Alfreð Finnbogason og félagar í þýska liðinu Augsburg gerðu 1-1 jafntefli við Schalke í Bundesligunni í dag. Bayern München vann stórsigur.
Alfreð var í byrjunarliði Augsburg en það var félagi hans í framlínunni Michael Grogoritsch sem kom Augsburg yfir strax á 13. mínútu. Heimamenn í Augsburg leiddu 1-0 þegar komið var til hálfleiks.
Snemma í seinni hálfleik skoraði Daniel Caligiuri jöfnunarmark Schalke og tryggði sínu liði stig úr leiknum.
Alfreð var tekinn af velli undir lok leiksins.
Augsburg fer með jafnteflinu upp í 14. sæti deildarinnar með 14 stig, fjórum stigum frá botninum.
Stórlið Bayern München hefur átt í erfiðleikum í vetur og er í þriðja sæti deildarinnar, sex stigum á eftir Dortmund sem á leik til góða.
Robert Lewandowski, Serge Gnabry, David Alaba og Joshua Kimmich skoruðu mörk Bayern í dag þegar liðið vann Hannover 4-0.
Jafntefli hjá Alfreð
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn



Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn



