Innlent

Slökktu eld í tengivirki Írafossvirkjunar

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Mælispennirinn er mikil skemmdur. Mikil olía var í honum sem skapaði mikla hættu.
Mælispennirinn er mikil skemmdur. Mikil olía var í honum sem skapaði mikla hættu. Brunavarnir Árnessýslu
Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu á Selfossi og á Laugarvatni voru kallaðir úr skömmu eftir klukkan þrjú í nótt eftir að tilkynning barst um að eldur logaði í tengivirki Írafossvirkjunar, skammt frá Úlfljótsvatni.

Ekki hafa fengist upplýsingum um umfang eldsvoðans en samkvæmt upplýsingum af vef Landsnets varð útleysing á öllum rofum í tengivirkinu í Írafossi klukkan 2:59.







Tilkynning á vef Landsnest nú í nóttSkjáskot/Landsnet
Uppfært 03:55

Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri, sem er á vettvangi, sagði í samtali við fréttastofu að aðgerðarstjórn hafi verið virkjuð á Selfossi vegna alvarleika tilkynningarinnar.

Hann sagði að eldur logaði í einum straummælaspenni í stóra spennivirkinu í virkjuninni. Menn vinna að því þessa stundina að jarðtengja spenninn svo hægt sé að slökkva eldinn. Fyrr sé ekkert hægt að gera.

Samkvæmt upplýsingum ætti bruninn ekki að hafa áhrif á afhendingu rafmagns á svæðinu eins og staðan sé núna.

Uppfært 04:32

Slökkviliðsmenn hafa slökk eldinn í mælispenninum og er aðgerðum á vettvangi lokið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var þó nokkur olía í mælispenninum þegar eldurinn kom upp og því skapaðist nokkur hætta fyrir slökkviliðsmenn meðan þeir voru á vettvangi.



Starfsmenn Landsvirkjunnar tryggðu öryggi slökkviliðsmanna svo þeir gætu sinnt slökkvistarfi.

Aðgerðarstjórn á Selfossi vegna brunans í Írafossvirkjun var virkjuð í nóttBrunavarnir Árnessýslu
Eins og sjá má er spennirinn mikið skemmdurBrunavarnir Árnessýslu
Starfsmenn Landsnets þurftu að jarðtengja spenninn áður en hægt var að hefja slökkvistarfBrunavarnir Árnessýslu
Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu á Selfossi og Laugarvatni voru sendir á staðinn
Slökkviliðsmenn vinna að slökkvistarfi í ÍrafossvirkjunBrunavarnir Árnessýslu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×