Stjórnvöld reiðubúin að kalla út herinn til að bregðast við rafmagnsleysi eftir Brexit Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 11. júlí 2018 20:02 Er ekki kominn tími til að tengja? Vísir/Getty Samkvæmt neyðaráætlun bresku ríkisstjórnarinnar vegna úrgöngu úr Evrópusambandinu gætu stjórnvöld þurft að leggja hald á þúsundir rafaflstöðva og láta þær fljóta á prömmum á Írlandshafi til að koma í veg fyrir rafmagnsleysi á Norður-Írlandi. Herinn gæti þurft að kalla heim herlið og tækjabúnað frá Afganistan til að bregðast við krísunni. Dagblaðið Financial Times birtir í dag viðtal við heimildamann innan ríkisstjórnarinnar sem hefur séð skriflega útgáfu af þessari neyðaráætlun sem er sögð sláandi lesning. Írland og Norður-Írland nota í dag sameiginlegt raforkudreifikerfi sem var samið um í friðarsáttmálanum árið 1998. Dreifikerfið er einn af mörgum þáttum á Írlandi sem flækja úrsögnina úr ESB enda verða Írar áfram í sambandinu eftir að Bretar segja sig formlega frá því á næsta ári. Vegna þeirrar upplausnar sem hefur ríkt í breskum stjórnmálum í tengslum við Brexit hefur litlu verið áorkað í samningaviðræðum við ESB um hluti eins og aðgang að samevrópskum raforkumarkaði. Nú er tíminn að renna út og alls óvíst hvort írsk raforkuver geti haldið áfram að selja orku til breskra neytenda á Norður-Írlandi á næsta ári. Heimildamaður Financial Times innan bresku ríkisstjórnarinnar segir það í raun með ólíkindum að heimurinn hafi ekki veitt þessu meiri athygli. Það sé sláandi að lesa skýrslur um neyðarúrræði sem grípa þurfi til ef allt fer sem horfir. Margt bendi til þess að mikið rafmagnsleysi sé framundan á Norður-Írlandi og ekki séu til nógu margar vararafstöðvar á öllum Bretlandseyjum til að koma í veg fyrir að myrkrið færist yfir Belfast og nágrenni. Í þessari neyð horfir breska ríkisstjórnin helst til hersins. Verið er að undirbúa flóknar aðgerðir sem fela í sér að fleyta prömmum við strendur Norður-Írlands. Rafaflstöðvar verði sendar heim með hraði frá Afganistan og settar á prammana til að geta í það minnsta veitt flestum heimilum rafmagn til skamms tíma. Talsmaður ríkisstjórnarinnar segir í samtali við Financial Times að vissulega séu þessar áætlanir til en vonast sé til að ekki þurfi að grípa til ítrustu úrræða. Enn sé tími til stefnu. Brexit Tengdar fréttir Illa haldið utan um Brexit Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir bresk stjórnvöld hafa haldið illa utan um Brexit. 9. júlí 2018 20:10 Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Sjá meira
Samkvæmt neyðaráætlun bresku ríkisstjórnarinnar vegna úrgöngu úr Evrópusambandinu gætu stjórnvöld þurft að leggja hald á þúsundir rafaflstöðva og láta þær fljóta á prömmum á Írlandshafi til að koma í veg fyrir rafmagnsleysi á Norður-Írlandi. Herinn gæti þurft að kalla heim herlið og tækjabúnað frá Afganistan til að bregðast við krísunni. Dagblaðið Financial Times birtir í dag viðtal við heimildamann innan ríkisstjórnarinnar sem hefur séð skriflega útgáfu af þessari neyðaráætlun sem er sögð sláandi lesning. Írland og Norður-Írland nota í dag sameiginlegt raforkudreifikerfi sem var samið um í friðarsáttmálanum árið 1998. Dreifikerfið er einn af mörgum þáttum á Írlandi sem flækja úrsögnina úr ESB enda verða Írar áfram í sambandinu eftir að Bretar segja sig formlega frá því á næsta ári. Vegna þeirrar upplausnar sem hefur ríkt í breskum stjórnmálum í tengslum við Brexit hefur litlu verið áorkað í samningaviðræðum við ESB um hluti eins og aðgang að samevrópskum raforkumarkaði. Nú er tíminn að renna út og alls óvíst hvort írsk raforkuver geti haldið áfram að selja orku til breskra neytenda á Norður-Írlandi á næsta ári. Heimildamaður Financial Times innan bresku ríkisstjórnarinnar segir það í raun með ólíkindum að heimurinn hafi ekki veitt þessu meiri athygli. Það sé sláandi að lesa skýrslur um neyðarúrræði sem grípa þurfi til ef allt fer sem horfir. Margt bendi til þess að mikið rafmagnsleysi sé framundan á Norður-Írlandi og ekki séu til nógu margar vararafstöðvar á öllum Bretlandseyjum til að koma í veg fyrir að myrkrið færist yfir Belfast og nágrenni. Í þessari neyð horfir breska ríkisstjórnin helst til hersins. Verið er að undirbúa flóknar aðgerðir sem fela í sér að fleyta prömmum við strendur Norður-Írlands. Rafaflstöðvar verði sendar heim með hraði frá Afganistan og settar á prammana til að geta í það minnsta veitt flestum heimilum rafmagn til skamms tíma. Talsmaður ríkisstjórnarinnar segir í samtali við Financial Times að vissulega séu þessar áætlanir til en vonast sé til að ekki þurfi að grípa til ítrustu úrræða. Enn sé tími til stefnu.
Brexit Tengdar fréttir Illa haldið utan um Brexit Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir bresk stjórnvöld hafa haldið illa utan um Brexit. 9. júlí 2018 20:10 Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Sjá meira
Illa haldið utan um Brexit Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir bresk stjórnvöld hafa haldið illa utan um Brexit. 9. júlí 2018 20:10
Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21