Innlent

Vestfjarðagöng lokuð vegna reyks

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Vestfjarðagöng eru þríarma jarðgöng undir Botnsheiði og Breiðadalsheiði milli Ísafjarðar, Önundarfjarðar og Súgandafjarðar á Vestfjörðum.
Vestfjarðagöng eru þríarma jarðgöng undir Botnsheiði og Breiðadalsheiði milli Ísafjarðar, Önundarfjarðar og Súgandafjarðar á Vestfjörðum. Vísir
Slökkviliðið á Ísafirði hefur verið ræst út vegna reyks í Vestfjarðagöngum.

Hermann Hermannsson aðstoðarslökkviliðsstjóri Skökkviliðsins á Ísafirði segir, í samtali við fréttastofu, að í göngum sé sé ekki laus eldur en að vissulega sé mikill reykur í göngum sem ekki sé enn búið að finna orsök fyrir.

Á vef Vegagerðarinnar segir auk þess að göngin séu lokuð vegna reyksins.

Uppfært kl. 14.03: Búið er að opna göngin aftur fyrir umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×