Innlent

Handtekinn grunaður um að hafa ráðist á fólk með spýtu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Ölvaður maður var laust fyrir miðnætti handtekinn í Austurstræti þar sem hann hafði ráðist á fólk og hús með spýtu.
Ölvaður maður var laust fyrir miðnætti handtekinn í Austurstræti þar sem hann hafði ráðist á fólk og hús með spýtu. Vísir/Vilhelm
Ölvaður maður var laust fyrir miðnætti handtekinn í Austurstræti þar sem hann hafði ráðist á fólk og hús með spýtu. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Tvær bifreiðar voru stöðvaðar í miðbæ Reykjavíkur í nótt, annars vegar á Fríkirkjuvegi og hins vegar Hverfisgötu. Ökumennirnir eru grunaðir um ölvu við akstur.

Bifreið var um hálf eitt leytið í nótt stöðvuð á Reykjanesbraut eftir hraðamælingu við Bæjarlind í Kópavogi. Mældur hraði ökutækis var 167 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum sínum til bráðabirgða.

Laust fyrir klukkan eitt í nótt stöðvaði lögregla bifreið á Rjúpnavegi. Ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.

Klukkan korter í ellefu í gærkvöld stöðvaði lögregla bifreið við Norðurfell. Ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Maðurinn reyndist ítrekað hafa verið sviptur ökuréttindum og brot á vopnalögum.

Laust fyrir sjöleytið í gærkvöldi var lögreglu tilkynnt um þjófnað úr aðstöðu starfsmanna verslunar við Rofabæ. Maður hafði komið þar inn og stolið fatnaði og munum. Hann var handtekinn og var fatnaði og munum skilað. Maðurinn var látinn laus að lokinni skýrslutöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×