Skiptar skoðanir á Englandi um ágæti VAR Arnar Geir Halldórsson skrifar 17. febrúar 2018 21:29 vísir/getty Jose Mourinho varði kerfið eftir leikinn en áhugavert hefði verið að heyra í Portúgalanum ef galin ákvörðun myndbandadómgæslunnar hefði haft teljandi áhrif á úrslit leiksins. ,,Ég veit hvað VAR færir okkur og það hefur sína kosti og sína galla. Það er á tilraunastigi núna og þeir verða að losna við gallana til að gera kerfið fullkomið. Annars gengur þetta ekki upp," sagði Mourinho eftir leik. Löglegt mark var tekið af Juan Mata en spænski miðjumaðurinn er á því að þessi tækni sé af hinu góða fyrir fótboltann. ,,Ég er fylgjandi VAR og ég held að það sé gott fyrir fótboltann. Sérstaklega til að taka mikilvægar ákvarðanir og gera leikinn sanngjarnari en í dag virkaði það illa gegn mér og okkur. Sem betur fer þurftum við ekki á þessu marki að halda því við unnum leikinn," sagði Mata. David Wagner, stjóri Huddersfield er hins vegar alls ekki sammála því að myndbandadómgæsla bæti leikinn. ,,Vissulega var ákvörðunin okkur í hag en þetta VAR dæmi drepur allar tilfinningar í leiknum. Það er ástæðan fyrir því að mér líkar illa við það en ég er ekki maðurinn sem tekur ákvörðun um framtíð þess," sagði David Wagner, stjóri Huddersfield. VAR-umræðan yfirtekið enska bikarinnEnska knattspyrnusambandið tók ákvörðun um að prófa myndbandadómgæsluna í enska bikarnum á þessari leiktíð og hefur það vakið mikið umtal. 8.janúar - Brighton vinnur sigur á Crystal Palace þar sem VAR er notað í fyrsta skipti í fótboltaleik á Englandi 16.janúar - Mark er dæmt af Kelechi Iheanacho í leik Leicester gegn Fleetwood vegna rangstöðu. Markið var svo dæmt gott og gilt vegna VAR. 17.janúar - Willian fékk gult spjald fyrir leikaraskap innan teigs gegn Norwich. Þegar betur var að gáð var greinilega brotið á Willian en ekki var notast við VAR. 27.janúar - Leikur Liverpool og WBA var afar skrautlegur vegna notkunar á VAR. Mark var dæmt af WBA, Liverpool fékk vítaspyrnu í gegnum VAR og töluverðan tíma tók að fá úr því skorið hvort sigurmark WBA fengi að standa, sem það gerði svo að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir VAR-skandall þegar Man Utd tryggði sér farseðil í 8-liða úrslit Myndbandadómgæslan dæmdi löglegt mark af Man Utd. Það kom þó ekki að sök þar sem liðið vann 2-0 sigur. 17. febrúar 2018 19:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Jose Mourinho varði kerfið eftir leikinn en áhugavert hefði verið að heyra í Portúgalanum ef galin ákvörðun myndbandadómgæslunnar hefði haft teljandi áhrif á úrslit leiksins. ,,Ég veit hvað VAR færir okkur og það hefur sína kosti og sína galla. Það er á tilraunastigi núna og þeir verða að losna við gallana til að gera kerfið fullkomið. Annars gengur þetta ekki upp," sagði Mourinho eftir leik. Löglegt mark var tekið af Juan Mata en spænski miðjumaðurinn er á því að þessi tækni sé af hinu góða fyrir fótboltann. ,,Ég er fylgjandi VAR og ég held að það sé gott fyrir fótboltann. Sérstaklega til að taka mikilvægar ákvarðanir og gera leikinn sanngjarnari en í dag virkaði það illa gegn mér og okkur. Sem betur fer þurftum við ekki á þessu marki að halda því við unnum leikinn," sagði Mata. David Wagner, stjóri Huddersfield er hins vegar alls ekki sammála því að myndbandadómgæsla bæti leikinn. ,,Vissulega var ákvörðunin okkur í hag en þetta VAR dæmi drepur allar tilfinningar í leiknum. Það er ástæðan fyrir því að mér líkar illa við það en ég er ekki maðurinn sem tekur ákvörðun um framtíð þess," sagði David Wagner, stjóri Huddersfield. VAR-umræðan yfirtekið enska bikarinnEnska knattspyrnusambandið tók ákvörðun um að prófa myndbandadómgæsluna í enska bikarnum á þessari leiktíð og hefur það vakið mikið umtal. 8.janúar - Brighton vinnur sigur á Crystal Palace þar sem VAR er notað í fyrsta skipti í fótboltaleik á Englandi 16.janúar - Mark er dæmt af Kelechi Iheanacho í leik Leicester gegn Fleetwood vegna rangstöðu. Markið var svo dæmt gott og gilt vegna VAR. 17.janúar - Willian fékk gult spjald fyrir leikaraskap innan teigs gegn Norwich. Þegar betur var að gáð var greinilega brotið á Willian en ekki var notast við VAR. 27.janúar - Leikur Liverpool og WBA var afar skrautlegur vegna notkunar á VAR. Mark var dæmt af WBA, Liverpool fékk vítaspyrnu í gegnum VAR og töluverðan tíma tók að fá úr því skorið hvort sigurmark WBA fengi að standa, sem það gerði svo að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir VAR-skandall þegar Man Utd tryggði sér farseðil í 8-liða úrslit Myndbandadómgæslan dæmdi löglegt mark af Man Utd. Það kom þó ekki að sök þar sem liðið vann 2-0 sigur. 17. febrúar 2018 19:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
VAR-skandall þegar Man Utd tryggði sér farseðil í 8-liða úrslit Myndbandadómgæslan dæmdi löglegt mark af Man Utd. Það kom þó ekki að sök þar sem liðið vann 2-0 sigur. 17. febrúar 2018 19:30