Ísland ekki starfið fyrir Moyes á þessum tímapunkti Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júlí 2018 09:30 David Moyes stýrði síðast West Ham í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty Skoski þjálfarinn David Moyes verður nær örugglega ekki næsti þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta en umboðsmaður hans segir Ísland ekki skrefið fyrir hann á þessum tímapunkti. Moyes er atvinnulaus eftir að hann lét af störfum hjá West Ham undir lok leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni en hann er hvað þekktastur fyrir áratug sinn hjá Everton og að vera maðurinn sem tók við af Sir Alex Ferguson hjá Manchester United. Skotinn er með mikla tengingu við Ísland en faðir hans, David Moyes eldri, kom hingað margsinnis á árum áður og stuðlaði að miklum og góðum samskiptum íslenska og skoska fótboltans. Hann var sæmdur gullmerki KSÍ árið 1978. David Moyes yngri kom oft með föður sínum til Vestmannaeyja og æfði með Tý en spilaði þó aldrei leik eins og hann viðurkenndi í viðtali við Vísi fyrir þremur árum.Moyes er í góðu sambandi við Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni en þeir voru í afmælisveislu föður hans sem haldin var hér á landi fyrir nokkrum árum. Það kæmi því ekkert á óvart ef KSÍ myndi slá á þráðinn til fyrrverandi United-stjórans en það hefur ekki verið gert. „Það hefur ekki verið haft samband við okkur,“ segir Kenny Moyes, bróðir og umboðsmaður Davids Moyes, í samtali við Vísi í morgunsárið. „Ég er ekki viss um að þetta sé starfið fyrir hann þessa stundina.“ Kenny segir David Moyes vilja komast aftur í leikinn en þá helst með félagsliði og það á Bretlandseyjum. „Hann hefur hafnað nokkrum tilboðum nú þegar. Það er auðvitað leiðinlegt að bíða bara eftir því að einhver góður maður missi starfið sitt en svona er skrímslið sem er fótboltinn,“ segir Kenny, en myndi hann eða bróðir hans ræða við KSÍ ef símtal myndi berast? „Ekki spurning. Við erum auðvitað með mikla og sterka tengingu við Ísland þannig að sjálfsögðu myndum við taka spjallið,“ segir Kenny Moyes. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Guðni: Erum með góða ráðgjafa sem hjálpa okkur í þjálfaraleitinni Guðni Bergsson hefur ekki mikinn tíma til að ákvaða næstu skref í þjálfaraleit íslenska landsliðsins 17. júlí 2018 19:30 Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sjá meira
Skoski þjálfarinn David Moyes verður nær örugglega ekki næsti þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta en umboðsmaður hans segir Ísland ekki skrefið fyrir hann á þessum tímapunkti. Moyes er atvinnulaus eftir að hann lét af störfum hjá West Ham undir lok leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni en hann er hvað þekktastur fyrir áratug sinn hjá Everton og að vera maðurinn sem tók við af Sir Alex Ferguson hjá Manchester United. Skotinn er með mikla tengingu við Ísland en faðir hans, David Moyes eldri, kom hingað margsinnis á árum áður og stuðlaði að miklum og góðum samskiptum íslenska og skoska fótboltans. Hann var sæmdur gullmerki KSÍ árið 1978. David Moyes yngri kom oft með föður sínum til Vestmannaeyja og æfði með Tý en spilaði þó aldrei leik eins og hann viðurkenndi í viðtali við Vísi fyrir þremur árum.Moyes er í góðu sambandi við Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni en þeir voru í afmælisveislu föður hans sem haldin var hér á landi fyrir nokkrum árum. Það kæmi því ekkert á óvart ef KSÍ myndi slá á þráðinn til fyrrverandi United-stjórans en það hefur ekki verið gert. „Það hefur ekki verið haft samband við okkur,“ segir Kenny Moyes, bróðir og umboðsmaður Davids Moyes, í samtali við Vísi í morgunsárið. „Ég er ekki viss um að þetta sé starfið fyrir hann þessa stundina.“ Kenny segir David Moyes vilja komast aftur í leikinn en þá helst með félagsliði og það á Bretlandseyjum. „Hann hefur hafnað nokkrum tilboðum nú þegar. Það er auðvitað leiðinlegt að bíða bara eftir því að einhver góður maður missi starfið sitt en svona er skrímslið sem er fótboltinn,“ segir Kenny, en myndi hann eða bróðir hans ræða við KSÍ ef símtal myndi berast? „Ekki spurning. Við erum auðvitað með mikla og sterka tengingu við Ísland þannig að sjálfsögðu myndum við taka spjallið,“ segir Kenny Moyes.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Guðni: Erum með góða ráðgjafa sem hjálpa okkur í þjálfaraleitinni Guðni Bergsson hefur ekki mikinn tíma til að ákvaða næstu skref í þjálfaraleit íslenska landsliðsins 17. júlí 2018 19:30 Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sjá meira
Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45
Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08
Guðni: Erum með góða ráðgjafa sem hjálpa okkur í þjálfaraleitinni Guðni Bergsson hefur ekki mikinn tíma til að ákvaða næstu skref í þjálfaraleit íslenska landsliðsins 17. júlí 2018 19:30
Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15