Lilja stefnir á að vinna Nordic Face Awards í ár Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. maí 2018 22:15 Förðunarfræðingurinn Lilja Þorvarðardóttir er ein af fimmtán keppendum sem standa eftir í Nordic Face Awards förðunarkeppninni. Skjáskot/Youtube Förðunarfræðingurinn Lilja Þorvarðardóttir er ein af fimmtán keppendum sem standa eftir í Nordic Face Awards förðunarkeppninni. Netkosning mun ráða því hvaða fimm myndbandsbloggarar komast í úrslitin en Lilja er ákveðin að taka keppnina í ár með trompi. „Face Awards er alþjóðleg förðunarkeppni sem NYX professional makeup heldur í 42 löndum um allann heim og upprunalega Face Awards byrjaði í bandaríkjunum og einhvern veginn sprakk út frá sér á seinustu árum. Nordic Face Awards er eins og nafnið gefur til kynna, Face Awards fyrir norðurlöndin Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð og við litla Ísland,“ útskýrir Lilja.Sótti innblástur í Disney „Keppnin virkar þannig fyrir sig að þú sendir inngöngumyndband inn á Instagram sem þarf að vera 60 sekúndna langt og þú átt að sýna þína hæfileika og allt er leyfilegt. Síðan líður um það bil mánuður og dómnefnd velur 30 einstaklinga sem komast áfram í næstu lotu. Í hverri lotu gefur NYX okkur þema sem við eigum að gera förðunar lúkk í kringum.“ Fyrsta lotan í keppninni í ár var með þemað pastel-draumar og Lilja segir að í fyrstu hafi hún verið alveg uppiskroppa með hugmyndir. „Á endanum klikkaði eitthvað hjá mér og ég hugsaði um eina af mínum uppáhalds Disney myndum, Herkúles, og ég gerði lúkk í kringum það þar sem að myndin er með svo ótrúlega marga og fallega pastel liti.“Myndband Lilju vakti verðskuldaða athygli og komst hún áfram í topp 15. „Þá áttum við að gera lúkk í kringum „cyberpunk“ sem er vísindaskáldskapur þar sem að vísindi og tækni eru ótrúlega framandi en lífsgæði og réttindi fólks eru lítil. Innblásturinn á bak við cyberpunk myndbandið mitt kom frá myndinni Elysium og þáttunum Altered carbon. Ég tek ótrúlega mikinn innblástur frá kvikmyndum og þáttum og líka bara umhverfinu í kringum mig.Æfingin skapar meistarann „Ég vill yfirleitt gera farðanir sem eru raunverulegar ef það mætti orða það þannig. Eins og cyberpunk förðunin mín gæti ég séð í einhverjum Sci-Fi þætti og ég vona einn daginn að ég gæti unnið á einhverju brjáluðu kvikmyndasetti. Einsog fyrir Game of Thrones eða svipaða þætti eins og Altered carbon. Er ótrúlega mikill aðdáandi af Sci-Fi myndum og þáttum og fæ fiðring í magann að horfa á vel gerðar farðanir og gerfibrellur.“ Lilja tók líka þátt í keppninni á síðasta ári en ætlar að komast enn lengra í ár. „Ég komst áfram í topp 30 þá líka, en ekki lengra en það, þar sem ég var frekar ný í að taka upp myndbönd þá voru þau ekki upp á sitt besta. Þannig að ég setti mér markmið að taka þátt þetta árið og vinna þetta með trompi. Ég æfði mig að klippa myndbönd og gerði mitt besta að vera betra í því sem ég er að gera, því ég hef alltaf trúað því að æfingin skapar meistarann. Þú verður ekki góður í einhverju bara allt í einu,“ segir Lilja að lokum. Finally I can show you my finished look for #nordicfaceawards A post shared by Lilja Þorvarðardóttir (@liljathormua) on Mar 12, 2018 at 8:00am PDTSpennandi verðlaun Það er til mikils að vinna en á meðal þess sem sigurvegarinn fær er 10.000 evrur, ferð til Los Angeles á Bandarísku Face Awards lokakeppnina, ársbyrgðir af förðunar vörum frá NYX Professional Makeup og titillinn Beauty Blogger of the Year 2018. „Það sem þetta mun hjálpa ferlinum mínum er að koma mér út fyrir landsteinana og gera hluti sem ég hef ekki prufað áður. En núna er komið að almenningi að velja hver kemst áfram og þá fara kosningar í gang í dag, 15. maí þangað til 22. maí á síðu keppninnar. Hægt er að kjósa einu sinni á dag á hverjum degi þangað til að kosningarnar enda. Kosningarnar segja til um hverjir komast áfram í topp 5 og þá er næsta lota.“ Hægt er að fylgjast með Lilju og hennar verkefnum á Instagram. Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Förðunarfræðingurinn Lilja Þorvarðardóttir er ein af fimmtán keppendum sem standa eftir í Nordic Face Awards förðunarkeppninni. Netkosning mun ráða því hvaða fimm myndbandsbloggarar komast í úrslitin en Lilja er ákveðin að taka keppnina í ár með trompi. „Face Awards er alþjóðleg förðunarkeppni sem NYX professional makeup heldur í 42 löndum um allann heim og upprunalega Face Awards byrjaði í bandaríkjunum og einhvern veginn sprakk út frá sér á seinustu árum. Nordic Face Awards er eins og nafnið gefur til kynna, Face Awards fyrir norðurlöndin Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð og við litla Ísland,“ útskýrir Lilja.Sótti innblástur í Disney „Keppnin virkar þannig fyrir sig að þú sendir inngöngumyndband inn á Instagram sem þarf að vera 60 sekúndna langt og þú átt að sýna þína hæfileika og allt er leyfilegt. Síðan líður um það bil mánuður og dómnefnd velur 30 einstaklinga sem komast áfram í næstu lotu. Í hverri lotu gefur NYX okkur þema sem við eigum að gera förðunar lúkk í kringum.“ Fyrsta lotan í keppninni í ár var með þemað pastel-draumar og Lilja segir að í fyrstu hafi hún verið alveg uppiskroppa með hugmyndir. „Á endanum klikkaði eitthvað hjá mér og ég hugsaði um eina af mínum uppáhalds Disney myndum, Herkúles, og ég gerði lúkk í kringum það þar sem að myndin er með svo ótrúlega marga og fallega pastel liti.“Myndband Lilju vakti verðskuldaða athygli og komst hún áfram í topp 15. „Þá áttum við að gera lúkk í kringum „cyberpunk“ sem er vísindaskáldskapur þar sem að vísindi og tækni eru ótrúlega framandi en lífsgæði og réttindi fólks eru lítil. Innblásturinn á bak við cyberpunk myndbandið mitt kom frá myndinni Elysium og þáttunum Altered carbon. Ég tek ótrúlega mikinn innblástur frá kvikmyndum og þáttum og líka bara umhverfinu í kringum mig.Æfingin skapar meistarann „Ég vill yfirleitt gera farðanir sem eru raunverulegar ef það mætti orða það þannig. Eins og cyberpunk förðunin mín gæti ég séð í einhverjum Sci-Fi þætti og ég vona einn daginn að ég gæti unnið á einhverju brjáluðu kvikmyndasetti. Einsog fyrir Game of Thrones eða svipaða þætti eins og Altered carbon. Er ótrúlega mikill aðdáandi af Sci-Fi myndum og þáttum og fæ fiðring í magann að horfa á vel gerðar farðanir og gerfibrellur.“ Lilja tók líka þátt í keppninni á síðasta ári en ætlar að komast enn lengra í ár. „Ég komst áfram í topp 30 þá líka, en ekki lengra en það, þar sem ég var frekar ný í að taka upp myndbönd þá voru þau ekki upp á sitt besta. Þannig að ég setti mér markmið að taka þátt þetta árið og vinna þetta með trompi. Ég æfði mig að klippa myndbönd og gerði mitt besta að vera betra í því sem ég er að gera, því ég hef alltaf trúað því að æfingin skapar meistarann. Þú verður ekki góður í einhverju bara allt í einu,“ segir Lilja að lokum. Finally I can show you my finished look for #nordicfaceawards A post shared by Lilja Þorvarðardóttir (@liljathormua) on Mar 12, 2018 at 8:00am PDTSpennandi verðlaun Það er til mikils að vinna en á meðal þess sem sigurvegarinn fær er 10.000 evrur, ferð til Los Angeles á Bandarísku Face Awards lokakeppnina, ársbyrgðir af förðunar vörum frá NYX Professional Makeup og titillinn Beauty Blogger of the Year 2018. „Það sem þetta mun hjálpa ferlinum mínum er að koma mér út fyrir landsteinana og gera hluti sem ég hef ekki prufað áður. En núna er komið að almenningi að velja hver kemst áfram og þá fara kosningar í gang í dag, 15. maí þangað til 22. maí á síðu keppninnar. Hægt er að kjósa einu sinni á dag á hverjum degi þangað til að kosningarnar enda. Kosningarnar segja til um hverjir komast áfram í topp 5 og þá er næsta lota.“ Hægt er að fylgjast með Lilju og hennar verkefnum á Instagram.
Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira