Kannabis lögleitt í Kanada Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júní 2018 06:00 Kanada fetar í fótspor Úrúgvæ. Vísir/Getty Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gærkvöld að heimila alfarið vímuefnið kannabis í landinu. Löggjöfin sem samþykkt var í gærkvöldi, með 52 atkvæðum gegn 29, kveður á um hvernig efnið skuli ræktað, selt og hvernig því skuli dreift í Kanada. Ætlað er að Kanadamenn geti löglega keypt sér kannabis með haustinu. Varsla kannabis varð fyrst gerð ólögleg í Kanada árið 1923 en notkun efnisins í lækningaskyni var heimiluð árið 2001. Á næstu mánuðum geta Kanadamenn hins vegar keypt sér kannabis og kannabisolíu hjá vottuðum söluaðilum í völdum útibúum. Kannabiskaupaaldurinn verður 18 ár en nokkur kanadísk héröð hafa farið fram á að hann verði 19 ár. Með samþykkt gærkvöldsins er Kanada þar með annað landið í heiminum sem löggildir vímuefnið að fullu en Úrúgvæ reið á vaðið árið 2013. Þá hafa nokkur fylki í Bandaríkjunum einnig rýmkað löggjafir sínar í málaflokknum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fagnaði niðurstöðunni í gærkvöldi. Hann segir að fram til þess hafi börn átt of auðvelt með að nálgast efnið í landinu - „og fyrir glæpamenn að hirða gróðann.“ Talið er að Kanadamenn hafi varið næstum 500 milljörðum króna í kannabis árið 2015, álíka miklu og í vín það árið. Löggæsluyfirvöld og sveitarstjórnir munu fá um 8 til 12 vikur til að undirbúa sig fyrir lagabreytinguna. Er það talinn nægur tími til að koma á laggirnar hinum formlegu kannabisverslunum.It's been too easy for our kids to get marijuana - and for criminals to reap the profits. Today, we change that. Our plan to legalize & regulate marijuana just passed the Senate. #PromiseKept— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) June 20, 2018 Tengdar fréttir Íhaldsmaður vill bylta löggjöf Breta um kannabis Fyrrverandi formaður breska íhaldsflokksins, William Hague, kallar eftir því að stjórnvöld þar í landi gjörbylti löggjöf sinni um kannabis. 19. júní 2018 06:32 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Sjá meira
Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gærkvöld að heimila alfarið vímuefnið kannabis í landinu. Löggjöfin sem samþykkt var í gærkvöldi, með 52 atkvæðum gegn 29, kveður á um hvernig efnið skuli ræktað, selt og hvernig því skuli dreift í Kanada. Ætlað er að Kanadamenn geti löglega keypt sér kannabis með haustinu. Varsla kannabis varð fyrst gerð ólögleg í Kanada árið 1923 en notkun efnisins í lækningaskyni var heimiluð árið 2001. Á næstu mánuðum geta Kanadamenn hins vegar keypt sér kannabis og kannabisolíu hjá vottuðum söluaðilum í völdum útibúum. Kannabiskaupaaldurinn verður 18 ár en nokkur kanadísk héröð hafa farið fram á að hann verði 19 ár. Með samþykkt gærkvöldsins er Kanada þar með annað landið í heiminum sem löggildir vímuefnið að fullu en Úrúgvæ reið á vaðið árið 2013. Þá hafa nokkur fylki í Bandaríkjunum einnig rýmkað löggjafir sínar í málaflokknum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fagnaði niðurstöðunni í gærkvöldi. Hann segir að fram til þess hafi börn átt of auðvelt með að nálgast efnið í landinu - „og fyrir glæpamenn að hirða gróðann.“ Talið er að Kanadamenn hafi varið næstum 500 milljörðum króna í kannabis árið 2015, álíka miklu og í vín það árið. Löggæsluyfirvöld og sveitarstjórnir munu fá um 8 til 12 vikur til að undirbúa sig fyrir lagabreytinguna. Er það talinn nægur tími til að koma á laggirnar hinum formlegu kannabisverslunum.It's been too easy for our kids to get marijuana - and for criminals to reap the profits. Today, we change that. Our plan to legalize & regulate marijuana just passed the Senate. #PromiseKept— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) June 20, 2018
Tengdar fréttir Íhaldsmaður vill bylta löggjöf Breta um kannabis Fyrrverandi formaður breska íhaldsflokksins, William Hague, kallar eftir því að stjórnvöld þar í landi gjörbylti löggjöf sinni um kannabis. 19. júní 2018 06:32 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Sjá meira
Íhaldsmaður vill bylta löggjöf Breta um kannabis Fyrrverandi formaður breska íhaldsflokksins, William Hague, kallar eftir því að stjórnvöld þar í landi gjörbylti löggjöf sinni um kannabis. 19. júní 2018 06:32