Fótbolti

Nóg til í bankanum hjá Arsenal │ Chelsea skuldar 800 milljónir

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Forráðamenn Arsenal fara hlæjandi í bankann á hverjum degi
Forráðamenn Arsenal fara hlæjandi í bankann á hverjum degi vísir/getty
Manchester City er það félag sem hefur mest fjárhagslegt veldi í heiminum, samkvæmt rannsókn Soccerex Football Finance 100. Rannsóknin raðar bestu liðum heimsins niður miðað við fjárfestingar, eigið fé, skuldir og frammistöðu á fótboltavellinum.

Það þarf því ekki að koma á óvart að City toppi þennan lista, þar sem liðið hefur aðeins tapað fjórum stigum í ensku úrvalsdeildinni til þessa og er mjög vel stætt fjárhagslega.

Hins vegar er óvænt hvaða lið situr í öðru sæti, en Arsenal vermir það. Samkvæmt rannsókninni á Arsenal 766 milljónir punda í föstum fjárfestingum eftir að liðið færði heimavöll sinn af Highbury og á Emirates. Ekkert félag í heiminum á eins mikið fé í fjárfestingum.

Aðeins eitt félag á meira eigið fé inn á bankabók en Arsenal, Manchester United. Þar munar þó ekki miklu, United á 307 milljónir punda en Arsenal 300 milljónir.

Þá er Arsenal með minnstu skuldir allra félaga á Englandi, aðeins 8 milljónir punda. Englandsmeistarar Chelsea toppa hins vegar þann lista en þeir skulda 800 milljónir punda.

Skýrslan segir því að Arsenal ætti vel að geta gert stór kaup á leikmannamarkaðinum.

„Staða Arsenal á listanum endurspeglar fagmennsku félagsins og heilbrigt viðskiptamódel þess,“ segir í skýrslunni.

Efstu 20 lið skýrslunnar:

Manchester City

Arsenal

PSG

Guangzhou Evergrande

Tottenham

Real Madrid

Manchester United

Juventus

Chelsea

Bayern Munich

Zenit St Petersburg

RB Leipzig

LA Galaxy

Atletico Madrid

Liverpool

Borussia Dortmund

Lyon

Monaco

Leicester




Fleiri fréttir

Sjá meira


×