Fótbolti

AIK styrkti stöðu sína á toppnum með sigri

Dagur Lárusson skrifar
Haukur Heiðar Hauksson.
Haukur Heiðar Hauksson. vísir/getty
Haukur Heiðar Hauksson sat allan tímann á varamannabekk AIK í sigri þeirra á Trelleborg í sænsku deildinni í dag.

 

Fyrir leikinn var AIK í efsta sæti deildarinnar með 42 stig, tveimur stigum meira en Hammarby í öðru sætinu og því mikil toppbarátta.

 

Liðsmenn AIK voru ekkert að tvínóna við hlutina heldur náðu forystunni strax á 11. mínútu en þá skoraði Robin Jansson og var staðan 1-0 í hálfleik.

 

Henok Goitom skoraði síðan annað mark AIK á 63. mínútu og reyndist það lokamark leiksins og lokatölur því 2-0 fyrir AIK.

 

Haukur kom ekki við sögu í leiknum en AIK er nú komið með 45 stig, en Hammarby á þó leik til góða.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×