Fótbolti

Undrabarnið hjá Celtic skrifar undir sinn fyrsta atvinnumannasamning

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Dembele í leik með Skotlandi
Dembele í leik með Skotlandi vísir/getty
Karamoko Dembele, undarabarnið hjá skoska stórliðinu Celtic hefur skrifað undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við félagið og gildir hann til ársins 2021 en Dembele er 15 ára.



Dembele gekk til liðs við Celtic árið 2013, þá tíu ára og lék hann sinn fyrsta leik fyrur U20 ára lið félagsins árið 2016, þá aðeins þrettán ára og var hann því að spila með leikmönnum sem voru sjö árum eldri en hann sjálfur.



„Það er þýðingarmikið fyrir mig að hefja atvinnumannaferil minn hjá Celtic. Ég kom hingað ungur að árum, og eftir allt sem ég og fjölskylda mín höfum gengið í gegnum, verður gott að geta gert þau stolt,“ sagði Dembele.



Foreldrar Dembele eru frá Fílabeinsströndinni en hann er fæddur í London. Hann hefur þegar leikið með U15 ára landsliði Englands og U16 ára liði Skotlands. Hann mun því þurfa að velja á milli í náinni framtíð.



„Markmið mitt er að leika með aðalliðinu. Eins fljótt og auðið er, ég ætla að reyna að komast í aðalliðið. Með varaliðinu, á hverri æfingu, í hverjum leik, snýst þetta allt um að sanna mig fyrir stjóranum að ég geti leikið með aðalliðinu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×