Enski boltinn

Stjórn United stendur með Mourinho í baráttunni við Pogba

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Paul Pogba er ósáttur við Mourinho.
Paul Pogba er ósáttur við Mourinho. vísir/getty
Stjórn Manchester United stendur með José Mourinho, knattspyrnustjóra félagsins, í „valdabaráttu“ hans gegn Paul Pogba, dýrasta leikmanns liðsins frá upphafi. Frá þessu er greint á vefsíðu The Guardian.

Blaðamaðurinn Jamie Jackson skrifar fréttina en hann fjallar um Manchester-liðin fyrir enska blaðið. Jackson virðist vera með beina línu inn á skrifstofu Ed Woodward, stjórnarformanns United, en hann var líka lang fyrstur með fréttina um að stjórn United stæði við bakið á Mourinho eftir 3-0 tapið á móti Tottenham.

Mourinho staðfesti í gær að Pogba mun aldrei aftur bera fyrirliðaband Manchester United á meðan að hann starfar hjá félaginu en Pogba hefur margsinnis verið sagður mjög ósáttur við Mourinho og veru sína hjá United.

„Eini sannleikurinn er sá að ég ákvað að hann væri ekki varafyrirliði lengur, en það er ekkert ósætti, engin vandamál,“ sagði Mourinho eftir tapleikinn á móti Derby í deildabikarnum í gærkvöldi.

Pogba er í blöðum dagsins sagður á útleið frá United strax í janúar en enska stórveldið er sagt vilja fá 200 milljónir punda fyrir Frakkann.


Tengdar fréttir

Deschamps segir Pogba misskilinn

Landsliðsþjálfari Frakka Didier Deschamps segir franska miðjumanninn Paul Pogba vera misskilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×