Sjaldgæft að slökkvistarf taki yfir fjörutíu stundir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. nóvember 2018 19:00 Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu tókst að ná niðurlögum eldsins í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag. Þá hafði logað þar í yfir fjörutíu stundir. Sjaldgæft er að slökkvistarf taki svo langan tíma en ástæðan er sú að mikið plast var geymt í húsnæðinu að sögn varðstjóra. Algjör eyðilegging blasir við að Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði en þar voru Glugga-og hurðasmiðja SB og Bindivír til húsa ásamt öðrum rekstri. Þá eyðilögðust þrír bílar og lyftari sem stóðu við húsið í eldinum. Alls voru níutíu slökkviliðsmenn að störfum þegar mest var á föstudagskvöldið en um miðnætti í gær var ákveðið að gera hlé þar sem veður og myrkur gerðu slökkvistarf mjög erfitt. Í samtali við fréttastofu sagði Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, að slökkviliðsmaður hafi orðið fyrir óhappi í gærkvöldi. Hann hafi verið í reykköfun og loft á reykköfunarkúti hans hafi klárast. Hann hafi verið fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Svæðið var vaktað í nótt og morgun en þegar myndatökumaður átti leið hjá um tíuleitið í morgun logaði enn glatt á neðri hæð hússins. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu byrjaði að nýju klukkan eitt í dag. Guðmundur Karl Halldórsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að mikið plast á neðri hæð hússins hafa gert slökkvistarf erfitt. „þessu var leyft að brenna í nótt. Mér skilst af þeim sem hér voru í nótt að mikið hafi gengið á því eldtungurnar stóðu hér út allt að þrjá til fjóra metra þegar vindhviðurnar komu og hvassast var. Það var mikið plast á afmörkuðu svæði og við fengum ekki upplýsingar um það fyrr en um kvöldmatarleitið í gærkvöldi og ákváðum þá að breyta um aðferð og leyfa þessu að brenna meira niður,“ segir Guðmundur. Rétt fyrir klukkan þrjú í dag tókst að ráða niðurlögum eldsins. Guðmundur segir sjaldgæft að slökkvistarf taki svo langan tíma. „Það koma svona dæmi upp annað slagið en það er langt síðan að slökkvistarf tók svona rosalegalangan tíma,“ segir Guðmundur. Unnið er að því að drepa í síðustu glæðunum og að því loknu fær lögregla vettvanginn til rannsóknar. Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu tókst að ná niðurlögum eldsins í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag. Þá hafði logað þar í yfir fjörutíu stundir. Sjaldgæft er að slökkvistarf taki svo langan tíma en ástæðan er sú að mikið plast var geymt í húsnæðinu að sögn varðstjóra. Algjör eyðilegging blasir við að Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði en þar voru Glugga-og hurðasmiðja SB og Bindivír til húsa ásamt öðrum rekstri. Þá eyðilögðust þrír bílar og lyftari sem stóðu við húsið í eldinum. Alls voru níutíu slökkviliðsmenn að störfum þegar mest var á föstudagskvöldið en um miðnætti í gær var ákveðið að gera hlé þar sem veður og myrkur gerðu slökkvistarf mjög erfitt. Í samtali við fréttastofu sagði Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, að slökkviliðsmaður hafi orðið fyrir óhappi í gærkvöldi. Hann hafi verið í reykköfun og loft á reykköfunarkúti hans hafi klárast. Hann hafi verið fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Svæðið var vaktað í nótt og morgun en þegar myndatökumaður átti leið hjá um tíuleitið í morgun logaði enn glatt á neðri hæð hússins. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu byrjaði að nýju klukkan eitt í dag. Guðmundur Karl Halldórsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að mikið plast á neðri hæð hússins hafa gert slökkvistarf erfitt. „þessu var leyft að brenna í nótt. Mér skilst af þeim sem hér voru í nótt að mikið hafi gengið á því eldtungurnar stóðu hér út allt að þrjá til fjóra metra þegar vindhviðurnar komu og hvassast var. Það var mikið plast á afmörkuðu svæði og við fengum ekki upplýsingar um það fyrr en um kvöldmatarleitið í gærkvöldi og ákváðum þá að breyta um aðferð og leyfa þessu að brenna meira niður,“ segir Guðmundur. Rétt fyrir klukkan þrjú í dag tókst að ráða niðurlögum eldsins. Guðmundur segir sjaldgæft að slökkvistarf taki svo langan tíma. „Það koma svona dæmi upp annað slagið en það er langt síðan að slökkvistarf tók svona rosalegalangan tíma,“ segir Guðmundur. Unnið er að því að drepa í síðustu glæðunum og að því loknu fær lögregla vettvanginn til rannsóknar.
Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira