Þýska formúlu stelpan sem slapp á ótrúlegan hátt: Ég mun koma aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 16:15 Sophia Florsch var einn af þremur ökumönnum Van Amersfoort Racing liðsins í Macau kappakstrinum. Mynd/Instagram/vanamersfoortracing Formúlu þrjú kappaksturskonan Sophia Florsch er ekkert hætt að keppa þrátt fyrir að hún geti þakkað verndarengli sínum fyrir að hafa sloppið lifandi úr árekstri í keppni í Macau á sunnudaginn. Sophia Florsch er aðeins sautján ára gömul en hefur verð að gera góða hluti í þessum karlaheimi. Heimurinn hefur fylgst með fréttum af henni enda skilja fæstir hvernig hún komst lifandi af úr þessum svakalega árekstri. Það verður ótrúlegra í hvert skipti sem fólk sér myndbandið af árekstrinum. Sophia lét aðdáendur sína vita um stöðuna á sér á samfélagsmiðlum en hún hafði þá vaknað aftur eftir ellefu klukkutíma aðgerð. Sophia Florsch hryggbrotnaði í slysinu en læknum tókst að forða henni frá lömun."Everything is working and everything is in order" Sophia Florsch has had surgery lasting nearly ten hours after going airborne at around 171mph. More details on a miracle escape in Formula 3https://t.co/rbHXbucQhHpic.twitter.com/xCtXztLJGq — BBC Sport (@BBCSport) November 19, 2018„Ég þarf að eyða nokkrum dögum hér í Macau eða þangað til að það er óhætt að flytja mig,“ skrifaði Sophia Florsch inn á Fésbókinni. Yfirmaður Van Amersfoort Racing liðsins sagði að aðgerðin hefði gengið mjög vel og það enginn óttist lengur lömun. „Ég vil þakka öllum fyrir stuðninginn og hlýjar kveðjur. Nú mun ég leggjast yfir það að lesa þær,“ skrifaði Sophia. „Allur þessi stuðningur gefur mér hugrekki og hjálpar mér að halda áfram. Hugur minn er líka hjá hinum sem slösuðust í árekstrinum. Ég vona að allir nái sér,“ skrifaði Sophia. „Það var fullt af góðu fólki sem hjálpaði mér á slysstaðnum og þeim gleymi ég ekki. Ég vil þakka þeim fyrir hvetjandi og róandi orð þessar mínútur sem ég var föst í bílnum,“ skrifaði Sophia. „Ég vil líka þakka læknaliðinu hér í Macau fyrir vinalega og fagmannlega meðferð,“ skrifaði Sophia en hún endar pistill sinn síðan á því að segja: „Ég mun koma aftur.“ Það má sjá pistil hennar hér fyrir neðan. Formúla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúlu þrjú kappaksturskonan Sophia Florsch er ekkert hætt að keppa þrátt fyrir að hún geti þakkað verndarengli sínum fyrir að hafa sloppið lifandi úr árekstri í keppni í Macau á sunnudaginn. Sophia Florsch er aðeins sautján ára gömul en hefur verð að gera góða hluti í þessum karlaheimi. Heimurinn hefur fylgst með fréttum af henni enda skilja fæstir hvernig hún komst lifandi af úr þessum svakalega árekstri. Það verður ótrúlegra í hvert skipti sem fólk sér myndbandið af árekstrinum. Sophia lét aðdáendur sína vita um stöðuna á sér á samfélagsmiðlum en hún hafði þá vaknað aftur eftir ellefu klukkutíma aðgerð. Sophia Florsch hryggbrotnaði í slysinu en læknum tókst að forða henni frá lömun."Everything is working and everything is in order" Sophia Florsch has had surgery lasting nearly ten hours after going airborne at around 171mph. More details on a miracle escape in Formula 3https://t.co/rbHXbucQhHpic.twitter.com/xCtXztLJGq — BBC Sport (@BBCSport) November 19, 2018„Ég þarf að eyða nokkrum dögum hér í Macau eða þangað til að það er óhætt að flytja mig,“ skrifaði Sophia Florsch inn á Fésbókinni. Yfirmaður Van Amersfoort Racing liðsins sagði að aðgerðin hefði gengið mjög vel og það enginn óttist lengur lömun. „Ég vil þakka öllum fyrir stuðninginn og hlýjar kveðjur. Nú mun ég leggjast yfir það að lesa þær,“ skrifaði Sophia. „Allur þessi stuðningur gefur mér hugrekki og hjálpar mér að halda áfram. Hugur minn er líka hjá hinum sem slösuðust í árekstrinum. Ég vona að allir nái sér,“ skrifaði Sophia. „Það var fullt af góðu fólki sem hjálpaði mér á slysstaðnum og þeim gleymi ég ekki. Ég vil þakka þeim fyrir hvetjandi og róandi orð þessar mínútur sem ég var föst í bílnum,“ skrifaði Sophia. „Ég vil líka þakka læknaliðinu hér í Macau fyrir vinalega og fagmannlega meðferð,“ skrifaði Sophia en hún endar pistill sinn síðan á því að segja: „Ég mun koma aftur.“ Það má sjá pistil hennar hér fyrir neðan.
Formúla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira