FRÍSK hefur fengið lagt lögbann á IPTV Iceland Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2018 16:17 IPTV Iceland hefur meðal annars selt aðgang að ensku deildinni sem Sýn á einkaréttinn á til sýningar á Íslandi. vísir/getty Að gefnu tilefni er rétt að árétta að greinin birtist í maí 2018. FRÍSK, Félag rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndiðnaði, í umboði Sýnar hf. hefur fengið lagt á lögbann gagnvart forsvarsmanni IPTV Iceland, sem bæði veitir eða selur aðgang að sjónvarpsútsendingum, þ.m.t. hljóð- og myndefni, sem og dagskrá þar sem sýnt er meðal annars frá knattspyrnuleikjum í ensku úrvalsdeildinni sem Sýn á einkaréttinn á til sýningar á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FRÍSK en þar segir að IPTV Iceland selji viðskiptavinum sínum aðgang að svokölluðu „netsjónvarpi“ sem inniheldur aðgang að útsendingum hundruð sjónvarpsstöðva, auk aðgangs að kvikmyndum sem horfa má á samkvæmt pöntun. Á öllum þeim sjónvarpsrásum er sýnt sjónvarpsefni sem verndað er af höfundarrétti og reglum höfundalaga, að því er fram kemur í tilkynningunni. Þar segir enn fremur að IPTV Iceland hafi ekki aflað sér heimildar frá rétthöfum til sýningar á dagskrá sjónvarpsstöðvanna, hvorki frá sjónvarpsstöðvunum sjálfum, né frá rétthöfum og eigendum höfundarréttinda að einstökum dagskrárliðum. Þær sjónvarpsstöðvar hafa þar að auki hvorki vilja né heimildir frá rétthöfum þess myndefnis sem þar er sýnt, til að sýna umrætt efni hér á landi. Háttsemin er sögð brjóta gegn fjölmörgum ákvæðum höfundalaga, auk annarra laga. Þess var krafist að fyrirsvarsmaður IPTV Iceland yrði í öllum skilningi gert að hætta að dreifa og gera aðgengilegt höfundarvarið sjónvarpsefni, þar meða talið útsendingar og dagskrárgerð sem tengist ensku úrvalsdeildinni. Sýslumaður tók undir þær kröfur og lagði lögbann við starfseminni. „Við erum að sjá aukið framboð á svokölluðu netsjónvarpi þar sem íslenskir aðilar bjóða erlendar sjónvarpsstöðvar, myndefni eftir pöntun og íþróttaviðburði. Við höfum sett okkur í samband við flesta þessa aðila og hafði eigandi IPTV Iceland ekki orðið við beiðni rétthafa um að hætta starfsemi sinni og loka fyrir aðgang viðskiptamanna sinna að því hljóð- og myndefni sem hann miðlar til þeirra. Hafði FRÍSK með umboði Sýnar hf. því aðeins þann kost að grípa til lögbannsaðgerða til að vernda hagsmuni félagsmanna sinna.“ er haft eftir Hallgrími Kristinssyni, formanni FRÍSK. „Það má því búast við fleiri svona aðgerðum á næstunni ef aðrir láta ekki af sömu iðju“ segir Hallgrímur að lokum. Íslenskir rétthafar tapa um 1.1 milljarði á ársgrundvelli vegna ólöglegs streymis og niðurhals, að því er fram kemur í tilkynningunni. Greinin skapar þúsundir starfa og samanlagt renna um 12 milljarðar króna til hins opinbera vegna iðnaðarins. Verður leitað staðfestingar á lögbanninu fyrir dómstólum, auk þess sem krafist verður viðurkenningar á skaðabótaábyrgð viðkomandi aðila. Þá verður háttsemi fyrirsvarsmanns einnig kærð til lögreglu von bráðar.Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjölmiðlar Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Að gefnu tilefni er rétt að árétta að greinin birtist í maí 2018. FRÍSK, Félag rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndiðnaði, í umboði Sýnar hf. hefur fengið lagt á lögbann gagnvart forsvarsmanni IPTV Iceland, sem bæði veitir eða selur aðgang að sjónvarpsútsendingum, þ.m.t. hljóð- og myndefni, sem og dagskrá þar sem sýnt er meðal annars frá knattspyrnuleikjum í ensku úrvalsdeildinni sem Sýn á einkaréttinn á til sýningar á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FRÍSK en þar segir að IPTV Iceland selji viðskiptavinum sínum aðgang að svokölluðu „netsjónvarpi“ sem inniheldur aðgang að útsendingum hundruð sjónvarpsstöðva, auk aðgangs að kvikmyndum sem horfa má á samkvæmt pöntun. Á öllum þeim sjónvarpsrásum er sýnt sjónvarpsefni sem verndað er af höfundarrétti og reglum höfundalaga, að því er fram kemur í tilkynningunni. Þar segir enn fremur að IPTV Iceland hafi ekki aflað sér heimildar frá rétthöfum til sýningar á dagskrá sjónvarpsstöðvanna, hvorki frá sjónvarpsstöðvunum sjálfum, né frá rétthöfum og eigendum höfundarréttinda að einstökum dagskrárliðum. Þær sjónvarpsstöðvar hafa þar að auki hvorki vilja né heimildir frá rétthöfum þess myndefnis sem þar er sýnt, til að sýna umrætt efni hér á landi. Háttsemin er sögð brjóta gegn fjölmörgum ákvæðum höfundalaga, auk annarra laga. Þess var krafist að fyrirsvarsmaður IPTV Iceland yrði í öllum skilningi gert að hætta að dreifa og gera aðgengilegt höfundarvarið sjónvarpsefni, þar meða talið útsendingar og dagskrárgerð sem tengist ensku úrvalsdeildinni. Sýslumaður tók undir þær kröfur og lagði lögbann við starfseminni. „Við erum að sjá aukið framboð á svokölluðu netsjónvarpi þar sem íslenskir aðilar bjóða erlendar sjónvarpsstöðvar, myndefni eftir pöntun og íþróttaviðburði. Við höfum sett okkur í samband við flesta þessa aðila og hafði eigandi IPTV Iceland ekki orðið við beiðni rétthafa um að hætta starfsemi sinni og loka fyrir aðgang viðskiptamanna sinna að því hljóð- og myndefni sem hann miðlar til þeirra. Hafði FRÍSK með umboði Sýnar hf. því aðeins þann kost að grípa til lögbannsaðgerða til að vernda hagsmuni félagsmanna sinna.“ er haft eftir Hallgrími Kristinssyni, formanni FRÍSK. „Það má því búast við fleiri svona aðgerðum á næstunni ef aðrir láta ekki af sömu iðju“ segir Hallgrímur að lokum. Íslenskir rétthafar tapa um 1.1 milljarði á ársgrundvelli vegna ólöglegs streymis og niðurhals, að því er fram kemur í tilkynningunni. Greinin skapar þúsundir starfa og samanlagt renna um 12 milljarðar króna til hins opinbera vegna iðnaðarins. Verður leitað staðfestingar á lögbanninu fyrir dómstólum, auk þess sem krafist verður viðurkenningar á skaðabótaábyrgð viðkomandi aðila. Þá verður háttsemi fyrirsvarsmanns einnig kærð til lögreglu von bráðar.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjölmiðlar Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira