Kjörskrá verður lögð fram í Árneshreppi á morgun Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 15. maí 2018 17:45 Djúpavík tilheyrir Árneshreppi, fámennasta sveitarfélagi landsins. visir/stefán Ástríður Jóhannesdóttir staðgengill forstjóra Þjóðskrár útilokar ekki að athugun stofnunarinnar geti haft áhrif á kjörskrána í Árneshreppi. Rannsókn á fjölda nýrra lögheimilisskráninga í Árnessýsluhreppi stendur enn yfir hjá Þjóðskrá. Ástríður er staðgengill forstjóra Þjóðskrár og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs stofnunarinnar og segir hún í samtali við fréttastofu að Þjóðskrá hafi metið það sem svo að þarna þyrfti að fara fram sérstök athugun á lögheimilisskráningum í hreppnum. „Þetta er þá mál sem fer í venjubundinn feril hjá stofnuninni,“ segir Ástríður. „Þessi lögheimilismál eru tekin til skoðunar, það er óskað eftir nánari upplýsingum og það fer fram gagnaöflun og rannsókn. Að henni lokinni mun ákvörðun liggja fyrir.“Athugun enn í gangi Það er þó ekki á forræði Þjóðskrár að leggja fram endanlega kjörskrá heldur afhendir hún sveitarfélagi svokallaðan kjörskrárstofn og það sé sveitarfélagsins að leggja fram kjörskrána. Ástríður segir að úrskurður Þjóðskrár í máli af þessum toga geti þó hugsanlega haft áhrif á kjörskrána. „Það eru ákveðnar leiðréttingarheimildir í lögum um kosningar til sveitastjórna. Vissulega er það svo að breytingar á lögheimilaskráningu fólks og breytingar sem verða á þessu tímabili geta haft áhrif á endanlega kjörskrá. En það er þó ekki Þjóðskrár að taka ákvörðun um það.“ Athugun er enn í gangi en Ástríður vonast til að Þjóðskrá geti skilað af sér eins fljótt og auðið er. „Þessi mál eru í skoðun sem stendur, gagnaöflun og almenn málsmeðferð. Það er stefnt að því að ljúka því eins fljótt og auðið er þegar fullnægjandi rannsókn hefur farið fram. Hvenær það verður nákvæmlega get ég ekki sagt til um á þessari stundu.“ Í dag fór fram fundur í hreppnum þar sem skoðað var lögfræðilegt álit á málinu og staðan rædd. Kjörskrá verður lögð fram á morgun og kemur ekki í ljós fyrr en þá hvernig hún mun líta út. Málið ætti að skýrast á morgun. Eva Sigurbjörnsdóttir sveitarstjóri í Árneshreppi sagði í sambandi við fréttastofu eftir fundinn að hún ætli ekki að tjá sig frekar um málið fyrr en niðurstaða Þjóðskrár liggur fyrir. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. 11. maí 2018 22:12 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Ástríður Jóhannesdóttir staðgengill forstjóra Þjóðskrár útilokar ekki að athugun stofnunarinnar geti haft áhrif á kjörskrána í Árneshreppi. Rannsókn á fjölda nýrra lögheimilisskráninga í Árnessýsluhreppi stendur enn yfir hjá Þjóðskrá. Ástríður er staðgengill forstjóra Þjóðskrár og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs stofnunarinnar og segir hún í samtali við fréttastofu að Þjóðskrá hafi metið það sem svo að þarna þyrfti að fara fram sérstök athugun á lögheimilisskráningum í hreppnum. „Þetta er þá mál sem fer í venjubundinn feril hjá stofnuninni,“ segir Ástríður. „Þessi lögheimilismál eru tekin til skoðunar, það er óskað eftir nánari upplýsingum og það fer fram gagnaöflun og rannsókn. Að henni lokinni mun ákvörðun liggja fyrir.“Athugun enn í gangi Það er þó ekki á forræði Þjóðskrár að leggja fram endanlega kjörskrá heldur afhendir hún sveitarfélagi svokallaðan kjörskrárstofn og það sé sveitarfélagsins að leggja fram kjörskrána. Ástríður segir að úrskurður Þjóðskrár í máli af þessum toga geti þó hugsanlega haft áhrif á kjörskrána. „Það eru ákveðnar leiðréttingarheimildir í lögum um kosningar til sveitastjórna. Vissulega er það svo að breytingar á lögheimilaskráningu fólks og breytingar sem verða á þessu tímabili geta haft áhrif á endanlega kjörskrá. En það er þó ekki Þjóðskrár að taka ákvörðun um það.“ Athugun er enn í gangi en Ástríður vonast til að Þjóðskrá geti skilað af sér eins fljótt og auðið er. „Þessi mál eru í skoðun sem stendur, gagnaöflun og almenn málsmeðferð. Það er stefnt að því að ljúka því eins fljótt og auðið er þegar fullnægjandi rannsókn hefur farið fram. Hvenær það verður nákvæmlega get ég ekki sagt til um á þessari stundu.“ Í dag fór fram fundur í hreppnum þar sem skoðað var lögfræðilegt álit á málinu og staðan rædd. Kjörskrá verður lögð fram á morgun og kemur ekki í ljós fyrr en þá hvernig hún mun líta út. Málið ætti að skýrast á morgun. Eva Sigurbjörnsdóttir sveitarstjóri í Árneshreppi sagði í sambandi við fréttastofu eftir fundinn að hún ætli ekki að tjá sig frekar um málið fyrr en niðurstaða Þjóðskrár liggur fyrir.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. 11. maí 2018 22:12 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15
Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00
Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. 11. maí 2018 22:12
Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45