Tugir látnir eftir sprengjuárásir í Afganistan Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar 30. apríl 2018 13:01 Öryggissveitir flýja eftir aðra sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl í morgun. AP Hið minnsta 30 manns liggja í valnum eftir röð mannskæðra árása í Afganistan í dag. 25 eru látnir og 45 eru slasaðir eftir tvær sjálfsmorðssprengjuárásir sem gerðar voru í miðborg Kabúl í Afganistan í morgun. Íslamska ríkið (ISIS) hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum. Talsmaður lögreglunnar í Kabúl, Hashmat Stanekzai, staðfestir þetta við AP fréttastofuna. Fyrri árásin var sjálfsmorðsárás og seinni árásarmaðurinn var dulbúinn sem blaðamaður. Hann kom sér fyrir í hópi þeirra blaðamanna sem komu á vettvang fyrri sprengingarinnar og sprengdi sig í loft upp. Níu blaðamenn féllu í árásinni, þar á meðal aðal ljósmyndari AFP fréttastofunnar í Kabúl, Shah Marai, og þrír blaðamenn Radio Free Europe. Samtökin Blaðamenn án landamæra (RSF) segja þetta banvænustu árás beinda gegn blaðamönnum frá falli Talíbana árið 2001 og hvatti stjórnvöld til að gera meira til að vernda blaðamenn. Önnur sjálfsmorðssprengjuárás varð nokkrum klukkutímum síðar í Kandahar héraði í Afganistan. Árásin beindist gegn bílalest rúmenskra hermanna á vegum NATO og varð ellefu börnum að bana, 16 til viðbótar særðust. AP fréttastofan hefur þetta eftir Matiullah Helal, talsmanni lögreglunnar í héraðinu. Bifreið var ekið inn í bílalestina um leið og hún fór fram hjá hópi barna en þau voru í skóla skammt frá bílaestinni. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri árás. Ahman Shah, fréttamaður fyrir BBC í Afganistan, lést einnig í óskildri árás í dag eftir að byssumaður skaut hann til bana í Khost héraði. Najib Sharifi, framkvæmdarstjóri öryggisnefndar afgangskra blaðamanna (AJSC) segir Shah hafa verið á leið heim úr vinnunni þegar ráðist var á hann, ekki hafi tekist að bera kennsl á byssumanninn. Mannskæðar árásir hafa verið tíðar í Afganistan undanfarna mánuði. Fréttin var uppfærð kl. 14:15 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
Hið minnsta 30 manns liggja í valnum eftir röð mannskæðra árása í Afganistan í dag. 25 eru látnir og 45 eru slasaðir eftir tvær sjálfsmorðssprengjuárásir sem gerðar voru í miðborg Kabúl í Afganistan í morgun. Íslamska ríkið (ISIS) hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum. Talsmaður lögreglunnar í Kabúl, Hashmat Stanekzai, staðfestir þetta við AP fréttastofuna. Fyrri árásin var sjálfsmorðsárás og seinni árásarmaðurinn var dulbúinn sem blaðamaður. Hann kom sér fyrir í hópi þeirra blaðamanna sem komu á vettvang fyrri sprengingarinnar og sprengdi sig í loft upp. Níu blaðamenn féllu í árásinni, þar á meðal aðal ljósmyndari AFP fréttastofunnar í Kabúl, Shah Marai, og þrír blaðamenn Radio Free Europe. Samtökin Blaðamenn án landamæra (RSF) segja þetta banvænustu árás beinda gegn blaðamönnum frá falli Talíbana árið 2001 og hvatti stjórnvöld til að gera meira til að vernda blaðamenn. Önnur sjálfsmorðssprengjuárás varð nokkrum klukkutímum síðar í Kandahar héraði í Afganistan. Árásin beindist gegn bílalest rúmenskra hermanna á vegum NATO og varð ellefu börnum að bana, 16 til viðbótar særðust. AP fréttastofan hefur þetta eftir Matiullah Helal, talsmanni lögreglunnar í héraðinu. Bifreið var ekið inn í bílalestina um leið og hún fór fram hjá hópi barna en þau voru í skóla skammt frá bílaestinni. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri árás. Ahman Shah, fréttamaður fyrir BBC í Afganistan, lést einnig í óskildri árás í dag eftir að byssumaður skaut hann til bana í Khost héraði. Najib Sharifi, framkvæmdarstjóri öryggisnefndar afgangskra blaðamanna (AJSC) segir Shah hafa verið á leið heim úr vinnunni þegar ráðist var á hann, ekki hafi tekist að bera kennsl á byssumanninn. Mannskæðar árásir hafa verið tíðar í Afganistan undanfarna mánuði. Fréttin var uppfærð kl. 14:15
Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira