Hann afhenti Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra skýrsluna í dag.
Í skýrslunni er haft Mervyn King lávarði, fyrrverandi seðlabankastjóra Breta, að þessi aðgerð hafi verið Bretum til skammar.
Er það mat Hannesar að því markmiði að koma í veg fyrir ólöglega fjármagnsflutninga hefði mátt ná með tilskipun, sem breska fjármálaeftirlitið gaf út til útibús Landsbankans í Lundúnum 3. október árið 2008.

Hannes hefur unnið að gerð skýrslunnar í fjögur ár eftir að Bjarni Benediktsson þáverandi fjármálaráðherra fól Hannesi að stýra rannsóknarverkefninu í júlí árið 2014.
Var upphaflega áætlað að verklok yrðu í byrjun september 2015 en útgáfu hennar var frestað í einhvern tíma. Áætlaður kostnaður við verkefnið var metinn um tíu milljónir króna við upphaf þessarar rannsóknar prófessorsins.
Skýrsluna í heild sinni má finna í viðhengi hér fyrir neðan.