„Þeir hefðu allir viljað vera í þessum hópi“ Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 13. júní 2018 11:30 Albert gæti orðið leiðtogi í íslenska landsliðinu einn daginn en miklar vonir eru bundnar við hann í framtíðinni. Vísir/Vilhelm Albert Guðmundsson er einn efnilegasti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Þetta er niðustaða Goal.com sem setti KR-inginn uppalda í áttunda sæti listans sem franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe leiðir. Albert segir lífið í Rússlandi rólegt en skemmtilegt. Það sé gott að vera kominn út, hér sé einbeitingin alfarið á verkefnið frekar en heima fyrir brottför þar sem áreitið var mikið. Á hótelinu sé allt til alls. „Staffið er að gera allt sitt besta svo við þurfum ekki að gera handtak,“ segir Albert. Ekkert hafi komið á óvart en sem komið en Albert á von á að það breytist þegar nær dregur leikjunum. „Þetta verður augljóslega stórt en þetta verður bara gaman.“Strákarnir á æfingu í Kabardinka í Gelendzhik þar sem sólin er alltaf í heimsókn.Vísir/VilhelmHann telur auðveldara fyrir íslenska liðið að undirbúa sig fyrir að mæta Argentínu en öfugt. „Við höfum séð þessa gæja spila í bestu liðum í Evrópu. Við vitum hvernig týpur þeir eru,“ segir Albert. Þeir séu kandídatar í að verða heimsmeistarar. „Já, þess vegna en ef þú hefðir spurt hvort við værum það hefði ég sagt það um okkur.“ Hann segist gera sér vonir um að spila í öllum leikjum. Þannig vilji hann undirbúa sig fyrir leiki og vera klár, ef og þegar kallið kemur. Frekar en að reikna ekki með mínútum og vera ekki klár á því augnabliki sem hans krafta er þörf.Þorgrímur Þráinsson og Ríkharður Daðason eru strákunum til halds og trausts.Vísir/VilhelmÁ hótelinu stytta strákarnir sér stundir í „players lounge“. „Þar erum við að chilla nokkrir saman. Þar erum við með pool borð, borðtennisborð, pílukast og bíósal,“ segir framherjinn og þar drepi þeir tíma. Svo er einhver rússneskur pool leikur sem fáir sklja nokkuð í. Kristinn V. Jóhannsson búningastjóri hefur sagt vandamálið það að kúlurnar séu stærri en vasarnir sem þær eigi að fara ofan í. „Það er mjög erfitt að ná tökum á þessum leik, mjög erfitt að skora,“ segir Albert. Leikmennirnir þrír sem búa og spila fótbolta í Rússlandi geti lítið hjálpað þeim. „Þeir hafa ekki kynnt sér þetta nógu vel því það leit ekkert sérstaklega út þegar þeir voru að reyna að kenna okkur þetta,“ segir Albert. Björn Bergmann, Ragnar og Sverrir Ingi spila með liði Rostov í samnefndri borg.Blaðamaður Goal.com bendir réttilega á að Albert verður 21 árs þann 15. júní.Goal.comAlbert var í áttunda sæti á lista Goal.com á dögunum yfir efnilegustu leikmenn á HM. „Það er auðvitað mikill heiður að vera í þessum flotta hóp. Ég sá hann einmitt en þetta er ekkert sem er að fara að slá mig útaf laginu. Ég held mínum fókus og einbeiti mér að verkefninu,“ segir Albert. Í landsliðinu er grínast um allt og ekkert en Albert segir ekkert hafa verið skotið á hann útaf listanum góða. „Nei, ekki þannig. Ég held að þeir hefðu allir viljað vera í þessum hópi. Það er samt banter allan daginn en ekki beint um þetta,“ segir Albert. Honum líður vel í Rússlandi og til marks um það sefur hann afar vel. „Ég sef bara eins og barnið sem ég kannski er.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Albert Guðmundsson er einn efnilegasti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Þetta er niðustaða Goal.com sem setti KR-inginn uppalda í áttunda sæti listans sem franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe leiðir. Albert segir lífið í Rússlandi rólegt en skemmtilegt. Það sé gott að vera kominn út, hér sé einbeitingin alfarið á verkefnið frekar en heima fyrir brottför þar sem áreitið var mikið. Á hótelinu sé allt til alls. „Staffið er að gera allt sitt besta svo við þurfum ekki að gera handtak,“ segir Albert. Ekkert hafi komið á óvart en sem komið en Albert á von á að það breytist þegar nær dregur leikjunum. „Þetta verður augljóslega stórt en þetta verður bara gaman.“Strákarnir á æfingu í Kabardinka í Gelendzhik þar sem sólin er alltaf í heimsókn.Vísir/VilhelmHann telur auðveldara fyrir íslenska liðið að undirbúa sig fyrir að mæta Argentínu en öfugt. „Við höfum séð þessa gæja spila í bestu liðum í Evrópu. Við vitum hvernig týpur þeir eru,“ segir Albert. Þeir séu kandídatar í að verða heimsmeistarar. „Já, þess vegna en ef þú hefðir spurt hvort við værum það hefði ég sagt það um okkur.“ Hann segist gera sér vonir um að spila í öllum leikjum. Þannig vilji hann undirbúa sig fyrir leiki og vera klár, ef og þegar kallið kemur. Frekar en að reikna ekki með mínútum og vera ekki klár á því augnabliki sem hans krafta er þörf.Þorgrímur Þráinsson og Ríkharður Daðason eru strákunum til halds og trausts.Vísir/VilhelmÁ hótelinu stytta strákarnir sér stundir í „players lounge“. „Þar erum við að chilla nokkrir saman. Þar erum við með pool borð, borðtennisborð, pílukast og bíósal,“ segir framherjinn og þar drepi þeir tíma. Svo er einhver rússneskur pool leikur sem fáir sklja nokkuð í. Kristinn V. Jóhannsson búningastjóri hefur sagt vandamálið það að kúlurnar séu stærri en vasarnir sem þær eigi að fara ofan í. „Það er mjög erfitt að ná tökum á þessum leik, mjög erfitt að skora,“ segir Albert. Leikmennirnir þrír sem búa og spila fótbolta í Rússlandi geti lítið hjálpað þeim. „Þeir hafa ekki kynnt sér þetta nógu vel því það leit ekkert sérstaklega út þegar þeir voru að reyna að kenna okkur þetta,“ segir Albert. Björn Bergmann, Ragnar og Sverrir Ingi spila með liði Rostov í samnefndri borg.Blaðamaður Goal.com bendir réttilega á að Albert verður 21 árs þann 15. júní.Goal.comAlbert var í áttunda sæti á lista Goal.com á dögunum yfir efnilegustu leikmenn á HM. „Það er auðvitað mikill heiður að vera í þessum flotta hóp. Ég sá hann einmitt en þetta er ekkert sem er að fara að slá mig útaf laginu. Ég held mínum fókus og einbeiti mér að verkefninu,“ segir Albert. Í landsliðinu er grínast um allt og ekkert en Albert segir ekkert hafa verið skotið á hann útaf listanum góða. „Nei, ekki þannig. Ég held að þeir hefðu allir viljað vera í þessum hópi. Það er samt banter allan daginn en ekki beint um þetta,“ segir Albert. Honum líður vel í Rússlandi og til marks um það sefur hann afar vel. „Ég sef bara eins og barnið sem ég kannski er.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti