Páfi lofar því að kirkjan hylmi ekki lengur yfir með níðingum Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2018 13:41 Frans páfi stílaði bréf sitt á allt kaþólskt fólk, um 1,2 milljarða manna. Það er í fyrsta skipti sem páfi tekur á kynferðisbrotum innan kirkjunnar við allt kaþólskt fólk. Vísir/EPA Kynferðisbrot kaþólskra presta hafa lengi verið hunsuð eða þögguð niður og uppræta þarf þá menningu. Þetta kemur fram í bréfi sem Frans páfi hefur skrifað kaþólsku fólki um allan heim. Þar lofar páfi því að kirkjan muni ekki lengur hylma yfir misnotkun innan hennar. Ásakanir um áralanga misnotkun kirkjunnar manna á sóknarbörnum hafa komið fram í fjölda landa. Þannig birti ákærudómstóll í Bandaríkjunum nýlega gögn um umfangsmikla kynferðislega misnotkun presta á börnum í Pennsylvaníuríki og yfirhylmingu yfirmanna kirkjunnar á henni. Bréf páfa til kaþólsks fólks er sagt fordæmalaust. Fyrri bréf páfa sem varða kynferðisbrot innan kirkjunnar hafa fram að þessu aðeins farið til biskupa og sóknarbarna í einstökum ríkjum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bréfið var stílað á „guðsfólk“. „Við höfum gert okkur grein fyrir því að þessi sár hverfa aldrei og að þau krefjast þess að við fordæmum þessi voðaverk af hörku og tökum saman höndum um að uppræta þessa dauðamenningu,“ skrifar páfi sem heitir því að kirkjan muni koma í veg fyrir frekari misnotkun og yfirhylmingu. Varðandi brotin í Pennsylvaníu sagði páfi að þau tilheyrðu flest fortíðinni. Ljóst væri þó að þau hafi lengi verið „hunsuð, haldið leyndum eða þau þögguð niður“. Í gögnum ákærudómstólsins kom fram að 301 kaþólskur prestur hefði misnotað þúsundir barna kynferðislega undanfarin sjötíu ár. Páfi er á leið í opinbera heimsókn til Írlands en þar hefur mikil umræða um brot kaþólskra presta farið fram undanfarin ár. Írland Tengdar fréttir Yfirvöld Síle þvinga svör úr kirkjunni Saksóknari segir lögreglu hafa fundið upplýsingar um 30 misnotkunarmál innan kirkjunnar sem voru ekki tilkynnt til lögreglu. 31. júlí 2018 14:17 Kaþólskir prestar brutu kynferðislega gegn þúsundum barna í Pennsylvaníu Biskupar og aðrir háttsettir klerkar innan kaþólsku kirkjunnar í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna hylmdu yfir kynferðisbrot yfir hundrað presta á síðustu sjötíu árum. 15. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Erlent Fleiri fréttir Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Sjá meira
Kynferðisbrot kaþólskra presta hafa lengi verið hunsuð eða þögguð niður og uppræta þarf þá menningu. Þetta kemur fram í bréfi sem Frans páfi hefur skrifað kaþólsku fólki um allan heim. Þar lofar páfi því að kirkjan muni ekki lengur hylma yfir misnotkun innan hennar. Ásakanir um áralanga misnotkun kirkjunnar manna á sóknarbörnum hafa komið fram í fjölda landa. Þannig birti ákærudómstóll í Bandaríkjunum nýlega gögn um umfangsmikla kynferðislega misnotkun presta á börnum í Pennsylvaníuríki og yfirhylmingu yfirmanna kirkjunnar á henni. Bréf páfa til kaþólsks fólks er sagt fordæmalaust. Fyrri bréf páfa sem varða kynferðisbrot innan kirkjunnar hafa fram að þessu aðeins farið til biskupa og sóknarbarna í einstökum ríkjum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bréfið var stílað á „guðsfólk“. „Við höfum gert okkur grein fyrir því að þessi sár hverfa aldrei og að þau krefjast þess að við fordæmum þessi voðaverk af hörku og tökum saman höndum um að uppræta þessa dauðamenningu,“ skrifar páfi sem heitir því að kirkjan muni koma í veg fyrir frekari misnotkun og yfirhylmingu. Varðandi brotin í Pennsylvaníu sagði páfi að þau tilheyrðu flest fortíðinni. Ljóst væri þó að þau hafi lengi verið „hunsuð, haldið leyndum eða þau þögguð niður“. Í gögnum ákærudómstólsins kom fram að 301 kaþólskur prestur hefði misnotað þúsundir barna kynferðislega undanfarin sjötíu ár. Páfi er á leið í opinbera heimsókn til Írlands en þar hefur mikil umræða um brot kaþólskra presta farið fram undanfarin ár.
Írland Tengdar fréttir Yfirvöld Síle þvinga svör úr kirkjunni Saksóknari segir lögreglu hafa fundið upplýsingar um 30 misnotkunarmál innan kirkjunnar sem voru ekki tilkynnt til lögreglu. 31. júlí 2018 14:17 Kaþólskir prestar brutu kynferðislega gegn þúsundum barna í Pennsylvaníu Biskupar og aðrir háttsettir klerkar innan kaþólsku kirkjunnar í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna hylmdu yfir kynferðisbrot yfir hundrað presta á síðustu sjötíu árum. 15. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Erlent Fleiri fréttir Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Sjá meira
Yfirvöld Síle þvinga svör úr kirkjunni Saksóknari segir lögreglu hafa fundið upplýsingar um 30 misnotkunarmál innan kirkjunnar sem voru ekki tilkynnt til lögreglu. 31. júlí 2018 14:17
Kaþólskir prestar brutu kynferðislega gegn þúsundum barna í Pennsylvaníu Biskupar og aðrir háttsettir klerkar innan kaþólsku kirkjunnar í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna hylmdu yfir kynferðisbrot yfir hundrað presta á síðustu sjötíu árum. 15. ágúst 2018 08:00