Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Félagsmálaráðherra hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði óháð úttekt á störfum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu.

Verði niðurstaða þeirrar úttektar á annan veg en úttekt ráðuneytisis á störfum Braga, segir ráðherra að það muni hafa áhrif á tilnefningu hans til Barnaréttarnefndar sameinuðu þjóðanna.

Fjallað verður um þetta mál í fréttum Stöðvar tvö.

Einnig verður sagt frá viðbragðsáætlun Landspítalans út af ákvörðun ljósmæðra um að vinna ekki yfirvinnu frá og með morgundeginum. Þá verður fjallað um bensínsprengjuárásina í Súðavogi og nýjan votlendissjóð sem tók formlega til starfa í dag. ​




Fleiri fréttir

Sjá meira


×