fyrir fólk sem er í námi sem tengist velferð,“ segir Þórhildur. Umsóknir séu byrjaðar að berast.
Húsnæðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira